Þessar hugmyndir eru að mestu leiti skrifaðar út frá guð kristinna manna.
Ok, byrjum bara á byrjun.
Ég get sagt með ósvartri tungu að það sé ekkert í heiminum sem mögulega væri hægt að skilgreina sem guð. Eða yfirnáttúrulegt fyrirbæri ef því er að skipta. Þetta get ég fullyrt, rétt eins og hinn trúaði, sem situr gegnt mér, getur fullyrt um guðdómlega tilveru. Sönnunarbyrgðin liggur því ekki á mér, sem gagnrýndi fullyrðinguna, heldur hjá þeim sem heldur henni uppi án nokkurs stuðnings.
“Það sem hægt er að fullyrða án sannana
er einnig hægt að vísa á bug án sannana.”
- Christopher Hitchens
Ég er ekki að neita trú minni og krossleggja síðan fingur mína yfir því að guðinn minn muni ekki refsa mér fyrir efasemdir mínar. Því ég mun hvort eð er fá skammir í hattinn og fara til vítis og allt það frá öllum hinum guðunum. Ef guð kristinna manna er hinn eini sanni guð (eins og þeir segjast allir vera), af hverju er hann ekki að breiða út boðskapinn og leiðrétta villitrú t.d Hindúa (sbr. boðorð 1.) Ef ég vel vitlausann guð og dýrka hann, fer síðan til himna, fæ þetta frábæra eftirlíf af því að ég var hollur trú minni, hlýt ég á sama borð fara til helvítis allra hinna guðanna.
“Við erum öll trúlaus á flest trúarbrögð heims,
sum okkar fara bara einu trúarbragði lengra.”
- Richard Dawkins
Það er mannlegt, og einungis mannlegt að leitast eftir guði. Vegna sjálfsmeðvitundar okkar manna og þenkjandi hugar, leitumst við eftir því að skapa einhverskonar ímynd á heiminn í von um svör við spurningum sem eru ofar okkar skilningi. Trúarbrögð búa til bráðabyrgðalausn á vandamálum okkar. Ástæðan fyrir mismunandi trúarbrögðum og mismunandi útgáfum af þeim er einfaldlega sú, að við erum á víð og dreif um heiminn og trúin verður til útfrá mismunandi menningarsvæðum. En ef það væri satt, með það að einn/ein/eitt hafi skapað þennan heim, gefið honum tilgang, stjórnað og stjórnar enn, væri bara einn guð og eitt trúarbragð, einn tilgangur, ein lausn. Allir tryðu á það og enginn þyrfti að efast í svo sem eina sekúndu. En margir guðir bjóða upp á mörg trúarbrögð og margar útgáfur, margar lausnir og fjölbreyttan tilgang. Einnig býður það upp á ósætti, stríð, mismunun, tortryggni, óréttlæti og stuðlar að minni samkennd meðal manna.
Við(menn) sköpuðum einhverskonar guð til að reyna að komast í skilning um óskiljanlega hluti á jörðinni. Við vildum vita af hverju það rigndi bara stundum, af hverju uppskeran brást á mikilvægum tímapunkti, af hverju fólk fékk bannvæna, bráðsmitandi sjúkdóma og líka til að reyna finna tilgang okkar, réttlæti og siðferði. Í staðin fáum við óskiljanlegt samansafn rita sem má túlka eins og manni sýnist, bara af því að hún er viðmið. Ekki ætla ég að byggja líf mitt á grunsamlegri bók sem farið hefur í gegnum mestu spillingu vestrænnar menningar. Bók sem hver og einn má túlka á sinn hátt og nota bara valda kafla úr henni til að laga að sínu lífi. En með tilkomu vísinda hefur þörf okkar gagnvart guði snarlega minnkað. Nú vitum við af hverju veðrið stjórnast, við vitum af hverju fólk veikist og getum útskýrt mun fleiri náttúruleg undur sem áður var ekki hægt að skýra.
Að skilja við trú er ekkert annað en að draga hana frá augunum til þess að getað áttað sig á því að nú er hægt að gagnrýna hluti sem hvorki sjást né heyrast.
“Sá sem trúaður er
er sá sem vill ekki vita sannleikann.”
- Nietschze
Mannskepnan þurfti guð. Mannskepnan fann upp guð. Mannskepnan fann upp stafrófið og notfærði sér það til að skrifa niður þessar dásamlegu hugmyndir og úr því urðu trúarrit okkar. Sem nota bene eru mjög mörg og mjög ólík og eiga það til að stangast á við eigin gildi (ef ég miða við Biblíu kristinna manna). Mörg trúarbrögð eiga það sameiginlegt að boða þá hugmynd um framhaldslíf og afsönnun á dauðanum sem endalok. Þetta eru vanþakklátar hugsanir, sérstaklega gagnvart okkar frábæra fyrirbæri, náttúru. Að biðja og vonast eftir meira ein einu lífi er ekkert annað en vanþakklæti og hreinræktuð græðgi mannsins. Að finna tilgang lífs í alheimnum og vonir um næsta líf er ekkert annað en svar við hræðslu okkar flestra við dauðann. Því auðvitað eru allir smeikir við að; við séum hér í fullkomnu tilgangsleysi og að dauðinn séu endalokin.
Þess vegna er erfitt að benda á það af því að við getum ómögulega sætt okkur við þá niðurstöðu (hún er bara fáránleg!).
Furðulegt þykir mér líka að nokkur geti sagt með góðri samvisku að guð sé almáttugur, því, nei, það er hann ekki. Hann væri almáttugur ef hann gæti losað menn(hans mikilvægustu sköpun) við veikleika á borð við frekju, hroka, fíkn, öfund, græðgi, hatur og svo mætti lengi telja. Sumir segja mér að hann geri það allt svo við getum lært af því og getum í kjölfarið breytt rétt í lífi okkar. Það má vel vera, en að því leiti finnst mér guð ófyrirgefanlegur asni. Að hann sé bara að athuga forvitni okkar og tilhneigð til að falla í freistingar. Að hann hafi skapað manninn, sem hann segir að sé fullkomin lífvera, en er síðan ekkert fullkomin, leikur sér svo að okkur og lýgur jafnvel, lofar gulli og grænum skógum bara fyrir þá sem að hlýða honum og fara eftir 10 reglum sem HANN setur. (það kalla ég eitthvað annað en frelsi) Svo fer hann í besta feluleik í heimi við þá sem virkilega leita að honum og vilja finna hann. “Ósýnilegt og það að vera ekki til, lítur mjög svipað út.” ekki satt?
Að lokum velti ég fyrir mér hver tilgangurinn sé með því að halda í trúna við guð en ekki við jólasveininn. Það finnst mér fáránlegt!
Hvar dregur maður mörkin á blinda trú?
Tökum dæmi:
Trúaður maður tekur mig á tal og spyr mig hvort ég trúi á guð. Ég svara honum neitandi og segi honum í rólegheitunum að ekkert bendi til þess að slíkt geti reynst rétt. Ég spyr á móti hvort hann trúi á jólasveininn. Hann segir nei hátt og snjallt og hlær stoltum hlátri að ódýrri spurningu sem þessari. En jú auðvitað gerði ég það þegar ég var 10 ára, og hlær aðeins meira.
Ég horfi á hann og segi: Ég trúði á guð þegar ég var 10 ára og meira að segja bæði guð og jólasveininn. Hann hættir að hlæja og segir mér svo að mamma hans og pabbi sögðu honum bara sannleikann; um að þau höfðu sko leikið jólasveininn.
Já, væri ekki frábært ef mamma og pabbi myndu koma til þín einn daginn og segja þér hvernig þau bjuggu til heiminn á 7 dögum og eru hér til að dæma lifendur og dauða. Væri ekki frábært ef það væri einn alheims jólasveinn.
Guð blessi trúleysið