Heh…
Ég hef heyrt þessa færslu áður hjá góðvinum mínum hjá “wayofthemaster.com”. En svona rökfærsla endar um leið og þú áttar þig á því að það eru til fleirri ávextir en bananar og að bananar eru ekkert aðgengilegir um allan heim.
Einnig borðar fólk mismunandi hluti eftir hnattstöðu.
Hvað um hval? Núna borða ég þannig með bestu lyst, en varla hefur Guð skapað hvalinn þannig að auðvelt er að éta hann. Helvítið er í sjónum, risa stór og passar mjög illa í hendi.
Hvað um hnetur? Oft er vesen að borða þannig nema maður sé með góðan stein. Eða þá krókódíla, ekki fara þeir vel í hendi heldur, og er meira en að segja það að fanga einn og elda í soðið.
“Takið banana. Haldið um hann. Finnið hvernig hann passar í hendina.
Væri hann svona vel lagaður að hendi mannsins ef Guð hefði ekki skapað hann? Nei”
Finnið hvernig hann passar í hendina? Núna veit ég ekki alveg hvað þú ert að fara. Núna passa ýmsir hlutir vel í hendi, en það þarf ekkert að vera Guði að
kenna. Kettlingar fara t.d. vel í hendi, einnig egg, trédrumbar, úlnliðar og ökklar, og ýmislegt annað ílangt sem fyrirfinnst í náttúrunni. En að draga þá ályktun að þetta sé skapað fyrir okkur er soldið langsótt af þessu einu og saman. Er grasið skapað fyrir tærnar á mér vegna þess hve vel það passar milli tánna? Eða er sandurinn í fjörunni? Hey, hvað um Bláa Lónið? Núna er það alveg æði og er gott fyrir húðina og annað…væntanlega er það skapað af Guði…rétt? (
rangt)Bara af því eitthvað passar, þýðir ekki að það hafa verið sérsaumað fyrir þig.
“Takið nú um efsta partinn á honum og afhýðið hann.
Væri svona þæginlegt að opna hann ef Guð hefði ekki skapað hann? Nei.”
Jah…nú hafa bananar eins og þeir sem við finnum út í búð verið ræktaðir sérstaklega til manneldis og eflaust gengist undir ýmsar breytingar vegna ræktunar og séreldis. Þennan punkt er ekki hægt að rökræða án frekarri upplýsinga um hvernig banana verið um er að ræða, né án upplýsinga um hvaða tegund þetta er, frá hvaða ræktanda o.s.frv. Ef ég myndi t.d. seta upp svipað dæmi. Þá gæti ég sagt
“Sjáðu hvað það er auðvelt að opna kókdósina, Guð hlýtur að hafa skapað þessa dós, enda passar hún vel í hendi, það er auðvelt að opna hana og innihaldið er gott!”. En þetta er auðvitað rangt.
“Skoðið nú hendina ykkar. Sjáið hvað fingurnir eru vel lagaðir til að nota þá í allt sem hægt er að hugsa sér. Sjáið hvað hendin öll er vel löguð.”
Öll vel löguð…til hvers? Vel löguð til að grafa djúpar holur? Nei. Vel löguð til sunds? Nei. Vel löguð til að klóra og skera? Nei. Hún er hinsvegar vel löguð til fínhreyfinga og til að nota tæki og tól.
Ef ég væri með sundfit, væri ég þá með vel lagaða hendi? Ef ég ætti heima í sjónum, já. En ef ég væri að vinna á skrifstofum Ríkiskattstjóra? Nei.
Punktur minn er, við erum aðlöguð því umhverfi sem við erum í og er það partur af þróun, ekki sköpun. Það fylgir því síðan að mannvskepnan aðlagar umhverfi sitt að sér og því erum við aðlöguð því umhverfi sem við höfum skapað fyrir okkur. Svakalegur vítahringur það!
“Guð skapaði okkur í sinni eigin mynd og þannig sjáum við hvað Guð er fullkominn. Við lýtum alveg eins út og hann.”
Enda lítum við öll eins út…eh?
Og sömu söguna er að segja um alla aðra parta líkamans okkar sem Guð var svo góður að gefa okkur.
Einmitt, allt virkar og er fullkomið. Hjartað í mér með sýna tvo hjartaþræði er mega flott og er í raun BETRA en venjuleg hjörtu
(nei). Krabbameinið í bakinu á föður mínum var fullkomin viðbót í annars dauft og óspennandi líf
(nei). Hreyfihamlaður frændi minn er fullkomlega aðlagaður umhverfi sínu
(nei). Og þetta eru bara dæmi úr mínu nánasta umhverfi, ég þarf ekki einu sinni að leita lengra en að móðurbróðir mínum til að finna mikið að þessari fullyrðingu.
Hvað ertu að fara með þennan punkt? Við erum ekkert fullkominn, við getum vissulega gert ýmislegt en það að kalla okkur fullkominn er full langt gengið. Ekki getum við synt niður á mikið dýpi né farið of hátt upp. Við getum ekki lifað án vatns og matar og eru líkamar okkar best hentaðir lífi í löndum þar sem ekki er of heitt né of kalt. Við höfum engan náttúrulegan feld sem getur varið okkur gegn hitaskiptum, né náttúruleg tól til að veiða okkur mat, byggja skýli, verjast rándýrum o.s.frv. Jújú, voða flott að vera skáti og kunna júdó. En það hjálpar lítið á heimsskautsbaug á móti ísbirni.
Snúum okkur á heilanum okkar. Hann er svo klár að það hálfa væri nóg.
Miðað við hvað? Það er ósanngjarnt að bera það eina sem við mannskepnan höfum yfir önnur dýr og segja að það sé bestast í heimi. Og við erum ekkert svakalega klár. Það sést best af umræðum sem þessum að við mennirnir eigum langt í land með að teljast “svo klár að hálfa væri nóg”. Mörg okkar skilja lítið í grunnvísindum og aðhyllumst bronsaldar goðsögnum til að útskýra það litla sem fellur út fyrir vísindi.
Já enn og aftur, svo klár miðað við hvað? Núna á ég kött sem er helvíti klár. Og miðað við að þetta er kattdýr er hann mun klárari en ég. Hann getur gert það sem hann þarf og vill gera fullkomlega, og meira til. Það væri flott ef við hin gætum státað af því. Bara af því eitthvað kann ekki að skrifa þýðir ekki að það sé með lélegri heila en þú, það þarf kannski ekkert að skrifa.
Og að heilinn sé fullkominn? Hvað um lit og lesblindu? Heilaæxli og blóðtappa? Hvað um geðveiki? Hvað um fólk sem fær heilaskaða og er skilið eftir sem slefandi fávitar. Heilinn er markvert fyrirbæri, vissulega. En að mínu mati ekkert
markverðara en beinabygging dúfu, eða stoðkerfi hesta.
Ekki gleyma að fleiri og fleiri vísindamenn eru að hallast að kenningum Biblíurnar og Vadíkanið telur líklegt að Guð hafi skapað gáfaðar verur annar staðar en á Jörðinni. Það útskýrir fyrirbæri sem við köllum oft “fljúgandi furðuhluti”.
Hvaða vísindamenn? Ég heyri þessi rök notuð margoft en aldrei sýnir fólk tölur né minnist á nein ný nöfn. Og það að vísindamaður íhugi að kenningar biblíunar séu réttar er ekkert markvert. Vísindamenn eiga að íhuga allar mögulegar ástæður fyrir einhverju og komast síðan að því sanna með vísindalegum aðferðum, það er það sem gerir þá að vísindamönnum en ekki að prestum. Og Vatíkanið telur líklegt að Guð hafi skapað verur annarsstaðar? Hvaðan fá þeir þessar upplýsingar? Hvaða geimverur er verið að tala um eiginlega? Er semsagt komið á hreint að það séu geimverur á annað borð fljúgandi um og misnotandi búfénað? Þessi rök bera sig engan veginn, hvorki er gefið upp neitt um hvaðan þessar upplýsingar koma né hvernig þeir geti síðan staðhæft þetta.
Notandi nákvæmlega sömu rök get ég “sannað” eins og höfundur kallar það, tilvist álfa sem skrifuðu upp reglur algeimsins á stóra melónu sem inniheldur sannleikan um lífið og tilveruna. Eða að
ósýnilega bleiki einhyrningurinn hafi skapað heiminn, eða
Geim teketillinn, eða kannski
fljúgandi spaghetti skrímslið?
Þetta les sem voðaleg “leikskólaleg” rökfærsla á tilvist Guðs, en er því miður notuð á mun hærri stigum umræðu en bara á spjallborðum.
Jæja…vonandi svaraði þetta þessum punktum þínum rækilega.
Bætt við 27. júní 2008 - 15:35 Og síðan aðeins á léttari nótunum.
Gaman er síðan að minnast á að gert hefur verið smá klippa þar sem gert er grín að félögunum í “wayofthemaster” og þessu banana rökfærslu þeirra.
Hægt er að sjá upprunanlega myndbandið
hér.Og grínið svo
hér.Allavega fannst mér þetta frábært ^^