Að gefnu tilefni langar mig til að ræða aðeins mitt sjónarhorn af dulspeki.

Nú höfum við feðgin, ég og pabbi, stundað einstaklega mikið af öllu því sem tengist dulspeki og orkunotkun í nokkur ár og höfum því kynnt okkur nánast allt.

Mér langar að koma nokkrum hlutum á hreint svo að fólk sem hefur minna eða ekkert vit á þessum hlutum getur hætt að gagnrýna okkur sem að höfum gaman að þessu og trúum. Ég er að fara afar gróft í hlutina og ef þið hafið einhverjar spurningar þá vil ég endilega heyra þær. Spurningar frekar en skítköst.
Og munið, það þarf að efast til að læra að trúa. En afneitun er það sama og þröngsýni svo lesið með opnum huga eða sleppið því algerlega.

Tarot spil, spil, kristalskúlur og etc. etc. etc.

Í gegnum aldanna rás höfum við mannkynið notast við allt frá grjóti til vel skreyttra spila til að spá í framtíðina og sjá aftur í fortíðina. Því miður er allt of mikið af fólki sem dæmir þessa aðferð til að tengjast við það “yfirnátturulega” eins og þið mynduð eflaust kalla það, við einhverskonar galdra og kukl.

Margir hafa þá náðargáfu að vera tengdir “hinu megin”. Spil og allt fram eftir þeim eru notuð sem einskonar hurðahúnar inn í þann heim. Það er oft auðveldara að sjá hugsanir sínar og sýnir á blaði eða í spilum heldur en að reyna að raða þeim til í huganum. Þessvegna mæla álfræðingar t.d. með því að fólk skrifi dagbók þar sem alltaf er auðveldara er að lesa hugsanir sínar en að hugsa þær.

Tarot spilin sjálf eru ekki göldrótt, heldur eru það hendurnar sem leika um þau sem eru gædd gáfunni.


Er líf eftir dauðann?


Ég vil taka það fram að núna erum við ekki að tala um trú á neinn hátt heldur þekkingu sem við höfum sankað að okkur í gegnum spiritisma meðal annars.

Í flestum trúarbrögðum er þó talað um líf eftir dauðann. Einhverskonar himnaríki eða helvíti, allt eftir því hvernig þú hefur hagað þér í jarðnesku lífi.
Þetta er ekki svo galið því samkvæmt öllu þá ferðu yfir sem sama manneskjan og þú ert þegar þú deyrð. Þú færð ekki vængi og hörpu í innflutningsgjöf afþví þú hjálpaðir gömlum konum yfir götu, en þeir sem deyja góðir og sáttir eru oftar en ekki mun sáttari en hinir þegar þeir fara yfir þokuna miklu. Oftar en ekki er mikill reimleiki í heimahúsum útaf reiðum sálum sem eiga ókláruð mál eða einfaldlega stríðnispúkum sem kunna ekki sín takmörk.
Vil taka það fram líka að í 99% tilfellum (samkvæmt rannsóknum á spiritisma) eru t.d. þeir sem deyja mjög snögglega eða fremja sjálfsmorð einkar þungir þegar þeir koma hinummegin, eins og má rétt ýminda sér.

Þú breytist lítið sem ekkert þegar þú deyrð. Það eru engin takmörk og enginn tími líður. Þú eldist ekki og skoðanir þínar breytast ekkert frekar en í hinu jarðneska lífi.


Er líf eftir þetta líf?


Það má halda það já.

Trúin er sú og þekking að það sé líf eftir þetta líf. Margir segjast hafa endurfæðst og margir muna þvílíkt magn af minningum sem þeir geta engan vegin tengt við þetta líf.

Allir eru sendir á þessa jörð með þeim tilgangi að þroskast og safna reynslu. Ég get lofað ykkur að það er tilgangur með ykkar veru hér og það er e-ð takmark sem þið ætlið að ná og höfðuð ákveðið áður en þið fæddust. Þið munið það ekki núna en það er fólk þarna hinum megin sem gerir allt í sínu valdi til að beina ykkur í rétta átt. Þessvegna er mælt með bænum, ef þú biður um hjálp og vernd þá í nánast öllum tilfellum færðu hana. Oft tökum við ekki eftir því því hjálpin er ekki eins og við ýminduðum okkur hana.

Hver einstaklingur geymir rosalega reynslu innra með sér. Það er ótrúlegt magn upplýsinga sem er t.d. hægt að fá uppúr dáleiddu fólki, hlutir sem þau hafa ekki hugmynd um í raunveruleikanum. Afhverju fáum við ekki að muna allt sem hefur drifið á okkar daga, í fyrra lífi eða snemma í þessu?
Það væri of mikið af upplýsingum, upplýsingar sem ekki er hollt fyrir framtíðar upplifanir að vita.

Ef þið efist en þá má ég til að segja ykkur sögu sem dæmi af ungri stúlku í Indlandi sem um 7 ára aldur fór að segja frá fjölskyldu sinni í öðru lífi. Hún lýsti börnunum sínum og eiginmanni, heimili og vinum. Þetta gekk lengi uns farið var af stað og fundið fjölskyldu hennar. Kom þá í ljós eftir að höfðu fundið börn hennar og maður, öll komin á háan aldur að allt passaði sem stúlkan sagði. Meira að segja vissi hún dýpstu leyndarmál mannsins síns og grét af mikilli ákef um leið og hún leit börnin augum.

Einnig má nefna Sai Baba, einn frægasta dulspeki mann Indverja, og bara í heiminum öllu. Hann er talinn hafa endurfæðst aftur og aftur og muna alltaf sitt seinasta líf. Hægt er að sjá manninn breyta gulli í demanta og sandi í gull. Þar komum við inná orkuna sem býr innra með okkur.


Hvað er þessi Orka?


Oft er talað um að ákveðinn orkuhjúpur umlyki okkur. Þessi orka stendur okkur til boða hvar og hvenær sem er, ef við kunnum að nota hana. Hún sameinar huga og líkama og er ótrúlegt fyrirbæri. Þessi orka hjálpar okkur að framkvæma ótrúlegustu hluti ef við kunnum að stjórna henni. Ef við trúum þá getum við, það er eins einfalt og það er.

Sem dæmi má nefna móðurina sem sér barnið sitt undir sex hjóla trukk og hún bara lyftir honum. Þarna er ótrúlegur viljastyrkur og enginn efi á ferð.
Annað dæmi er litla hnátan, sú sterkasta í heimi miðað við sinn aldur, sem fer létt með 11 ára gömul að lyfta 125 kílóum;

http://www.youtube.com/watch?v=DTZsfkBwiNc

Ef þið horfið á hana þá er það er það líffræðilega ómögulegt fyrir þennan líkama að lyfta svo þungu. Hvað er það þá? Viljastyrkurinn vegur þyngra en nokkur vöðvi sagði einhver snillingurinn.

Þessa orku má nota í allt. Svífa, hverfa, læknast. Gott dæmi um mann sem hefur fáránlega góða stjórn á sinni orku er Chris Angel. Vísindamenn hafa en ekki áttað sig á því hvernig hann fer að, en við sem kunnum á dulspekina vitum að þetta er ekkert nema ótrúlegur viljastyrkur og orkustjórnun.


Trúið því sem þið viljið og efist að vild. Munið það sem ég sagði í byrjun, afneitun er það sama og þröngsýni.
Spurjið að vild en munið að þetta er skrífað gróflega, lítið um smáatriði svo það gæti verið mikill efi eftir lesninguna.

Takk fyrir lesturinn