Trúin
Í byrjun lífs áður en allt varð til
sagði guð: „Verði ljós“
og það varð ljós.
Er það rétt?

Svo fæddist sonur guðs, Jesús
sem frelsaði fólk frá illu.
Er það rétt
eða var hann bara mannlegur?

Svo var hann festur á kross
en ég spyr; fyrir hvað?
Hvað gerði guðssonur
af sér til að eiga það skilið
að deyja eða átti hann
það ekki skilið?

Guð vakir yfir mér
og segir að ljósið lifi í dag
en kannski ekki á morgun
því það er ekki hægt
að spá fyrir um framtíðina.
Er hann að segja satt?

Er Biblían sönn
eða er hún bara uppspuni?

Veit einhver hvort hún sé sönn?

Allavega ekki ég
————————————–

Svona hljómar ljóðið “Trúin” sem mun verða í bók sem ég er að mun gefa út í næsta mánuði.

Við vinnslu á þessu ljóði þá hugsaði ég oft og iðulega hvort orðin “guð” og “guðssonur” ættu að vera með litlum eða stórum staf í byrjun en ákvað í lokin að hafa lítinn staf.
Aðalástæðan er jú sú að ég er sjálfur utan trúfélags og ljóðið er skrifað sem svona efasemd um trúna og Biblíuna og ég vildi þá ekki vera að skrifa efasemdarljóð og láta það samt líta út eins og ég væri eitthvað trúaður.

En maður spyr sig samt oft, er orðið guð sérnafn eða samnefni? Það eru til margir guðir í hinum ýmsu trúarbrögðum, guð kristitrúar heitir í raun Jehóva en í Biblíunni heitir hann ekkert annað en Guð.
Er það ekki vanvirðing við önnur trúarbrögð að einhver trúarhreyfing eigni sér orðið guð og kalli sinn guð bara einfaldlega “Guð”?

Hver er ykkar skoðun á þessu og hvernig finnst ykkur þetta ljóð?