Sælir hugarar.

Ég er með það sem ég held að gæti verið sáttarleið fyrir allavega suma hérna, varðandi trúarbragðadeiluna. Þetta er það sem ég rambaði loksins á eftir að leita mikið og pæla mikið um þessi mál.

Sú hugmynd er mikið á kreiki nú til dags að trúarbrögð séu skaðleg, og það þurfi að berjast gegn þeim. Ég hef íhugað þá pælingu mikið… vissulega virðast þau stundum skaðleg, en svo virðast þau líka bæta líf fólks, eða fólki þykir allavega ansi vænt um þau. En ég vil meina að ástæðan fyrir þessu dilemma sé skilgreiningavandi. Ef við skoðum trúarbrögð um allan heim og búum til skilgreiningu sem getur innihaldið þau öll:

“Skoðanir á spurningum sem er ekki hægt að svara”

…þá er ekkert að trúarbrögðum… það er DOGMA sem er vandamálið. Aðalatriðið sem ég vil tala um hérna er að fólk geri greinarmun á trúarbrögðum og dogma. Meira um það á eftir.








Ég ber ekki kristni saman við trú á búálfum eins og sumir hafa gert á þessu áhugamáli, en ég ber kristni aftur á móti saman við íslam, gyðingdóm, hindúisma, búddisma, shamanisma, ásatrú, gríska fjölgyðistrú, slavneska fjölgyðistrú, shinto, hin mörgu trúarbrögð Afríku, hin mörgu trúabrögð fornu Ameríkuálfanna… o.s.frm…

Engin trúarbrögð eru gildari en önnur, þetta eru mismunandi pælingar mismunandi fólks, og þessar pælingar þróuðust síðan ásamt menningu fólksins oft yfir þúsundir ára. Þetta eru mismunandi svör sem mannkynið fann upp við erfiðum spurningum sem var ekki hægt að svara. Sumum þessarra spurninga er samt merkilegt nokk hægt að svara í dag, en öðrum ekki. Það er dásamlegur partur af eðli okkar að kanna óþekktar slóðir, velta fyrir okkur hlutum og leita svara og þekkingar.


Spurningar sem trúarbrögð giskuðu upp svör við en er hægt að svara í dag:

*Hvernig varð Jörðin til?

*Hvernig varð lífið á Jörðinni (þar á meðal við mannfólkið) til?

*Af hverju verða náttúruhamfarir?

*Af hverju er himininn blár, hvað eru regnbogar? (etc. etc… með önnur fyrirbæri á Jörðinni)

*Hvað eru sjúkdómar og af hverju gerast þeir?

*Hvað er sólin, hvað er tunglið, hvað eru stjörnurnar? Af hverju “vex” tunglið og “minnkar”? Af hverju fer sólin upp og niður, etc. etc…

… svo mætti lengi telja. Við getum með vissu svarað öllum þessum spurningum í dag. Ástæðan fyrir því að fólk veikist er ekki refsing guðs, heldur hlutir eins og bakteríur og vírusar sem geta smitast. Sólkerfið og Jörðin myndaðist yfir milljarða ára, og sömuleiðis myndaðist líf á jörðinni yfir milljarða ára. Þetta var EKKI allt skapað á 7 dögum fyrir 4000-6000 árum.



En sumum spurningunum er ekki hægt að svara í dag með vissu, og kannski verður það aldrei hægt. Spurningar eins og til dæmis:

*Hvað (ef nokkuð) var fyrir alheiminn? Af hverju varð alheimurinn til? Hvað gerðist NÁKVÆMLEGA á mómenti Big Bang? (það er búið að rannsaka út frá ummerkjum hvað var að gerast alveg upp að einhverju tiny broti úr sekúntu eftir, en líklega verður aldrei hægt að vita hvað nákvæmlega gerðist á mómentinu)

*Hvað verður um okkur eftir dauðann (hvar eru látnir ástvinir mínir)?

*Hvað (ef nokkuð) er fyrir utan endimörk þessa alheims (a.m.k. þess hluta sem við vitum af)? Eru fleiri alheimar?

*Örugglega fleiri spurningar sem mér dettur ekki í hug sem verður kannski aldrei hægt að svara með neinni vissu.


Ef við skilgreinum trúarbrögð sem pælingar og skoðanir á spurningum sem er ekki hægt að svara, þá eru trúarbrögð alls ekkert slæm. En það er aftur á móti dogma sem er slæmur hlutur. Dogma er t.d. ef að stór hlunkur af texta eins og t.d. biblían eða kóraninn er stimplaður sem heilagar upplýsingar frá a til ö, sem maður á að fylgja og trúa algjörlega blint og jafnvel er manni hótað eilífum þjáningum ef maður gerir það ekki. Það er dogma sem myndar solid veggi í hugum fólks, sem heftir frjálsa hugsun og veldur því að fólk (venjulegt fólk, nágrannar) er spontaneously að drepa hvort annað út af trúarbrögðum enn þann dag í dag. Dogma er stórhættulegt… í dogma kristni, íslam og gyðingdóms er trú á heimsendi þar sem frelsarinn mun snúa aftur og dæmda allar lifandi og dauðar sálir annaðhvort til himnaríkis eða helvítis. Þannig að mikið af fundementalistum vill ekkert gera í hlutum eins og global warming (“guð gerir það sem guð gerir…”) og sumir jafnvel VONAST eftir heimsendi. Ef einhver á einhverntíman eftir að koma af stað kjarnorkueyðileggingu eða sleppa út banvænum vírus þá er líklegt að það verði einhver dogma-nutter.


Þannig að, dogma hinn raunverulegi óvinur… ekki trúarbrögð. Það er hægt að iðka trúarbrögð án dogma, og sum trúarbrögð hafa jafnvel ekkert dogma… t.d. í Búddisma beitir fólk sinni eigin skynsemi til að íhuga hluti og þú mátt hafa þær skoðanir sem þér sýnist og jafnvel búa til nýjar kenningar. Hindúismi er líka að mestu leiti dogmalaus, en hafa verður í huga að þegar trúarbrögð dreifast, rétt eins og lífverur, þá þróast þau í sundur… þannig að það eru til ótal ólíkar útgáfur af Hindúisma rétt eins og það eru ótal ólíkar útgáfur af kristni.

Mikið af fólki í dag er að berjast fyrir því að breiða út dogmatísk trúarbrögð… þetta eru óvinir sannleika og frjálsrar hugsunar, þau leitast við að t.d. ljúga að fólki hlutum eins og að jörðin sé flöt, jörðin sé 4000 ára gömul, að vatn hafi flætt yfir öll lönd jarðar fyrir nokkrum þúsundum ára, að þróun sé tóm lygi, jafnvel að læknavísindi séu synd og það eigi að leyfa guði að gera sitt thing bara … að maður tali nú ekki um þá sem vilja kenna að það eigi að taka upp dauðarefsinguna fyrir lítil afbrot, grýta homma, kúga konur, brenna fólk með nýjar hugmyndir… o.s.frm…

Þetta er eitthvað sem þarf að berjast gegn. Það þarf að berjast gegn þeim sem vilja breiða út dogmatisma. Það þarf að vernda sannleikannn og það þarf að vernda heiminn gegn skaðanum sem dogma gæti valdið honum.

Víkjum okkur frá dogma og að trúarbrögðum… trúarbrögð er eitthvað sem margir FINNA sig mjög svo í. Mörgum líður vel af trúarbrögðum, og ég sé ekkert að því. Líka, ef hópur fólks myndi stofna trúarbrögð sem væru ekki á skjön við hlutina sem við vitum í dag og myndu t.d. segja eftirfarandi:

*Guð skapaði alheiminn með big bang.

*Guð hannaði eindirnar/kraftana/lögmál alheimsins/etc. í honum svo subatomic particles gætu myndað atóm, atóm gætu myndað sameindir og sameindir gætu myndað lífverur

*Guði þykir vænt um okkur (sem erum partur af eða afleiðing sköpunarverksins), vill að við förum vel með það, séum góð við hvort annað og hefur stað handa okkur þegar við deyjum.

Ef einhverskonar svona trúarbrögð yrðu stofnuð þá myndi ég klappa fyrir þeim af öllu hjarta. Þetta eru algjörlega valid pælingar og myndu engin áhrif hafa á siðferði fólks nema jákvæð (ólíkt hlutum eins og hommahatri í mörgum trúarbrögðum), og myndi ekki draga úr getu fólks til að pæla og læra um alheiminn, þvert á móti: Maður væri hvattur/hvött til að kynna sér sköpunarverk guðs í allri sinni nákvæmni og maður væri ennfremur hvattur/hvött til að stunda vísindi til að gera heiminn betri fyrir allt mannkyn, núlifandi sem og komandi kynslóðir.

Nota bene mér finnst mikilvægt að vera ekki að tala um Guð (nú eða Guði, ef maður hallast að því) sem “hann” “hana” eða fíl (Indland) eða krókodíl (Egyptaland) eða neitt þannig. Ef eitthvað gat verið til fyrir alheiminn sjálfan og hafði þá óendanlegu greind og getu til að skapa alheiminn í sinni risastóru og margslungnu dýrð þá er það fyrirbæri mjög líklega ofar okkar skilningi… allavega örugglega *ekki* í mynd einhvers dýrs sem þróaðist hérna á einni af skrintrilljón plánetum alheimsins… sem sagt Guð ætti ekki að kallast neitt nema bara Guð (eða einhverju öðru frumsömdu nafni).



En aftur að dogma… af hverju er það ógn? Af hverju er það að færast í aukana? Fæstir ganga viljandi inn í dogmasöfnuð… af hverju er þetta þá að breiðast út?

Til að byrja með eru börn heilaþvegin í þetta með sérskólun, þau eiga sér enga von, ekkert val. Síðan er fullorðið fólk oft “húkkað” í þetta meðan þau liggja illa við höggi… á botninum út af alkóhólisma, þunglyndi, ástarsorg… o.s.frm. Svo eins og Krossinn gerði frægt hér á Íslandi, þá er andlega veikt fólk oft húkkað í þetta beint útaf spítalanum og exploitað.

Mig langar að enda þessa grein á að linka í nokkur dæmi um heilaþvott barna í USA, Ísrael, og einhverju spænskumælandi landi sem kom ekki fram hvað heitir.

http://www.youtube.com/watch?v=DH_wPUVlJ38
http://www.youtube.com/watch?v=ppQhleVuWPM&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=703ZJSzyyOA&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=X043xVrQBr8&feature=related

Það þarf að berjast gegn þessu vegna þess að mörg dogma-trúarbrögð hafa það einmitt að markmiði að taka yfir heiminn. Það stendur einmitt í dogmanu sjálfu, þetta er partur af forritinu. Þetta fólk og afkomendur þeirra munu ekki hvílast fyrr en öðrum trúarbrögðum hefur verið útrýmt og heimurinn leginn að fótum dogma þess… nema við gerum eitthvað, afnemum regluna um að það megi ekki tala um trúarbrögð, en pössum okkur að gera greinarmun á trúarbrögðum og dogma.