Hafið þið ekki öll hugsað um hvað verður um okkur þegar við deyjum?
Ég hef oft hugsað um það hvar ég verð þegar ég dey (vonandi í Himnaríki ;) ) en það sem ég er að meina: Verður allt kolsvart forever eða sjáum við okkar eigin jarðarför? Sjáum við börn framtíðarinnar- okkar eigin börn vaxa úr grasi? Ég hef oft hugsað út í það hvort afi heitinn sé að fylgjast með öllu sem ég geri…en ef allt er svart, af hverju sá þá afi minn drauga koma að sækja sig- eða bíða eftir honum þegar það kæmi að honum að deyja á spítalanum? Hann átti þá kannski viku eftir af lífinu.
Svo hef ég líka hugsað út í það, ef Guð gæfi okkur einn sjéns til að lifa einn dag meðal hinna sem eru á lífi, í einhverju dulargervi og sjá hvernig tæknin er orðin í dag í heiminum. Hef alltaf verið forvitin um að ef afi kæmi í einn dag og ég gæti sýnt honum ýmislegt þar sem hann var mjög forvitinn og fróðleiksfús. Hvað haldið þið? Væri gott eða slæmt ef við myndum sjá lífið frá Himnaríki? Við gætum séð þróun í ýmsum málum…séð barna-barna-barna-börnin okkar, t.d. hugsað:“Vá hvað þessi er líkur mér…en ekki þekki ég þetta stóra nef, það kemur ekki úr minni ætt. Hlýtur að vera pabbanum að kenna-einhverjum pabba sem ekkert líkist minni ætt.”
Hvað ef allt verður svo bara svart og aðeins fáir útvaldir fá að vera draugar? Verður maður draugur ef maður hefur ekki “hvílt ´´i friði? Kannski einhver sem efur verið drepinn á hrottalegan hátt, hvílir ekki í friði og þarf að hefna sín sem draugur? Hvað um þá sem fremja sjálfsmorð? Líta þeir niður frá Himnaríki (ef þeir hafa komsit til Himnaríki fyrir að eyða lífi sem Guð gaf þeim)og hugsa:”Oh, hvað ég sé eftir að hafa gert sjálfum/sjálfri mér þetta…ég hefði átt að vita að það er alltaf hægt að leysa málin til enda. Ég sé svo eftir þessu en nú er ekki aftur snúið."
Hvað um draugagang í húsum? Einhver hefur dáið á hræðilegan eða jafnvel venjulegan hátt, og sér allt sem gengur á í húsinu. Enginn sér hann en allir finna fyrir einhverjum óþægilegum reimleika. Er þá hinn látni svo sorgmæddur….t.d. ef mamman og pabbinn eru enn á lífi, yfir að geta ekki faðmað þau og óskað þess að sjá þau aftur? Hann reynir að faðma en fer bara alveg í gegnum fólk því hann er ósýnilegur. Mér myndi finnast það hræðilegur söknuður ef ég væri dáin, og gengi aftur í húsinu og væri að reyna að láta mömmu og pabba vita af mér og gæti ekki einu sinni faðmað þau eða fundið hlýju frá þeim.
Þetta hef ég oft hugsað út í og vil nú fá ykkar skoðun takk fyrir. Kannski hugsum við svipað út í þetta og kannski ekki. Gaman að sjá aðrar útgáfur ;)
kær kveðja, hokeypokey