Ég sá það í þætti með nýjasta tækni og vísindi að einhverjir háskólaprófessorar væru búnir að sanna það að Draumar hefðu gjörsamlega enga meiningu. Draumarnir eru víst bara brot úr minningum dreymandans sem er sett saman í einn allsherjar hrærigraut og úr því verður draumur. Samkvæmt þessum rannsóknum þá er semsagt erfitt(ómögulegt(órökrétt)) að spá í framtíðina með myndbrotum sem aðeins eiga sér stað í fortíðinni, finnst ykkur ekki? Draumarnir áttu sér meira segja stað á þeim tíma svefnsins sem líkaminn þarfnaðist minnst!
En síðan hvenær hafa dulvísindi verið um rök?
Vonandi verður ekkert drullað yfir mig út af þessu, því það voru prófessorarnir sem sönnuðu þetta, ekki minns.
“Don't shoot the messenger!”
- Kiddó