Í gamla daga (og sumir enn) trúa/ðu menn á æsina.
Ásarnir voru miklir bardagamenn og leiðin upp í Ásgarð var um regnbogann og leiðin heitir Bifröst.
Æðstu guðirnir eru Óðinn eða Þór en heiðnir menn eru sjálfráðir um hvor er tignaður meira
Nokkur goð:
Óðinn á heima í Valhöll hann á tvo hrafna sem heita Huginn og Muninn en þeir veittu honum visku, hann á líka hest sem heitir Sleipnir og hann er með átta fætur.
Konan hans heitir Frigg og hún sér fyrir um framtíð manna.
Óðinn gerir mikið af því að safna sér visku til að fá visku úr mímisbrunni fórnaði hann auganu. Hann fer oft til spákonu til að vita og líka til að fylgjast með hvað er að gerast niður á jörðu en hann verður aldrei alvitur þó hann fái að vita margt.
En hann er líka galdramaður.
Hann á hringinn Draupni og af honum djúpa átta hringir á níundu hverri nóttu, jafn þungir og göfgir.
Hann á tré sem hann lærir á eða við og þar lærði hann fimbulljóðin níu sem eru galdraljóð sem eru galdraljóð og þeim fylgir mikill máttur.
Einnig á hann sæti sem heitir Hliðskjálf og þegar hann sest í það þá sér hann um allann heim eða bara allt.
Oft í stríði þegar dýrkun Óðins var með í fararbroddi þá var siður að gefa honum óvini sína sem einhverskonar helgiathöfn til hans. En honum voru samt færðar reglulega mannfórnir.
Þór er sonur Óðins og jarðar.
Hann ræður yfir loftinum, þrumum, eldingum, vindum, regni og gróðri.
Hann er líka frjósemisguð. Hann er mikill drykkju og matmaður og með mikið rautt hár og skegg.
Hann á líka konu sem heitir Sif með henni á þór soninn Móða og dótturina Þrúði. En Sif á son sem heitir Ullur og hann er stjúpsonur Þórs.
Þór eignast einnig son sem er nefndur Magni með tröllkonunni Járnöxu.
Þór á ríki sem heita Þrúðvangar og höll sem heitir Bilskirnir. Í þeim sal eru fimmhundruð gólfa og fjörutíu.
Þór á líka þjónustufólk, sem eru bændabörnin Þjálfi og Röskva.
Þór á tvo hafra sem heita Tanngnjóstur og Tanngristni, þá er hægt að éta Þór endurlífagði þá aftur hann á líka vagn sem hann ekur um en hafrarnir draga vagninn því er hann kallaður Ökuþór og Hafradrottinn.
Hann á líka Hamar sem heitir Mjölnir og ef Hrímþursar og Bergrisar á ef Þór tekur hann upp og eingum þykir það undarlegt.
Hann hefur lamið marga hausa á frændum eða feðrum þeirra.
Baldur er sonur Óðins og Friggjar, hann á konu sem heitir Nanna Nepsdóttir þau eiga son sem heitir Forseti, Baldur bjó í Breiðabliki (á himnum) hann var mjög góður,
Baldur er drepinn af Höfði hinum Blinda
Bragi Skáldskaparguð, hann er frekar vitur og mestur í málsnilld og orðfimi og hann er skáld. Hann á konu sem heitir Iðunn
Freyr er sonur Njarðar, hann ræður yfir regni og sólskini og gróðri jarðar.
Hann er ástfanginn af Gerði sem er jötunmey og fær hana að lokum.
Freyr á skipið Skíðblaðni og gölturinn Gullinbursti dregur vagn hans.
Heimdallur telst ásaættar og faðir alls mannkyns.
Mæður hans eru meyjar 9 og allar systur af jötnaættum.
Hann er vörður goðana og Bifrastar og blæs í lúðurinn sinn, Gjallarahorn í upphafi ragnaraka til að vara hin goðin við.
Hesturinn hans heitir Gulltoppur og húsið hans er Himinbjörg sem er við brúna Bifröst.
Týr er himin, stríðs og þinggoð en það eru ekki til miklar heimildir um hann í goðafræðinni.
Nokkrar Ásynjur
Eir er sögð vera mikill læknir, og er læknagiðja goðana
Freyja er gyðja ástar og frjósemi, maður hennar heitir Óður og dætur hennar heita Hnoss og Gersemi
Frigg Höfðugyðja ásatrúar, kona Óðins, hún veit öll örlög
Iðunn kona Braga, hún geymir í veskinu sínu öll þau gullnu epli sem goðin eiga að bíta í þegar þau eldast og þá verða þau ung aftur
Vör hún er svo vitur að hana má eingu leyna.
Heimildir:
www.asatru.is
Pink is not just a color, It's a lifestyle