... og Guð sá að það var gott 3Guð sagði: “Verði ljós!” Og það varð ljós.
4Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu.

10Guð kallaði þurrlendið jörð, en safn vatnanna kallaði hann sjó. Og Guð sá, að það var gott.

12Jörðin lét af sér spretta græn grös, jurtir með sæði í, hverja eftir sinni tegund, og aldintré með sæði í sér, hvert eftir sinni tegund. Og Guð sá, að það var gott.

17Og Guð setti þau á festingu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinni

18og ráða degi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Guð sá, að það var gott.



Svo hljóma nokkrir hlutar fyrstu móse bókar sem segir frá sköpun heimsins og hvernig guð fór að.
Guð kristinna manna er, af kristnum mönnum, að jafnaði sagður hafa skapað heiminn og er hann alvitur, alsjáandi, almáttugur og skapari alls.

http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/oxfordshire/7435000.stm

Guð skapaði heiminn, og um leið og hann hafði gert svo, vissi hann hvernig hann færi. Með sínu ómótstæðilega viti og framúrskarandi reiknigetu þá reiknaði hann út hvernig hver einn og einasti maður myndi haga sér, því þótt maðurinn hefði frjálst val, þá vissi guð hvað hann myndi velja í hvert sinn… og guð sá að það var gott.

og hann reiknaði út hvernig veðrið myndi verða næstu þúsundir ára og ekki nóg með það, heldur hvernig allt veður, myndi nokkur tímann verða, alls staðar, og guð sá að það var gott.

Og Guð vissi að í Oxfordshire myndi rigna og vatnið safnast saman í polla og í gegnum marga ættliði þætti börnum gaman að leika sér í pollunum og skvetta vatni og gamna sér… og guð sá að það var gott.

Og guð vissi, þar sem hann er alvitur, að Max Sullivan-Webb myndi fara með félaga sínum að þeim stað, þann 4.júní 2008, til að skemmta sér… og guð sá að það var gott.

Og guð vissi, að það myndi rigna óhemju mikið í þetta skipti… og guð sá að það var gott.

Og guð vissi, að Max, 17 ára unglingur, myndi festast í flóðinu ásamt félaga sínum. Guð hannaði tilfinningar hans (skapari ALLS, hverrar einstöku tilfinningar og þeirra aðstæðna sem hún verður) og hann setti í hann óöryggi, vanlíðan, kvíða og taugaveiklun.

Guð vissi að Max myndi festist í flóðinu og enda undir yfirborði í 20 mínútur, og guð sá að það var gott.

Guð vissi að vinur hans ætti eftir að vera dreginn upp úr, kaldur og blautur, og guð sá að það var gott.

En guð vissi einnig, að Max, ætti ekki eftir að vera dreginn upp úr á sama tíma. Guð vissi, að þrátt fyrir mikið erfiði og vinnu slökkvuliðsmanna, þá ætti Max eftir að finna fyrir því þegar vatnið byrjaði að síast inn um fötin og kæla líkama hans. Hann ætti eftir að skjálfa, anda hraðar og finna lífið fjara út.

Max ætti eftir að grát biðja hann um að bjarga sér. Guð vissi að Max ætti eftir að gráta. Guð vissi að vatnið ætti eftir að nálgast vit Maxs og Max ætti eftir að finna fyrir því þegar hann lenti undir yfirborðinu, án þess að geta spyrnt sér aftur upp.

Guð vissi að Max myndi átta sig á því, að hann myndi aldrei eftir að eignast börn. Guð vissi að Max áttaði sig á því að hann ætti aldrei eftir að hitta vini sína aftur. Guð vissi að Max myndi átta sig á því að hann fengi aldrei aftur að hitta foreldra sína, myndi aldrei aftur fá að lifa, að hann myndi deyja.

… og guð sá að það var gott
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig