Þegar ég meina skilgreina Guð, þá hvernig sérð þú Guð fyrir þér. Jú það er hægt að skilgreina Guð, prestur hefur meirisega sagt þetta við mig “hvernig skilgreinir þú Guð?” væri líka hægt að segja, hvernig sérð þú Guð fyrir þér. En já kemur málinu ekkert mikið við.
Jú, það kemur nefninglega málinu við.
Hugtakið guð er svo illa skilgreint og eins og þú segir getur hver sem er búið til sína eigin útgáfu þannig erfitt er að afsanna tilvist hans.
Ef ég skilgreini eplið mitt sem guð þá hef ég sannað tilvist hans. Þ.e.a.s. ef ég sanna tilvist eplisins.
Svarið er að finna í trú. Öll þau trúarbrögð sem ég hef lært eitthvað um byrja að útskýra sköpun heimsins. Þótt að Miklihvellur sé virtasta kenninginn í vísindaheiminum núna er hún ekkert endilega sönn. Held líka að Miklikvellur sé bara kenning og er ekkert sönnuð.
Smá útidúr. Hvað gerðist áður en öll efni heimsins voru öll á sama stað? Hver byrjaði þetta? Eða er þetta eins og heimspekingar sumir segja, þetta er hringur sem á ekkert upphaf né endi.
Og eitt hér með nátturlega skýringu. Hver er nátturulega skýringinn á lífi? Hvað gerðist þannig að frumur mynduðust og varð líf. Engum líffræðingum hefur náð að kveikja líf úr dauðum hlutum eða frumefnum. Byrjaði Guð það? Eða eiga líffræðingar bara eftir að fatta það?
Svarið er ekki að finna í trú. Það er sköpunarkenning í hverri trú, það er rétt. En er einhver af þeim sönn? Nei. Þannig svarið er ekki falið í trú og þú veist það.
Auðvitað er Miklihvellur kenning. Hef ég einhvern tíman kallað Miklahvell svarið? Ég viðurkenni að ég veit ekki upphafið. Enginn veit upphafið, ef það var eitthvað upphaf.
Hver vísindamaður viðurkennir það. Það þýðir ekki að skáldað svar sé alveg jafn gott og vísindakenningar.
Þó svo að miklihvellur sé líklega ekki réttur í heild sinni, þá er hann besta svar sem við höfum náð hingað til. Auðvitað er hún ekki sönnuð. Eðlisfræði snýst ekki um að sanna hluti. Það er á móti vísindum. Vísinda hafa aldrei sannað neitt. Það er ekki til neitt í heiminum sem telst sannað, ekki falla í þessa creationista gryfju.
Ég veit ekki upphafið eins og ég sagði. Kannski voru þessi efni þarna að eilífu. Ef guð getur verið eilífur þá gætu efnin alveg hafa verið þarna óendanlega lengi.
Það eru tvær niðurstöður mögulegar og það er hægt að væla yfir þeim báðum
Annað hvort er heimurinn óendanlegur í tíma og rúmi og því fara allir að væla yfir óendanleikanum
Eða þá er hann endanlegur og þá fer fólk að væla yfir því: en hvað var þá á undan?
Við lendum alltaf annað hvort með allt eða ekkert.
Ég VEIT ekki svarið. Það veit það enginn. Sérstaklega ekki trú.
Vísindamönnum hefur ekki tekist að búa til líf. Þeim hefur hins vegar tekist að búa til lífræn efni úr ólífrænum í umhverfi sem er líkt því á jörðinni fyrir 3 milljörðum ára. Meðal þessara efna var ríbósi sem er ein af uppistöðum í RNA sem talið er að hafi verið fyrsta erfðaefnið.
Þó svo að við höfum ekki enn fundið svarið, þá er ekkert svar að skella bara guð í svarreitinn. Leysir engan vanda og hjálpar okkur ekkert að skilja heiminn.
Eðlisfræði, jarðfræði eru vísindagreinar sem útskýra t.d. eðli hluta og hreyfingu og allt það kjaftæði. Jarðfræði fjallar um eldfjöll, myndun bergs, jarðskjálfta og margt fleira. Hvernig í fjandanum afsannar þetta Guð?
Þetta afsannar guð biblíunnar.
Og áður en þú nærð að svara þá já… ég reikna með guði biblíunnar vegna þess sem ég sagði efst í svarinu og ég geri mér grein fyrir því að þetta afsannar hann ekki vegna þess að það er ekki hægt að sanna eða afsanna neitt. EKKI NEITT.
Þannig hættu að tala um að sanna eitthvað, ljótur ávani. líkurnar eru hins vegar óendanlega litlar.
Þótt að fólk sem var uppi á þeim tíma þegar Biblían var skrifuð vissi ekki betur og var að rökræða hvort jörðinn væri kringlótt eða ekki og einn vitleysingurinn sem skrifaði í Biblíuna að jörðinn hafi verið kringlótt.
Og fyrst við vitum þetta minnkar það enn líkurnar á guði. Varst þú ekki annars að biðja Faust um líkur guðs?
Ef maður trúir hverju einasta orði í sögunni um Adam og Evu og þau eignuðust tvo syni, síðan deyr einn sonurinn. Fer þá hinn að heiman og eignast fullt af börnum. Þetta er enganveginn rökrétt og make-ar þannig séð ekkert sens. En fólk segir núna að þessi saga sé aðeins ljóðræn útskýring á upphafi mannsins.
No shit.
sem minnkar enn þá líkurnar á guði og þess vegna er skilgreining hans alltaf að breytast. Hann nær alltaf yfir það sem við vitum ekki. Síðan þegar við föttum að það sé rangt hvernig guð gerði hlutina þá allt í einu á hann ekki að hafa gert þá en samt alla hina sem við vitum enn ekki svarið við. Engin logic í því.
Kenningar um uppruna tungumála. Kenningar segiru. Kenningar eru ekki sannanir þannig þær geta ekki afsannað neitt. Samt geta tungumál alveg þróast þvers og kruss og það tengist ekkert Guði.
ENDA ER EKKERT HÆGT AÐ SANNA. Kenningar er það fallegasta í þessum heimi. auðvitað geta tungumál þróast þvers og kruss eins og þú segir (Sannaðu það!) en ekki ef guð er til. Hann á að hafa búið öll tungumál heimsins til eftir turninn í Babel.
Finnst bara boðskapur Biblíunar þess virði að pæla í honum og spekulera aðeins í þessu, sérstaklega eftir þegar einhvern kemur með svona greinar sem reynir að afsanna Guð og segir að þetta sé bara “bull”.
og ég skrifa einmitt greinar til þess að telja fólki trú um að það sé ekki þess virði að pæla í bronsaldarhugmyndum um uppruna þessa og hinna hluta í heiminum sem eru löngu úreltar og siðferði sem segir okkur að taka homma af lífi og brenna mann sem fer í trekant með konu og dóttur og þau með honum.
Nei als ekki, öfgatrúarmenn taka öllu bókstaflega, lifa lífinu algjörlega eftir einhverri bók.
Þeir sem drepa einhver og segir að þetta var Guðs vilji er annahvort geðveikur eða öfgatrúarmaður og eitthvað insaine.
insane=geðveikur
En af hverju kallaru þá samt ÖFGAtrúar? Þeir eru bara að gera það sem guð segir. Er það ekki bara hreint og beint trúar án öfga.
ég mæli með því að við hættum að kalla þetta trú og öfga trú og tökum upp teprutrú og venjuleg trú.
Er bara reyna segja þér að þú getur ekki afsannað trú, eða allavegana ekki með þessum rökum þínum. Ert síðan nokkurnveginn að segja fólki að opna augun, Guð er ekki til. Afhverju? maður þarf að virða skoðanir náungans og það er alveg hrikalegt þegar fólk fer að troða ofaní aðra um trú eða trúarleysi.
Enda reyndi ég aldrei að afsanna trú. Bara að trú á guð er ALVEG eins og trú á jólasveininn í eðli sínu. Síðan má fólk túlka það eins og það vill.
Ég virði ekki skoðanir náungans. Mér finnst það ljót rökvilla. Eigum við að virða skoðanir hryðjuverkamanna, nauðgara, barnaníðinga og siðblindra?
Ég er ekki að troða mínum skoðunum í einn eða neinn. ótrúlegt hvað fólk kýs að misskilja hluti til að halda sig innan ramma pólitískrar rétthugsunar. Ef einhver gagnrýnir eitthvað þá er hann orðinn rasisti og ef hann gagnrýnir trú þá er hann orðinn trúboði trúleysis.
Ég er einfaldlega að deila mínum skoðunum og færa rök fyrir þeim. Eitthvað sem fólk (ekki þú) virðist ekki geta tamið sér.
Ég veit að þú munt ekkert breyta um skoðun og munt örugglega áfram að halda áfram að gera korka og greinar um hversu fólk er blindt að trúa á Guð og hugsi ekki rökrétt og ekki skynsamlega. Er þitt þá það skynsamlega?
Ég tel skynsamlegt að vera var um sig og trúa ekki hverju sem er. Þá er að mínu mati heilbrigðast og skynsamlegast að elta sönnunargögnin. Það er einfaldlega mín skoðun og ég færði rök fyrir henni.
Einhvern vegin grunar mig að í raun séu flestir sammála því. Hins vegar eru ekki margir tilbúnir að hafna þeirri litlu barnatrú sem þeir eiga eftir. Ég vona að mín skrif geti ýtt þeim aðeins fram af brúninni.
Ég styð Biblíuna á einum hlut. Elskaðu föður þína og móður. Þú skalt ekki stela og þú skalt ekki morð fremja. Ekki girnast náungan og komdu fram við náungan eins og þú vilt að náunginn komi fram við þig. Þetta er hinn eini og sanni boðskapur Biblíunar að mínu mati.
Eiga krakkar sem verða fyrir líkamlegu-/kynferðislegu-/andlegu ofbeldi af foreldrum sínum að elska þau? Börn sem eru seld í þrældóm? börn sem eru vanhirt og hötuð? Eiga foreldrar þeirra ást skilið?
Er ekki rétt að stela? Stuldur er nú það sem drífur íslenska velferðakerfið áfram, þ.e.a.s. skattar.
Á ég ekki að grinast náungann? Ég geri það bara víst. Ég er heilbrigður karlmaður með kynhvöt og ég ætla ekki að fylla mig af sektarkennd fyrir það. Það er óásættanlegt þegar trú reynir að troða sektarkennd yfir á meðlimi sína vegna tilfinninga sem eru þeim eðlislægar.
Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra er eldgamalt siðferðisboðorð og kemur kristni ekkert sérstaklega við. Það er til í flestum menningar heimum?
En eigum við að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur? Það geri ég ekki. Ég geri mér grein fyrir því að fólk hefur mismunandi smekk.