En það sem hefur verið að plaga mig upp á síðkastið er þessi tilfinning á að eitthvað sé að gerast, að eitthvað sé að reyna að segja mér eitthvað, en ég bara veit ekki hvað!
Ég þarf ekki að gera annað en sitja í sófanum í stofunni heima til að lýða eins og ég sé ekki einn, jafnvel þó að ég viti vel að ég sé einn í húsinu. Mér líður aldrei eins og ég sé einn, heldur alltaf eins og mér sé filgt. Ég er ekki alveg viss um hvernig mér líður með þetta, hvort ég sé hræddur við þetta eða hvort ég er bara feginn.
En í sannleika sagt er þetta orðið að hálfgerðu vandamáli. Ég get verið í rólegheitunum að horfa á þátt í sjónvarpinu, og svo allt í einu fæ ég hroll og byrja að líta í kring um mig, og svo verður þetta verra og verra þangað til að ég er farinn að skjálfa með fæturnar upp að bringu.
Mamma hefur sagt mér frá atvikum þegar ég var bara pínu lítill, eins og þegar ég var tveggja, en ég er að verða fimmtán núna, ára þá vorum við í sumarbústað og ég var látinn bjóða öllum banana. Þetta átti víst að vera voða sætt, en mömmu brá virkilega þegar ég bauð einn aukalega út í loftið, en sagði svo bara O.K. eins og boðinu hefði verið afþakkað og á ávöxtinn sjálfur. Þetta var einkar skrítið því að ég var aldrei fyrir svona grín, jafnvel svona ungur.
Ég hef alltaf verið myrkfælinn, og stílaði þetta alltaf einhvern vegin sem hræðslu við myrkur, og bjóst þannig alltaf við því að þetta myndi hverfa með aldrinum! En þvert á móti. þetta hefur aukist til muna, og nú nýlega er ég byrjaður að fá drauma um verur, alltaf sömu verurnar, í ólíkum formum þó. ég man eftir að hafa dreymt aðra þeirra í æsku þegar ég bjó hér áður, en svo flutti ég og dreymdi þessa drauma ekki aftur fyrr en ég flutti hingað aftur.
Annar draumurinn er um sköllóttann mann sem heldur áfram að elta mig, og það er sama hvað ég geri, ég get falið mig, en hann heldur alltaf áfram að leita mín. við erum staddir í gömlu og eyðilögðu vöruhúsi eða skemmu og eru mörg herbergi og tvær eða þrjár hæðir. en það er samt alltaf sama herbergið sem ég fer í, og er það herbergi með glugga. í gegn um gluggann sé ég föður minn ganga í skotveiðigalla og með riffilinn á bakinu, sennilega á leið í rjúpnaveiði vegna þess að hann var léttur á sér. Ég bið hann um hjálp og hann reynir að hjálpa mér, en í því bili kemur sköllótti maðurinn inn í herbergið og labbar hægt í áttina til mín. ég kemst hálfur út, en sá vondi nær í fótinn á mér og tosar, og missir pabbi þá takið. Endar þá draumurinn vanalega.
Sá seinni kemur í mörgum myndum, en fjalla þeir flestir um það að ég tilheyri hópi vina eða manna með svipaðan bakgrunn, t.d. hermenn, en sá síðasti fjallaði einmitt um það að við vorum stríðsfangar sem gátum eignast frelsi með því að hlaupa í gegn um gang og stökkva ofan í holu og geta verið þar í fimmtán mínútur. Sá hængur var á að þessi gangur var fullur af óvinahermönnum sem máttu gera hvað sem í þeirra valdi stóð til að drepa okkur, en hvað var í holunni vissum við ekki, en einhver hafði talað um ljón svo við trúðum því bara. Fæstir komust í gegn um ganginn, en þeir fáu sem komust, og þar með talið ég, biðu við holuopið. ég dróst aftur úr og varð síðastur til að stökkva niður, en það einkenndi hvert stökk að ekkert hljóð heyrðist, jafnvel ekki þegar viðkomandi lenti. Var svo röðin komin að mér að stökkva, en reif spjót af einum mannana og kastaði því niður fyrst. Heyrðist þá ægilegt reiðiöskur. Ég varð dauðskelksaður er hélt ró minni og kallaði hver þar væri. Hófust þá samræður þar sem veran reyndi að lokka mig niður til sín, en ég varð henni alltaf vitrari og endaði með því að ég gerði hana svo reiða að hún stökk/klifraði upp til mín. var þetta þá það ljótasta sem ég hef séð, blanda af konu, barni og rotnuðu líki. man ég ekki meira af draumnum, en ég get svo svarið það að mér fannst ég finna andardrátt niður um hálsinn á mér alla nóttina og varð mér varla dúr á auga eftir drauminn.
Ég hef mikið spáð í þessa drauma, og tel ég mig hafa náð einhverju með því að spurja ættingja og lesa bækur um ættina, þá sérstaklega föðurættina, því hún er þekkt fyrir mikinn reimleika, og má þar nefna helst eina þrjá þekktustu drauga þingeyinga, Húsavíkur skottu, Þorgeirs Bola og Jón Karra. allir herjuðu þessir draugar á ætt mína, og tel ég hafa séð þá alla þrjá í draumum mínum, Boli var þá sá sköllótti, skotta var kerla sem ásótti mig úr holunni og karri var sjálfur faðir minn, sem einmitt var klæddur til að veiða rjúpu, eða Karra.
Nú þar sem ég minntist á myrkfælni, þá hefur 88 ára gömul langamma mín alltaf verið myrkfælin, og ólst hún upp á sama stað og ég og bjó reyndar í sama húsi og ég í mörg ár, en þar hafa nokkrir undarlegir hlutir orðið fyrir mig, eins og til dæmis þegar heil ljósakróna sprakk bara við það að ég horfði á hana, en þegar ég sagði ömmu frá þessu talaði hún um hvað þetta væri hræðilegt þegar þetta gerðist!
Mínar spurningar eru þær hvort einhver getur sagt mér hvað er að gerast við mig, hvort þetta getur á einhvern hátt flokkast undir dulspeki, sem ég þekki þó ekki nógu mikið til að geta verið viss, eða hvort þetta er algjörlega eitthvað sálfræðilegt sem ég ætti að reyna að fá hjálp við!? Eru kannski einhver dæmi fyrir svona löguðu? Mig vantar bara hjálp við að svara þessum spurningum, því að þetta er allt svo ruglingslegt fyrir mér, og þetta var eini staðurinn sem mér datt í hug að gæti gefið mér eitthvað almennilegt svar!
Það væri líka gaman að fá ráðningu á draumunum :)
Mér þætti vænt um ef það kæmu engar svona andstyggilegar athugasemdir, þetta er mikið mál fyrir mér og þursagangur bætir ekkert!
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.