Ókei mig dreymdi mjög spes draum í nótt og vildi athuga hvort einhver gæti ráðið eitthvað úr honum. Ég skrifa aldrei drauma niður eða neitt en þessi var svo óvenjulega skýr þegar ég vaknaði og ég hef sjaldan munað jafn vel og skýrt eftir draumi.
En það sem ég man fyrst eftir er að ég var á tónleikum þar sem jafnaldrar mínir voru að spila en einhverra hluta vegna þá hættu þau að spila og fóru í burtu, veit ekki hvað gerðist en gæti verið að þeir hafi verið púaðir niður (ef það skiptir einhverju þá var ég á tónleikum þar sem jafnaldrar mínir voru að spila fyrir sirka mánuði en þau voru ekki púuð niður og þetta voru ekki sömu krakkar). En ókei, fyrst þau voru farin og ekkert að gerast þá ákvað ég bara að taka einn gítarinn sem þeir skildu eftir á sviðinu og fara eitthvað að leika mér að spila á hann bara. Þá alltíeinu var ég kominn í skólann minn og var þar í sófa með gítarinn að spila. Voru 2 aðrir strákar þarna sem eru í sama árgangi og ég eitthvað að hlusta á mig spila. Þá kemur stelpa inn sem ég þekki ágætlega (hún var btw á þessum tónleikum í real life, ekki í draumnum) og gengur að mér, stoppar smá en kyssir mig síðan. Mér bregður auðvitað en þetta kemur mér svona skemmtilega á óvart (var sagt upp í lok ársins 2006 og hefur þetta ár verið oft erfitt fyrir mig svo mér fannst það koma skemmtilega á óvart að hún skyldi kyssa mig og bætti það sjálfstraustið mikið í draumnum og þannig). Svo voru ég og hún eitthvað að kyssast áfram í skólanum og eitthvað, en hún er ekki einusinni í sama skóla og ég.
Svo var einhver bekkjarferð eða eitthvað að skoða eitthvað stórt og merkilegt skip en ég man ekki mikið úr þessum hluta, en einhverra hluta vegna var stelpan sem kyssti mig þarna með líka, sem er eins og ég sagði áðan, ekki einu sinni í mínum skóla..
Svo man ég ekki alveg framhaldið þar en svo alltíeinu var ég staddur í einhverju húsi og átti einhverra hluta vegna að vera sofandi. En þarna frammi var fólk sem ég þekki ekki mikið en veit svona hverjir það eru, voru eitthvað að tala og það var til dæmis það að ég hefði komið þarna í þyrlu seint kvöldið áður og var lagður beint þarna inn í rúmið til að hvíla mig (veit ekki hvort ég var meðvitundarlaus í draumnum en man allavega ekki þegar ég var í þyrlunni á leiðinni þangað) og eitthvað þannig en fólkið fór fljótt eftir að ég vaknaði og ég hlustaði á það tala, vissu samt ekki af mér vakandi. Þegar þau voru farin nennti ég ekki að sofa lengur svo ég fór fram. Fór svo út á svalirnar þarna og þar við hliðina voru svalirnar í húsinu við hliðina og svalirnar voru svona hlið við hlið þannig að maður gat auðveldlega farið yfir á hinar. En á endanum á hinum svölunum var einhver strákur sem ég hef aldrei séð áður eitthvað að brasa við eitthvað dót, ég labba að honum og þá er kallað í hann innan úr hinu húsinu og hann hleypur inn. Þá heyri ég eitthvað hljóð koma úr dótinu sem strákurinn var með, og ég hleyp eins hratt og ég get inn aftur og loka hurðinni. Hefði ekki mátt vera seinni því þá springur dótið sem strákurinn var með og það var engin smá sprenging. Ég fann svo út að það hefði verið reynt að drepa mig í þessari sprenginu og eitthvað.
Þá kemur út á hinar svalirnar einhver maður sem ég hef aldrei séð, með fullt af litlum sprengjum sem hann kastar að húsinu mínu og reynir að hitta inn. Þetta voru bara eins og handsprengjur en voru miklu kraftmeiri þegar þær sprungu en handsprengjur eiga að vera.
Hann hitti einhverjum inn svo húsið stóð alltíeinu í ljósum logum og alveg að hrynja, öll efri hæðin var hrunin nema akkurat þar sem ég stóð við svalahurðina. Þegar ég fann svo að gólfið væri að fara að brotna undan mér þá sé ég alltíeinu þyrluna sem ég kom í og hún var fyrir utan húsið og flaug svipað hátt og hæðin í húsinu sem ég var í. Ég næ einhvernveginn að stökkva útum stórt gat á einum veggnum eftir sprengingarnar, og næ að grípa í þyrluna, eða þarna lendingarbúnaðinn neðst á þyrlunni. Þá koma uppúr þurru 3 grímuklæddir menn í fallhlífum og reyna að ná mér en þyrlan er farin af stað til jarðar. Þyrlan lendir aðeins á undan mönnunum í fallhlífunum og þegar þeir lenda þá flækjast þeir einhvernveginn í fallhlífinni svo ég og þeir sem voru á þyrlunni náðum að yfirbuga þá og þá alltíeinu kom löggan og fór með gaurana.
En þá hrekk ég upp 5 mínútum áður en vekjaraklukkan mín átti að hringja, sem hefur bara aldrei gerst áður og finnst það svolítið skrítið að það gerðist heh heh.
En mér fannst þetta mjög skrítinn draumur og eins og ég segi, hef sjaldan munað svona skýrt eftir draumi þegar ég vakna svo ef einhver hefur nennt að lesa þetta og jafnvel getur ráðið eitthvað í þetta þá væri það mjög vel þegið :)