Pýramídarnir hafa haldist sem dulrænn leyndardómur fyrir mönnum yfir aldirnar. Fólk undrast á stærð þeirra og lögun, og enn margir undrast á því afhverju þeir voru byggðir. Það eru fleiri en 80 pýramídar í Egyptalandi og hundrað aðrir suður til Súdan. Sérfræðingar trúa því að í hverjum þeirra er grafhýsi, byggt af faraóum sem síðasti hvíldarsaðurinn í þessu lífi. Pýramídinn var ætlaður til að hjálpa faraónum að öðlast ódauðlegt líf. En við munum aldrei vita afhverju Egyptarnir völdu þetta byggingarlag fyrir þá. Talið er að það gæti hafa þróast af lögun eldri grafarhaugum, eða verið tákn sólarupprásar eða jafnvel stiga til himnríkis. Mörgum öldum síðar hafa menn í mið-afríku byggt pýramída sem hof. Hundruðir þeirra eru enn falnir djúpt í frumskógunum.
Frægastur og stærstur allra pýramída er Khufu pýramídin, sem er einn af pýramídunum í Giza. Hann er staðsettur nálægt höfuðborg Egyptalands, Kairó. Í gömlum arabískum málshætti er sagt um pýramídana í Giza “tíminn hlær að öllum hlutum, en pýramídarnir hlæja að tímanum”. Þessir þrír pýramídar hafa setið við ána Níl í meira en 4.500 ár. Á tíma nýríkis Egyptalands (síðasta tímabils fornaldarinnar) voru þeir meirað segja orðnir að fornum undrum. Khufu pýramídinn var byggður kringum 2550 f.kr. Upprunalega var hann 147 m hár, og 230 m langur á grunninum. Hann var byggður úr um 2.300.000, 2,5 tonna steinum. Það undrar alla í dag á því hvernig Egyptarnir fóru að því að byggja þetta stórvirki með handaflinu einu. Og það er það sem gerir hann að eitt af undrum veraldar.
Margir halda fram þeirri kenningu að þeir hafi fengið hjálp frá geimverum, en ég tel þá kenningu fráleita.
Engin örugg gögn eru til um það hvernig pýramídarnir voru byggðir. Eina forna heimildin er eftir Grikkjan Herodotus, hún var skrifuð 2000 árum eftir byggingu pýramídans og er því ekki hægt að treysta á hana alveg.Hann hélt því fram að 100.000 menn unnu í 20 ár við byggingu hans. Í dag er talið að um 4000 lærðir verkamenn hafi unnið við framkvæmdina allt árið um kring. Það eru margar kenningar um það hvernig þessir gríðarþungu steinar voru færðir til og upp pýramídann. Herodotus sagði að þeir hafi notað liftingartæki, en ekki eru til neinar sannanir fyrir því. Það er meira líklegt að steinarnir hafi verið dregnir upp ramp sem hækkaði eftir því sem pýramídinn stækkaði. Þegar pýramídinn var fullkláraður, var rampurinn fjarlægður.
Þetta var um byggingu og gerð pýramídans, en helsti leyndardómurinn um hann er það sem er mest spennandi. Í mínum rannsóknum og lesningum um pýramídann fann ég það sem ég tel dularfyllstu staðreyndina um hinn mikkla Khufu pýramída. Ég las það í bókinni Dularmögn Egyptaldans, eftir Paul Brunton. Hann fór fyrir mörgum árum í ferð til Egyptalands til að rannsaka hin ýmsu dularmögn landsins. Meðal annars gisti hann yfir eina nótt lokaður aleinn inní pýramídanum, og varð hann fyrir ótrúlegri reynslu. En ég mæli með að þið lesið það sjálf. En hann sagði frá einu mjög sérkennilegu, hérna er hans eigin lýsing á því:
Vísindamönnum þeim og sérfræðingum, sem Napóleon tók með sér, er hann gerði innrásina í Egyptaland, var falið að rannsaka landið og þeir notuðu Pýramídann mikla sem miðhádegisbaug og reiknuðu út lengdarbaugana í samræmi við það. Þegar þeir höfðu gert uppdrátt af Egyptalandi hinu neðra, kom í ljós sú tilviljun, sem virtist vera; að hádegisbaugur þessi skipti óshólmasvæðinu í mynni Nílar nákvæmlega í tvennt, og undruðust þeir það. Undrun þeirra óx þó enn, þegar þeir komust að raun um það, að væri tvær skálínur dregnar í rétt horn frá Pýramídanum mundu þær algerlega umlykja óshólmasvæðið. En út yfir tók þó, þegar þeir sáu, að staða Pýramídans var á þann veg, að hún hæfði ekki aðeins miðhádegisbaugi fyrir Egyptaland, heldur og fyrir allan hnöttinn, því að Pýramídinn mikli stendur nákvæmlega á miðskilalínu jarðarinnar.
Það er furðulegt hvernig honum hefur verið komið fyrir. Sé lóðrétt lína dregin gegnum hann, er landsviðið fyrir austan jafnstórt landsviðinu fyrir vestan línuna. Hádegisbaugur Pýramídans mikla er eðlilegur núllpunktur lengdarbaugsins fyrir allan hnöttinn. Aðstaða hans á landyfirborði jarðarinnar er því einstök. Og það er í fullkomnu samræmi við þá aðstöðu, að hinar fjórar skáhöllu hliðar hans vísa á kompásstrikin fjögur.
Þegar minnismerki, reist af mannahöndum, stendur á svo óvenjulegum stað landfræðilega, er það annaðhvort meiningarlaus tilviljun, eða afrek unnið af ráðnum hug. Og þegar í hlut eiga jafn slægvitrir menn og íbúar Egyptalands voru fyrrum, eru menn tilneyddir að fallast á síðari tilgátuna. Það er furðuleg tilhugsun, að stærsta steinbygging jarðar skuli standa á miðlínu hennar. Og að merkasta bygging sem reist hefur verið á yfirborði hnattarins, skuli standa á þessum bletti, er sannarlega umhugsunarefni!
Maður undrast á því hvernig Egyptunum tókst að finna út þessa staðsetningu pýramídans. Það gæti hugsast að þeir hafi reiknað það út frá himnum, með gangi sólar og stjarnanna. En hvernig veit maður ekki.
Þetta er einn af þeim dulrænu leyndardómum sem Egyptarnir skilja eftir handa okkur.