Hvað er sálin?
Hafið þið nokkur tíma pælt í því hvað sálin er í raun? Er hún bara eitthvað svífandi fyrirbæri sem er óáþreyfanlegt en skapar samt allan okkar persónuleika? Ég var spurð hvort ég vissi hvar sálin er í líkamanum, og ég sagði nei. Þá var mér sagt að benda á mig og segja ég. Ég benti á mig, á hjartað eins og ég geri vanalega þegar ég bendi á mig, og þá fékk ég það út, sálin er í hjartanu. Er þetta rétt eða hvað, eða umlykur sálin allan líkamann? Hvað svo með áruna, orkusvið segja þeir. Ég fór í árumyndatöku og fékk það út að áran mín væri með grænum og bláum grunni og svo kom stundum svolítið gult og fjólublátt inní. Hvað er það sem ræður litnum á árunni? Er það sálin, bæði tengjast hvernig persónuleika þú hefur, hvert er sambandið á milli?