Að deyja og koma svo aftur ... Hvað gerist þegar við deyjum? Það í raun veit engin vegna þess að hingað til hefur engin dáið og komið síðan aftur til að vera til frásagnar. Fólk sem hefur farið í hjartastopp hefur komið með hverja söguna á fætur annari um hvað gerist eftir dauðan án þess að gera sér grein fyrir því að þau eru engu nær um það en við hin.

Fyrir mörg þúsund árum síðan voru þeir sem misstu meðvitund taldir látnir. Svo þegar nær dró siðmenningunni þá voru menn nú búnir að uppgötva að menn eru víst enn lifandi og eiga sér enn von til að vakna til lífsins. En þá var almenn hugsun sú að menn þurfa að vera hættir að anda til að teljast formlega látnir. Það var síðan talið, þangað til núna á 19. öld, þegar menn uppgötvuðu að á meðan hjartað slær, er enn von og jafnvel eftir að það hefur stöðvast, má pumpa því aftur í gang eða gefa einstaklingnum raflost og bjarga þannig lífi hans. En menn voru engu að síður taldnir látnir og hefur ferlið því verið ranglega nefnt ‘endurlífgun’.

Það var í framhaldi af þessum uppgötvunum sem alls kyns sögur um líf eftir dauðan spunnust út. Menn tóku ekkert eftir því að um leið og fyrsta sagan kom út, þá komu fleiri, sem voru allar ósköp svipaðar. Menn voru heldur ekkert að velta því fyrir sér hvers vegna sögurnar voru ólíkar, eftir því hvar í heiminum maður var. T.d. hjá vesturlandarbúum, þar sem algengast er að sjá göng með ljósi sem kemur frá öðrum endanum. Svo þegar maður er komin til Mið, suður og austur Evrópu, þá eru menn farnir að mæta manninum með ljáinn eða fljúga um himininn með englum Guðs.

Það sem að þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir er að þótt hjartað stoppi, er maður alls ekki dáin. Við öndum að okkur súrefni til þess að sjá heilanum fyrir næringu. Hjartað er ekkert nema vöðvi sem sér um það að pumpa súrefni frá lungunum, í gegnum blóðrásina og upp í heila. Þegar við missum veðvitund, þá er það líkaminn að bregðast við skorti á súrefni til heilans (þ.e. leggur líkaman niður til þess að það flæði auðveldar til heilans). Á MEÐAN STARFSSEMI ER ENN Í HEILANUM, ERUM VIÐ LIFANDI. Þess má geta að hingað til hefur aldrei verið hægt að lífga einstakling við, eftir að HEILINN sýnir engin viðbrögð lengur. Í dag er einstaklingurinn talinn látinn þegar stafsemi heilans hefur stöðvast ekki fyrr.

ATHUGIÐ Að fólk sem hefur “látist” og komið síðan aftur til lífsins með upplýsingar um það sem gerist efitir dauðan er ekki endilega að ljúga. Skortur á súrefni til heilans (sem gerist iðulega við hjartastopp) veldur mjög gjarnan ofskynjunum þ.e. taugafrumur verða stjórnlausar og hafa áhrif á drekan (heilasöðina sem leikur stórt hlutverk varðandi minnið). Svo telja margir vísindamenn að vímuefni líkamans sjálfs, t.d endorfín valdi usla þegar þau leysast úr læðingi undir miklu álagi. Einnig er til kenning um það hvaðan goðsögnin um göngin og ljósið sé komin. Hún er sú að taugafrumur í sjónberki heilans skapa skært leiftur í miðju sjónsviðsins. Þeir sem að hafa einhvern tíma séð hvernig taugafrumur lyggja vita um hvað ég er að tala.
Svo eru það nátturlega þeir sem telja sig sjá hitt og þetta sökum múgsefjunnar, en restin er hinns vegar að ljúga.

Hér er ég eingöngu að tala um það sem sem vísindin eru fær um að gera og skilja. Þannig að þið sem trúið að Jesú (eða einhverjir) hafi framið kraftaverk og reist þannig fólk upp frá dauðum þurfið ekki að örvænta. Það er hvorki hægt að sanna það né afsanna.

Kveðja,
Fairy