Wicca sveimur leitar umsækjenda.
Sveimurinn Skapanornirnar er að stækka við sig. Við erum Wiccan sveimur sem tengir sig sterklega Ásatrú og höfum skapað okkar eigin hefð. Ef þú hefur áhuga á að sækja um vinsamlegast sendið eftirfarandi upplýsingar á tölvupóstfangið skapanornir @ gmail . com (takið út bilin áður en þið notið póstfangið.) Einnig má skilja sömu upplýsingar eftir með pappírspóstfangi hjá afgreiðslunni í Betra Líf á þriðju hæð í kringlunni. Við kjósum frekar tölvusamskiptin til að spara pappír samt.
• Hvar sástu auglýsinguna.
• Fullt nafn.
• Fæðingardag og ár.
• Iðkunarnafn ef við á.
• Þitt tölvupóstfang, eða ef þú sendir inn pappírsumsókn venjulegt póstfang.
• Stutta lýsingu á hverju þú leitar að.
Þegar við fáum póstinn frá þér færðu sendann til baka umsóknarpakka með upplýsingum um okkur og spurningum okkar til þín. Þetta fyllir þú síðan samviskusamlega út og sendir til baka. Ef okkur sýnist það henta þér og okkur, bjóðum við þér á fund þar sem við kynnumst þér nánar. Ef þú og við ákveðum að halda áfram þaðan, hefst kynningar tímabil og að því loknu velur þú og við hvort þú vilt vígjast inn sem vígslunemi í sveiminn. Báðir aðilar geta hvenær sem er dregið sig út úr þessu ferli.
![](/hstatic/images/avatars/hugi_haus_grar_b_140x140.png)