Af gefnu tilefni
Í þessari grein er það ekki ætlun mín að sanna fyrir mér, ykkur eða nokkrum öðrum að magía, galdur, guð, englar, djöflar, hinn andlegi eða magíski veruleiki sé til eða raunverulegur. Það er eitthvað sem hver einn gerir fyrir sig með því að prófa eða kanna hinn magíska veruleika með tilraunum og verklegum æfingum. Ekkert er hægt að segja til að sannfæri nokkurn um gildi þessa. Eina leiðin til að finna út hvort magía virkar og sé raunveruleg er að uppifa hana og reyna. Þá bæði með mistökum og velgengni. En ef maður fer aldrei af stað og prófar sig áfram þá gerist aldrei nokkur hlutur.
Hvað er galdur
Fyrsta spurningin sem verður að athuga í upphafi þessara fyrirlestraraðar er hvað er galdur eða magía eins og ég kís að kalla fyrirbærið. Þetta er mjög erfið spurning og getur haft mörg svör. Vissir hópar gætu sagt að magía væri komin frá satan og væri andstyggilegt guðlast. Aðrir gætu sagt að magía væri aðferð til að fá allt það sem manni langaði í. Þetta er allt háð því hvaða heimsmynd og lífshugmyndir maður hefur. Lítum aðeins á nokkrar skilgreiningar á magíu:
• Magía er lífsstíll sem höfðar til mín og hjálpar mér að nálgast Guð.
• Magía er listin að valda breytingum sem staðfesta (sanna) vilja minn.
• Magía er hróp sálarinnar til alheimsins til að koma vilja sínum á framfæri.
• Magía er einstaklingstrúarbrögð sem gefa milliliðalaust samband við guðdóminn.
• Magía er hæsta, fullkomnasta og helgasta grein náttúruvísindanna.
• Allt lífið og tilveran er einn alsherjar galdur.
Sumir líta á magíu sem samtal manns við guð, samtal smáheimsins (microcosmos) við stórheimin (macrocosmos), samtal sálarinnar við sinn heilaga verndarengil eða samtal yfirvitundarinnar við undirvitundina.
Orðið magía
Vandamálið varðandi orðin galdur, kukl og seiður
Galdur hefur fengið sömu merkingu og sjónhverfingar. Kukl er orð sem á við þegar fiktað er við magíu af vankunnáttu og reynsluleysi. Það hefur oftast neikvæða merkingu fyrir flesta. Seiður er heiti yfir ákveðna tegund magíu sem Snorri Sturluson fjallar um í heimskringlu. Þar segir hann að því fylgi svo mikið ergi að mönnum þyki ekki skammlaust að fara með það. Það var því aðalega stundað af konum. Hann segir þó að Óðinn hafi kunnað að fara með Seið. Í heimskringlu er Óðinn talin vera forn konungur sem settur var í guðatölu eftir hans dag. Mikið hefur verið velt fyrir sér hvernig nákvæmlega seiður hefur verið framinn og hvað ,,ergi’’ sé. Sumir telja að þarna sé átt við kynlíf með eigin kyni en líklegri skýring er að þarna sé verið að ýja að kynlífsgaldri eða notkun kynorku í magíu.
Orðið magía
Magi (eintala af Magus, frá latínu um grísku μάγςο (magso), forn ensku Mage frá forn Persnesku maguš) var ættbálkur í hinni fornu Medía sem sá um trúarlegar athafnir og greftrunarsiði áður en Medes var innlimuð í hið Persneska heimsveldi um 550 f. k. Síðar tóku þeir Zoroastrían trúarbrögð en ákveðnar breytingar urðu þó frá boðskapi Zarathustra (Zoroasters). Þannig urðu til trúarbrögð sem kallast í dag Zurvanismi, sem síðar varð megin form Zoroastrianisma um tímabil Sassani (226 – 650 e. k.). Engin merki um Zurvanisma var eftir 10. öld. Þekktustu magíar sögunar vöru ,,vitringarnir úr vestri’’ í nýjatestamenti biblíuannar.
Magi (Magoi) voru einnig æðstu prestar eða ,,lærðir menn’’ í konungdæmi Assýríu og Babýloníu og list þeirra eða vísindi voru kölluð magía.
Í ensku getur orðið átt við shaman, galdramann eða töframann. Af því eru orðin ,,magic’’ og ,,magician’’ komin.
Afbrigði af orðinu þekkjast í Indoírönskum málum, Grísku, Arabísku, Persnesku og Indversku.
Hluti úr fyrirlestraröðinni Á mörkum austurs og vesturs sjá www.magia.is
I'wm'war og Shemsu Heru