Þetta byrjaði sem svar við greininni hérna fyrir neðan, en þetta þróaðist út í heila grein.
Annarsvegar fjalla ég um hina ævafornu list, stjörnuspeki… eða nei LISTIR ætti ég frekar að segja, því tegundir af stjörnuspeki sem hafa verið fundnar upp eru jafnmargar og það voru fornar menningar sem báru ótrúlega lotningu fyrir stjörnunum og pældu obsessively í þeim… og fjöldi svoleiðis fornra menninga er… ansi hár.
Hins vegar fjalla ég svo um hvernig margt fólk, á dögum þessarra ótrúlegu hæða sem vísindin hafa náð, upplifir kannski meira grand og spiritual tilfinningar við að pæla í stjörnunum en nokkurntíman í sögu mannkynsins.
Um stjörnuspeki yfirhöfuð:
Þessar tvívíðu myndir sem við fáum með því að “tengja punktana” eru í fyrsta lagi mjög mismunandi eftir menningum (ekki bjuggu allar menningar þó til myndir) og í öðru lagi bara afleiðing af sjónarhorni okkar á stjörnurnar, sem eru í meiri þrívídd heldur en okkur sýnist með berum augum. Ég segi meiri en okkur grunar, vegna þess að stjarna sem skín veikt, en er nálægt, getur litið eins út og stjarna sem skín miklu bjartar, en er miklu lengra í burtu. Þannig að það að tvær stjörnur séu “hlið við hlið” er bara tálsýn.
Um þá stjörnuspeki sem við vesturlandabúar könnumst helst við:
Í hvaða stjörnumerki maður fellur miðar við “í” hvaða designated hóp af stjörnum sólin rís. En sólir “er” ekkert “í” nautinu, hún er bara fyrir framan þennan hóp af stjörnum sem fornir karlar úr einni ákveðinni menningu bentu einhverntíman á og kölluðu nautið. But what I'm getting at here, er að þetta breytist með tímanum… nú rís sólin í “vitlausu” stjörnumerki fyrir alla, miðað við það sem fornu kallarnir settu í stein í gamla daga, haldandi að stjörnurnumerkin séu eilíf. En þau eru nefninlega alls ekki eilíf, uppröðun stjarnanna á himninum og birtustig þeirra séð frá jörðinni breytist með tímanum eftir því sem vetrarbrautin okkar snýst og stjörnurnar flæða þvers og kruss í óreiðulegum þyngdaraflsstormi. Stjörnurnar skreppa jafnvel milli arma í vetrarbrautinni, okkar (sólin) hefur gert það oft í hennar sögu.
Svo varðandi pláneturnar… fornu karlarnir héldu að pláneturnar væru stjörnur á hreyfingu. Þeir höfðu ekki minnstu glóru um hvað planeturnar eru í raun, og enga leið til að komast að því enn, því ekki var búið að finna upp sjónaukann. En þar sem þetta voru einu “stjörnurnar” á himninum sem hreyfðust þá hlutu þær mjög líklega að hafa sérstakt mikilvægi, eftir því sem þær “dönsuðu milli stjörnumerkjanna” á himninum (allavega eins og þeim sýndist á tvívíðu myndinni sem þetta myndar frá okkar sjónarhóli, þá gátu þeir sér þetta til um pláneturnar).
Mæli með
http://www.youtube.com/watch?v=Iunr4B4wfDAOg þetta myndband er MJÖG sniðugt:
http://www.youtube.com/watch?v=3Dp2Zqk8vHw&feature=relatedÞað hafa margar svona tilraunir verið gerðar, bæði með að láta fólk fá nákvæmlega sömu stjörnuspánna, og líka með því að láta það fá random stjörnuspá…
…Það kemur alltaf út jafn vel. Enda voru þessir fornu karlar sem bjuggu þetta til í þægilegum og áhrifamiklum störfum hjá fornum konungum, og þessi “fræði” urðu gerð til að halda þessum fornu körlum í sínum störfum.
…Nú eða til að sleppa við að vera tekinn af lífi af konungnum sem hann var að vinna fyrir.
Nú að seinni helming greinarinnar, um nútíma “spiritualisma” í pælingum um stjörnurnar:
Hver er ástæðan fyrir stjörnuspeki í dag? Ætli það sé ekki að fólk vilji finnast það tengt alheiminum. Ég skil það vel. En ef maður pælir í raunveruleikanum þá ERUM við það, mjög svo… og þessa vitneskju má hafa í huga til að upplifa að mínu mati mjög djúpa, mikilfenglega og spiritual tilfinningu í þessum efnum. Þar meina ég í merkingunni “fullfilling for the spirit” en ekki merkingunni “þáttaka í trúarbrögðum”.
1) Við erum öll gerð úr stjörnuryki úr dánum stjörnum ALLS staðar frá… óteljandi stjörnur víðar að um órafjarlægðir alheimsins heldur en við getum byrjað að ímynda okkur hafa “endurfæðst” í okkur.
2) Geimgeislar (cosmic rays), sem stjörnur senda út ef þær enda líf sitt með því að verða sprengistjarna (supernova), eru einstök atóm fljúgandi um alheiminn á ofurhraða. Þessir geimgeislar fara í sífellu á næstum-ljóshraða gegnum Jörðina, og allar lífverur. Án þeirra hefði orðið MIKLU minna af stökkbreytingum, og þar með MIKLU minni þróun (ef þá nokkur?). Við (homo sapiens) værum ekki til ef ekki væri fyrir afleiðingar sprengistjarna víðs vegar um alheiminn.
…Hafið í huga að starstuffið sem við erum úr, og geimgeislarnir sem knúðu þróun okkar, komu úr mismunandi órafjarlægðum, og tók milljónir og jafnvel milljarða ára að koma hingað. Atriði 1) og 2) þýða þá að við erum ekki bara tengd alheiminum í heild, heldur ótrúlega langri og mikilfenglegri SÖGU hans í heild. Hlutir langt aftan úr eilífðinni (eins og svona tímaskalar eru í okkar mannlegu augum) eru að hafa bein áhrif á okkur á hverju einasta gefnu momenti í mannkynssögunni.
3) Okkar eigin stjarna (sólin) heldur lífi á jörðinni gangandi, þar á meðal okkur.
Þetta eru bara fá og stutt dæmi. En ef maður horfir á þáttaröðina “The Cosmos” eftir hinn mikla vísindamann, hugsuð og mannvin Carl Sagan, þá situr maður hálf kjaftstopp eftir það. Mæli með þeirri þáttaröð handa öllum, ef þeir geta komið höndunum yfir hana. Hún er vel gömul, en þetta er bara fínt því þetta gefur manni þann auka bónus að fá innsýn inn í menninguna árið 1980, og þær miklu áhyggjur sem allir höfðu þá af Kalda Stríðinu, og að siðmenningin, öll þessi sameiginlega þekkings mannkyns sem tók þúsundir ára að byggjast upp og gerir okkur að því sem við erum í dag… myndi þurrkast út.
Hérna er sniðugt myndband með hinum virta stjarneðlisfræðing, Neil deGrasse Tyson, um þetta sem ég var að minnast á með “spiritual” pælingar um stjörnurnar.
http://www.youtube.com/watch?v=0Ai-VvboPnAOg svo er hérna síðasti parturinn af síðasta þætti Cosmos með Carl Sagan. Engar áhyggjur af neinum spoilerum eða neitt, þetta er bara áhrifamikil hröð samantekt á því sem þættirnir basically fjalla um… úff maður fer næstum að gráta við að horfa á suma kaflana… en kannski er það bara því ég hef séð alla þáttaröðina, dno.
Þetta er í tveimur YouTube myndböndum:
http://www.youtube.com/watch?feature=related&v=ShJwq3aPLMkhttp://www.youtube.com/watch?v=xxQR6gdd1P0&feature=relatedHann kemur með mjög sniðugan punkt þarna um að forfeður okkar treystu á að skilja gang árstíðanna til að geta lifað af (án þess að deyja í massavís þegar harður vetur kom til dæmis, eins og væri “náttúrulegra” fyrir dýr að gera tæknilega séð)… þannig að við erum öll komin undan stjörnufræðingum í einhverjum skilningi =)
Hann kemur líka með góðan punkt í lokin um að peningunum varið í að stúdera alheiminn utan jarðarinnar sé VEL varið, því við höfum lært margt af því sem hjálpar okkur á okkar eigin plánetu.
(ég veit að það má gera grín að því hvernig maðurinn talar eða hvernig hann er klæddur eða whatever (fyndið í okkar augum kannski því þetta er eitthvað fyrir 1980 sem hann er að gera þessa þáttaröð) … en hlustið á hvað maðurinn hefur að SEGJA, látið ekki slíkt trufla ykkur)
Persónulega finnst mér Carl Sagan eiga skilið öll þessi verðlaun sem hann fékk og meira, fyrir vinnu sína við að færa vísindin til almennings með þessu sjónvarpsefni og sýna fólki hvað þetta er allt saman mikilfenglegt og spiritual.
Jæja þetta endaði á að verða soldið langt. Hvað finnst ykkur?