Eru stjórnvöld að leyna okkur einhverju?

Fáum við heimsóknir frá öðrum hnöttum? Eru stjórnvöld að leyna okkur því? Þessi spurning er endurtekin og endurtekin, en hvert er svarið? Já eða nei?
Á undanförnum árum hefur okkur almenningi borist margar vísbendingar um að svo sé.
Ef að þið horfið á þáttinn “Code Red” í UFO hunters - seríunum kemur margt skrítið fram:
Í stuttum dráttum er það þannig að aðfaranótt 7. febrúar árið 1965 (minnir mig) sáust u.þ.b. sjö lýsandi, marglitir hlutir fljúgandi yfir Edwards-herflugvellinum í S-Kaliforníu ásamt fleiri nærliggjandi flugvöllum.
Fjöldi manns varð vitni af þessu. Nær allir sem sáu þetta voru sammála að þetta voru ekki jarðneskir hlutir. Þessi ósköp gengur fyrir frá u.þ.b. 1 að nótunni og fram að 6 um morguninn.
Gamlar hljóðupptökur fundust af því þegar haft var samband við UFO-officer (Yfirmann FFH-mála) flugvallarins vegna þessara skrítnu hluta sem flugu um. Enginn af þeim sem við var rætt í þættinum vissi af þessum “top secret” UFO-officer.
Síðar var gefin út yfirlýsing að þetta hefðu verið veðurbelgir sem losnuðu.
En veðurbelgur hefði aldrei getað farið yfir á þeim hraða sem hann fór á og framkallað þessi skringilegu ljós sem vitnin lýstu.
Miðað við hegðun þessara “UFOs” má álikta að þetta hafi verið heraðgerð.
Núna nýlega fannst bréf frá þessum umrædda UFO-officer sem hann hafði skrifað til eiginkonu sinnar.
Þar lýsir hann þessum hlutum. Hann kallaði þá UFO og lýsti því hvernig þeir hegðuðu sér og þegar tveimur flugvélum var skotið á loft til að rannsaka þá og hlutirnir flugu loks út í geim.
Af þessu má álikta að stjórnvöld hljóti að vera að leyna okkur einhverju í þessum málefnum. En afhverju?
Kannski til að vernda okkur? Kannski erum við ekki tilbúinn? Eða eitthvað annað?
Dæmi hver fyrir sig í þessum málefnum. En þegar það er til UFO-officer og þetta bréf finnst ásamt fleiri sönnunum er þetta allt mjög skrítið.
Mæli með þessum þáttum UFO-hunters og þá mæli ég sérstaklega með að fólk horfi á Code Red - þáttinn.

Með von um góða umræðu um þessi málefni.
uPhone
Það er nefnilega það.