Scientology : L. Ron Hubbard - Guð eða glæpamaður? Þessi grein er um L. Ron Hubbard stofnanda Vísindakrikjunar í greinaflokknum Scientology. Mæli með að þið lesið fyrri greinarnar fyrst, þ.e. Sagan af Xenu og Geimóperan.

“Ef maður vill virkilega öðlast milljónir dala, er besta leiðin er að stofna sitt eigin trúarbragð”
Þessi orð eru oft höfð eftir L. Ron Hubbard.
Vísindatrúar líta á hann sem guð og kalla hann í daglegu tali L. Ron eða bara Ron.
Hubbard vissi frá byrjun að hann yrði goðsöngog þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér.
Hann fæddist árið 1911 og sagðist hafa alist upp á búgarði afa síns í Montana í Bandaríkjunum. Hann sagðist hafa alist upp í kringum kúreka og jafnvel hafa orðið “blóðbróðir” Svarfóta-indíánana sem bjuggu þar á svæðinu.
En þetta eru allt lygar, hann ólst upp á venjulegu heimili hjá venjulegum bandarískum foreldrum.
Við lok seinni heimstyrjaldarinnar gekk faðir hans í bandaríska sjóherinn, fjölskylda hans fór oft í frí til hans í Guam í Kyrrahafinu.
Hann ferðaðist mikið um heiminn. Af mikilli ævintýraþrá fór hann í leiðangra í von um að finna falda fjársjóði og því um líkt í Karabíska-hafinu.
Seinna meir sagði hann mikið af sögum um ævintýri hans í Suður-Ameríku sem voru að mestu leiti skáldaðar, Cyril Vosper, einn af starfsfólki Hubbards segir “að hann þyrfti að minnsta kost að vera 483 árum eldri til að hafa tíma til að gera þetta allt”.
Á unglingsárunum skrifaði hann mikið af sögum í dagbækur sínar um allskyns ævintýri. Þegar Vísindatrúar fundu þessar bækur voru þeir vissir um að þessa sögur væru sannar, en margir bentu á að þetta væru aðeins sögur sem hann hefði skáldað upp þegar hann var barn.
Þegar hann var 22. ára giftist hann sinni fyrstu eiginkonu, Polly. Þau eignuðust mjög fljótt tvö börn og þá vantaði hann peninga til að framfleyta fjölskyldunni.
Hann fór að skirfa skáldsögur um ævintýri og fantasíur, síðar byrjaði hann að skrifa vísindaskálssögur og varð metsöluhöfundur.
En merkilegustu sögu hans sagði hann umboðsmanni sínum og hún var um hann sjálfan:
Hann dó á skurðarborði í aðgerð og sál hans reis upp og hann horði á sjálfan sig á skurðarborðinu. Hann hugsaði hvert við hvert færum úr þessu? Í fjarlægðinni sá hann skrautlegt hlið, honum þótti það áhugavert svo hann gekk að því og það oppnaðist sjálfkrafa, þá kom hann inn í einhvert hol og hinum megin á holinu sá hann allt sem nokkurn tímann hafði farið í gegnum huga hans og hann byrjaði að hugsa um margar helstu spurningar sem maðurinn hefur velt fyrir sér frá upphafi. Hvert förum við nú? Hver er tilgangur Guðs með okkur? Eru til fyrri líf og eru líf sem við eigum eftir að upplifa?
Eins og svampur sogaði hann inn svör við þessum spurningum. Þá heyrði hann rödd segja að hann væri ekki tilbúinn og það var eins og hann væri togaður aftur og allt í einu var hann kominn aftur á skurðarborðið. Hann hóf svo að skrifa um þetta og eftir tvo daga var hann kominn með handrit fyrir bókina Excalibur eða Svarta Sverði. Hann sagði við umboðsmann sinn að hver sem læsi það yrði annað hvort geðbilaður eða fremdi sjálfmorð.
Sá seinasti sem hann lét fá handritið var bókaútgefandi í New York og einn daginn fór hann á skrifstofu hans að gá að því hvernig honum litis á það. Útgefandinn kallaði á undirmann sinn sem las handritið, maðurinn gekk inn og henti blöðunum á borðið, síðan fleygði hann sér út um gluggan á skýjakjúfnum.
Hubbard sagði að sagan væri of hættuleg til að vera gefin út en 40 árum síðar fannst kassi með mörgum af sögum hans, þar á meðal Excalibur. Það voru tvær útgáfur og ein hálf kláruð.
Gerry Armstrong var húsvörður Hubbards á þessum tíma, hann las allar útgáfurnar og ekkert kom fyrir hann, en í þessum skjölum mátti lesa að Hubbard dó ekki á skurðarborðinu. Hann þurfti að láta fjarlægja tvær tennur og það var undir miklum áhrifum deyfilyfsins nítróoxæts sem hann fann upp á Excalibur.
Sem sagt, Excalibur var ímyndun undir áhrifum nítróoxæts og Vísindakirkjan er að mestuleiti byggð á því.
Hubbard segir að þegar hann hafi verið í bandaríska sjóhernum hafi hann getað læknað sig sjálfur. Hann blindaðist en læknaði það sjálfur, en stríðsskýslur sjóhersins sýna að hann hafi þjáðst af magasári og fleiri smávægilegum kvillum, en ekki blindu. Hann sagðist hafa læknað 11 aðra hermenn í hernum.
Hann kallaði þetta díanetík og taldi að þessi uppgötvun væri merkilegri en uppgötvun hjólsins.
Fyrsta manneskja heims sem náði stiginu “hreinn” var ungur stúdent. Hún var spurð allkyns spurninga á blaðamannafundi, s.s. hvað fékk hún sér í morgunmat 17. ágúst 1946 og fleira í þeim dúr. Hún mundi ekkert af því, en sem “hrein” hefði hún átt að muna þetta.
Þetta var mikið áfall fyrir Hubbard og var hann sakaður um svik og fjárkúgun.
Árið 1952 kom hann upp með nýja hugmynd, Scientology, Vísindatrú. Sama ár ákvað hann að gera trúna alþjóðalega, hann fór til London og þar fann hann nýjan hóp dyggra aðdáenda.
Þá byrjuðu hjólin að snúast. Hann opnaði fyrstu kirkjuna í Sussex í Bretlandi sama ár. Hún naut gríðarlegra vinsælda. Hann sagði nágrönum sínum að hann væri vísindamaður að rannsaka plöntur.
Fólk frá Bandaríkjunum og Bretlandi sótti mikið að kirkjunni.
Hubbard vildi búa til her Vísindatrúa út um allan heim, raunar vildi hann gera sitt eigið ríki, sem hafði sinn eigin gjaldmiðil, sín eigin vegabréf, sína eigin stjórn og yrði fyrst og fremst ríki Vísindatrúa, svo að hann hafði áfrom um það að breyta Bretlandi í það ríki. En þetta gekk ekki eftir, stjórnvöld grunuðu hann um græsku og margir unglingar og ungt fólk sem gekk til liðs við söfnuðinn hætti að hafa samskipti við fjölskyldu sína sem hafði vond áhrif á ímynd kirkjunnar.
Hann eyddi stærstum hluta ævi sinnar eftir það á sjó, á svæði þar sem stjórnvöld höfðu ekki leyfi til að hafa afskipti af honum og blöðin náðu ekki í hann. Með honum voru margir fylgismenn hans og þetta var orðin nokkurskonar sjóher Vísindakirkjunar, seinna skip sjóhersins var gríðar stórt og gat rúmað þúsundir manna.
Hann hafið nokkra lífverði alltaf við hlið sér, það voru aðallega ungar strúlkur, frá 13 ára og upp í 16. Þær gerðu bókstaflega allt fyrir hann, kveiktu í sígarettunum hans, háttuðu hann og svo framvegis, þær voru einnig einskonar boðberar hans, gáfu skipanir hans sem hann hafði sagt þeim að segja öllum og svo framvegis.
Svo gerðist það að hann féll í þunglyndi og tók það út á áhöfninni. Á tímabili var Vísindakirjan frekar orðin hersamtök frekar en trú. Öll ást og áherslan á hamingju hvarf úr Vísindatrúnni. Gott dæmi um það hvernig Hubbard breyttist í þunglyndi sínu úr skemmtilega manninum sem öllum líkaði við yfir í kaldan og grimman mann er þegar hann tók fjögrurra ára gamlan strák og læsti hann inn í járnkassa og lét hann dúsa þar í tvo daga en áhöfnin þorði ekki að gera neitt í því, enginn vildi andmæla leiðtoganum L. Ron Hubbard.
Einnig hafði hann strangar refsingar ef honum þótti einhverjir í áhöfninni ekki þess verður að vera Vísindatrúar var honum hent fyrir borð áður en honum var skilað í næstu höfn. Einnig eru dæmi um að fólk hafi verið bundið á höndum og fótum og jafnvel bundið fyrir augun á því þegar þeim var kastað fyrir borð.
En stóra spuringin sem margir velta fyrir sér er hvort Hubbard hafi sjálfur trúað kenningum sínum eða hvort hann hafi verið að féfletta fylgismenn sína?
Það veit í rauninni enginn en hann leit á sig sem guð og ef ekki guð þá mjög nálægt því.
Hann grunaði alla um græsku í hans garð, jafnvel þeir sem gerðu smávægileg mistök í kring um hann áleit hann að þeir væru að ráðast gegn honum.
Árið 1973 var Hubbard kærður fyrir svik af frönskum rétti, hann yfirgaf skipið í Marokkó og flúði í felur til New York. Þar skipulagði hann heraðgerðina Operation Snow-white sem átti að afmá allar þær vondu sögur sem gengu um Vísindakirjuna, þar sveifst hann einskis og fylgismenn hans áttu ekki að hika við að gera allt sem í valdi þeirra stóð til að berjast gegn óvinum hans.
Hann snéri aftur til skip síns á Kanaríeyjum og lenti þar í smávægilegu mótorhjólaslysi sem leiddi til þess að hann féll aftur í þunglyndi. Hann henti hlutum í fólk, öskraði á það og gekk berserksgang.
Hubbard stofnaði stóra kirkju í Flórída en flutti síðar til Kaliforníu til að leikstýra kvikmyndum byggðum á fyrrum vísindaskáldskap sínum, það tókst honum ekki svo að hann byrjaði að gera þjálfunarkvikmyndir fyrir Vísindakrikjuna.
Árið 1977 kom alríkislögregla Bandaríkjanna FBI upp um Operation Snow-white á meðan Hubbard var í Kaliforníu. Átta Vísindatrúar sem tóku þátt í henni voru dregnir fyrir rétt, þar á meðal eiginkona sjálfs L. Ron Hubbards fyrir að stela leyniskjölum stjórnvalda og hlera símtöl.
Eftir þetta sást Hubbard aldrei aftur opinberlega, hann bjó í leyni allt til ársins 1986 þar til hann lést, hár hans hafði ekki verið klippt allan þennann tíma og neglurnar langar og ógeðslegar. Hann varð ofsóknarbrjálaður og var hræddur við fólk.
En Vísindakrikjan sagði að hann hefði ákveðið að yfirgefa líkama sinn til að halda áfram rannsóknarvinnu annarsstaðar.


Ykkar álit, Guð eða glæpamaður?
Það er nefnilega það.