Hvað finnst þér vera Guðdómleiki?
Ég tel, eins og í svo mörgu öðru, að þetta sé persónu- og hópbundin trú.
Í raun er ekkert guðdómlegt en um leið er líka allt guðdómlegt.
Ef þú hefur nýfengið góða vinnu og ert alsæll með þitt þá finnst þér kannski lítill fugl á grein guðdómlegur. Sért þú á kafi í rugli og veseni sérðu eflaust engan guðdómleiki, aðeins eymd og angist.
Hvað er svo dýrðlingur?
Blessuð kathólska kirkjan er yfirfull af líkneskjum og perónugerfingum ýmsra dyggða.
“Biðja skaltu einn guð” segja þeir en fylla kirjur sínar af líkneskjum undir-guða.
Það sem er að “bögga” mannkynið í þessum málum, að mínu mati, er að hugmyndir okkar lifa áfram en afkomendur okkar muna ekki smáatriðin og rugla boðskapnum.
Það kæmi mér ekki á óvart að Jesú kallinn (sem ég tel að hafi verið til) hafi verið góður gæji sem ákvað að benda fólki á betri leið til að lifa lífinu. Aðstæður í heimalandi hans á þeim tíma leiddu svo til þess að fólk tók eftir hans orðum og “volla” …..við miðum tímatal okkar við hann og höfum drepið heilan helling af “trúleysingjum” í hans nafni.
Guð ert þú, þú ert guð!
Ég mæli með því að þú hendir þessari spurningu inná www.visindavefur.hi.is Þeir eru þegar búnir að svara álíka spurningum þar og ættu ekki að eiga í vandræðum með að henda einhverju fram……..þ-e ef þú ert á höttunum eftir fræðimannasvari :-)
www.facebook.com/teikningi