Varðandi spádóma þá vil ég segja það að ég get sett fram rök, í fjórum hlutum, fyrir því að spádómar geta aðeins leit af sér óhamingju. Búum til dæmi þar sem spámaður spáir fyrir einhverjum. Byrjum á að setja fram tvær fullyrðingar önnur er að hann sé sannspár hin er að hann sé falsspámaður. Skiptum svo báðum tilfellunum upp þannig að í öðru þeirra spáir hann velgengni en í hinu hrakförum. Skoðum nú niðurstöðuna úr öllum tilfellunum fjórum:
Sannspá um velgengni
Hér eyðilegur spáin ánægjuna af óvæntri velgengi því að sá sem spáð var fyrir hefur nú fengið nasa þef af henni og væntir hennar.
Falsspá um velgengni
Hér gefur spámaðurinn falskar vonir um velgengi sem veldur þeim sem spáð var fyrir vonbrigðum þegar ekki rætist úr spánni.
Sannspá um hrakfarir
Hér eykur spáin á erfiðleika hrakfaranna með því að valda óþarflega auknum áhyggjum þar til að hrakfarirnar skella á. Ef ekki hefði verið fyrir spánna hefði sársaukinn og áhyggjurnar varað skemur og verið minni en ella.
Falsspá um hrakfarir
Hér veldur spáin óþarflegum áhyggjum af hrakförum sem aldrei verða eins og spáð var.
Þó að þessi dökka mynd sé dregin upp að spádómum hef ég ekkert á móti því að nota Tarot spil eða aðrar aðferðir sér og öðrum til dægrastyttingar með spádómum sér til gamans. Þetta er eingöngu sett fram til gamans og hægt færi að færa rök fyrir hinu gagnstæði ef vilji er fyrir því.
Tarot spil er hinsvegar hægt að nota sér til vísbendingar og ráðleggingar þar sem litið er á þau sem lifandi einingar af guðdóminum.
Minni á fyrirlestur um Tarot spil laugardaginn 19. maí kl. 20:00. Verð 500 kr. Frekari upplýsingar á www.magia.is.