Góðann daginn fersku dulspekingar :D

Mikið hefur borið á því hér að fólk velti sér upp úr spurningunni: “Er Guð Til?”. Ég ætla að svara þeirri spurningu í stuttumáli og sanna tilvist Guðs.

Takið banana. Haldið um hann. Finnið hvernig hann passar í hendina.
Væri hann svona vel lagaður að hendi mannsins ef Guð hefði ekki skapað hann? Nei

Takið nú um efsta partinn á honum og afhýðið hann.
Væri svona þæginlegt að opna hann ef Guð hefði ekki skapað hann? Nei

Eftir að hafa afhýtt hann, borðið hann. Finnið hvað hann er gómsætur.
Væri bananinn svona góður ef Guð hefði ekki skapað hann? Nei

Skoðið nú hendina ykkar. Sjáið hvað fingurnir eru vel lagaðir til að nota þá í allt sem hægt er að hugsa sér. Sjáið hvað hendin öll er vel löguð.
Guð skapaði okkur í sinni eigin mynd og þannig sjáum við hvað Guð er fullkominn. Við lýtum alveg eins út og hann.

Og sömu söguna er að segja um alla aðra parta líkamans okkar sem Guð var svo góður að gefa okkur.

Snúum okkur á heilanum okkar. Hann er svo klár að það hálfa væri nóg.

Ég vona að þessi grein opni augu ykkar sem ekki hafa þegar gert það. Ekki gleyma að fleiri og fleiri vísindamenn eru að hallast að kenningum Biblíurnar og Vadíkanið telur líklegt að Guð hafi skapað gáfaðar verur annar staðar en á Jörðinni. Það útskýrir fyrirbæri sem við köllum oft “fljúgandi furðuhluti”.

Bleikaa
Pink is not just a color, It's a lifestyle