Draumar hafa alltaf skipt mig miklu máli og fátt sem mér þykir sekemmtilegra en að ræða og ráða drauma.
Persónulega tek ég bara mark á draumum sem mér dreymir “sterkt” ef þið skiljið hvað ég meina.
Minn uppáhalds draum upplifði ég mjög sterkt og ég tel hann hafa mikla merkingu.
Ég var stödd á fenjasvæði um nótt og allstaðar í kring voru ýlfur í úlfum, þeir voru að leita af mér og ég reyndi örvæntingarfull að finna felustað, allt í einu voru þeir allt í kring og ég stóð graf kyrr upp við kletta, þeir sáu mig ekki og skokkuðu einn og einn framm hjá mér úr öllum áttum.
Eftir skamma stund leiðir mig einhver inní helli þarna í klettinum.
Í hellinum er varðeldur og við stjumst við hann, maðurinn ver klæddur eins og hellisbúi, sem hann ver víst, en þetta var Jesú, hann byrjaði að kenna mér að biðja á táknmáli, þann gekk draumurinn í langan tíma meðan úlfarnir ýlfruðu fyrir utan að leita af mér.
Mig dreymdi þennan draum fyrir um svona 2 árum, á þeim tíma var líf mitt í rústi og ég var hrædd um að ég væri að missa það. Stuttu eftir þetta átti ég afmæli og bauð vínkonu minn sem ég hafði ekki séð lengi, við byrjuðum að hafa samband aftur en hún var eingan vegin sama manneskjan.
Hún var bara allt önnur. Hún var víst kominn í Al-Anon, hvað sem það var.
Hún stingur upp á því að ég kíkji líka á fund, og hreinlega var ég svo uppgefin að ég bara já, hvað getur svo sem versnað. Ég fór á þennan fund gjörsamlega niður brotin og grenjaði fyrir framan fullt af ókunnugu fólk.
Ég ætlaði aldrei að fara á svona aftur, en einhvað var breytt, mér leið betur, svo ég fór aftur, svo aftur og aftur.
Hálfu ári seinna datt mér í hug að kanski væri komin tími til að prufa þessi spor sem allir voru að tala um, ég gerði það og líf mitt hefur aldrei verið samt, og já ég bið kvölds og morgna og stunda hugleiðslu daglega.
Annar draumur sem mig dreymdi fyrir löngu er enn ristur í minni mér og mig í raum kvíður fyrir merkingu hans.
Ég var stödd í skartgripabúð, fólk var að afhenda mér heilu bakkana fulla af skartgripum, ég valdi tvo hringi, annar var úr silfri með mynd af sól og allskonar “töframekjum” hinn var úr hvítagulli í laginu eins og kóróna með bláum steini.
Ég átti mjög erftit með að velja á milli þeirra því ég vildi báða jafn mikið, að lokum valdi ég hvítagull hringinn.
Draumurinn er fyrir biðlum og einn daginn mun ég standa frammi fyrir vali. Mig hlakkar ekki til :P
Þetta eru draumarnir sem ég hef upplifað hvað mest, endilega deilið ykkar og dreymi ykkur vel.