Hugleiðsla er soldið flókið hugtak til að taka á, þá aðalega vegna þess hversu vítt það er, það er heiti yfir mörg þúsundi æfinga og er það notað í yfir 10 trúarbrögðum, Hindúsima, Búddhisma, Bahá'í Trú, Kristni, Islam, Jainism, Judaism, Sikhism, Taoism, Thelema og fleirum.
Hér ætla ég að nota módelið úr Buddhismanum til að útskíra hugleiðslu.
Hugleiðsla eins og hún hefur staðið í gegnum tímans tönn er tvískipt, “concentration practice” og “insight practice” eða einbeitingaræfing og innsýnisæfing, hvorugt sníst um slökun..
Einbeitingaræfingar eru hreinlega ekki flóknari en það að þú einbeitir þér bara að frekar stöðugum hlut (sjónvarpsþáttur virkar ekki), t.d. horfa á púnkt á vegg eða einbeita sér að andardrættinum, getur gert þær allt frá 10 mínótum upp í 15 klukkutíma á dag eða meira.
Þær fara með þig í gegnum stig sem kallast (í pali) jhannas, í þessum stigum upplifir þú breytt ástand vitundar, t.d. alsælu sem getur verið fínt ef heimurinn er ekki að fullnægja ánægjuþörfum þínu, þó alsæla er ekki beint pointið með þeim, ætla ekki að fara neitt nánar út í stigin en hægt er að lesa um þau frá blaðsíðu 123 til 131 í eBókini Mastering The Core Teachings of The Buddha (PDF).
Einbeitingaræfingar leiða ekki beint til uppljómunar eða upplifunini af eingu-sjálfi/sanna-sjálfi en þarf maður allavega að ná firsta jhanna til að geta byrjað innsýnisæfingar sem leiða beint til uppljómunar.
Fyrir þá sem hafa áhuga á siddhis, stundum kallað “occult powers” eða “physic powers” þá eru einbeitingaræfingar nauðsinnlegur grunnur, þessir kraftar koma stundum sjálfkrafa eftir maður hefur náð fjórða jhanna en einnig eru til leiðbeiningar hvernig maður getur þróað þá, hinsvegar þá segja flestir sem eru vel að sér í þessum málum, einnig Buddha sjálfur, að þessir kraftar geta verið “truflandi”, þar að segja þeir eru first og fremst merki um breytingu í vitundini þinni, að gefa þeim of mikil lof getur stoppað þig í sporunum og hætt að pæla í uppljómun.
Einbeitingaræfingar hafa einnig fleiri kosti, oft er notuð líkingin að hugurinn er eins og stormur með einga sérstaka stöðuga miðju, hann er út um allt, áhrifin þín dreifast út í allskonar hluti og þar með lítið á hvern, einbeitingaræfingar hinsvegar draga alla atiglina á einn púnkt og þú byrjar að þróa stöðuga miðju á stormnum. Þú verður ákveðnari, skírari, allar tilfinningar aukast, allir hæfileikar verða betri, og ef þú ert nú þegar mjög góður í eitthverju þá fer það fljótlega upp í “ofurmannlegt”, hinsvegar þá þjálfa allir einbeitingu, en aðeins í takmörkuðum sviðum í lífi sínu, einbeitingaræfingar þjálfa einbeitinguna frá grunni þannig þú getur tekið hana í hvaða aðstæður sem er.
Eins og ég sagði áðan þá þarf maður að ná fyrsta jhanna áður en maður getur byrjað á innsýnisæfingum og þær leiða til uppljómunar (ekkert-sjálf/sanna-sjálf), innsýnisæfingar eru svipaðar að því leiti að þú ert að einbeita þér að eitthverjum upplifunum en það sem þú gerir er að þú reynir að taka eftir þrem þáttum í öllum upplifunum, “impermanence”, “suffering” og “no-self” eða “óstöðugleiki”, þjáning og ekkert-sjálf, þetta leiðir til allskins skilnings á raunveruleikanum og að lokum uppljómun.
Tilhvers er hugleiðsla? Mismunandi eftir fólki, siddhis, alsæla, uppljómun og fleira.