Mig dreymir alltaf daruma sem ekkert vit í. T.d. dreymir mig oft um vinnuna mína og staði sem ég þekki. 1.) Mig dreymdi fyrir nokkru að ég væri á ólympiuleikunum og þeir voru bara silfurlitaðir gangar sem ég var mjög stutt í og þegar ég var búinn að labba í ganginum þá var ég kominí vinnuna mína og ég labbaði bara í gengum staðinn (s.s. í gegnum veggi) þegar ég var kominn út þá var stór snjó skafl sem krakkar voru að leika sér að renna niður. Ég auðvitað fór að renna mér og þegar ég var kominn niður var lítill veggur neðst og bakvið hann var tölva og uppþvottarherbergið í vinnunnu (nema það snéri öfugt s.s. mar kom hinumegin við það) og þar endaði draumurinn. Mig dreymir alltaf einhverja steipu t.d. fyrir u.þ.b mánuði síðan þá dreymdi mig skautasvellið í laugardal væri komið í samstarf við Hauka og þeir væru búnir að búa til völundarhús sem ég var að labba í og var rautt…ég var líka að tala við kallin sem hannaði þetta hús og segja honum til. Og í gær nótt 3. oct dreymdi mig að ég væri að ég væri við sjoppuna rétthjá heima hjá mér og þar var feitur kall sem var með tæki sem vissi nákvæmlega hvenær strætó kæmi og ég ætlaði að taka 140 einhvert (vissi ekki hvert) og 140 keyrði frammhjá (hann á ekki að keyra þarna) ég labbaði niðri bæ og í draumnum tók það 2 sec en það tekur 15 mín í alvöru..þegar ég var kominn á stoppustöðina þá var 140 þarna (gamall stræó) og kallinn vildi ekki taka við græna kortinu því að það var og grænt og svart….ég gat ekki talað við konuna um að fá nýtt kort því að þá vakti mamma mig. Í draumunum líður mér einsog í örðum heimi. Þegar ég sofna þá dreymir mig ekki fyrren langt á nóttina er komið og ég er að fara að vakna bráðum. Mig hefur dreymt að ég var að klifra og var kominn rosalega hátt og lét mig detta og ég fann “adrenalínið” flæða svo þegar ég skell á jörðina þá fynn ég einsog ég hafði lift fótunum upp og þegar ég skell á jörðina í draumnum og vakna þá detta fæturnir niður. Mér brá ekkert smá!! Síðan er eitt sem ég næ aldrei að fatta. Það eru 2 draumar sem mig hefur dreymt í langan tíma. 1. Er að ég er fyrir aftan hús á Kelduhvammi í hafnarfirði (mig dreymdi hann fyrst þegar amma átti heima í þessari götu) og mamma er fyrir aftan húsið að setja spólu í segulbandstæki. Þegar hún gerir það þá kemur her af littlum tröllköllum sem fara á eftir mér en þeir labba bara ekki hlaupa en ég hleyp og alveg sama hve hratt ég hleyp þá nálgast þeir mig alltaf en ná mér aldrei. Mig dreymir þennan draum nokkuð oft en hef ekki gert það í langan tíma. 2. Mig dreymdi þennan draum þegar ég var 5 eða 6 ára og hef aldrei gleymt honum. Ég er í kassa sem er svona mannshæð á hæð og 3-4 manns hæðir á breidd og lengd (aðeins lengri á lengd) og hann er gerður úr hinu fullkomna efni (það er rosalega mjúkt að koma við en þegar mar snertir það fastar þá er það doldið stingandi og hart) Og ég er bara lítill krakki á þríhjóli að hjóla í hringi og pabbi stenur í kassanum og er að bölva einhvað. Mig hefur aldrei dreimt þennan draum aftur en ég hef marg oft fundið fyrir þessu fullkomna efni þegar ég snerti einhvað. En þegar ég snerti það aftur þá er það ekki sama tilfinning. HELP ME PLZ!!!!!! ég veit ekki hvað er að ske með mig mar :/ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!