Trú …
Úff það er virkilega erfitt hugtak ef farið er út í að skilgreina það. Þess vegna ætla ég ekki að reyna það. En ég hef velt mikið fyrir mér hvernig fólk iðkar trú sína og hvaða áhrif hún hefur á það. Ég ætla ekki að fara yfir aðdraganda hugsanirnar. Þrátt fyrir það ætla ég að “opinbera “ hugsunina og hún er sú; Fólk sem trúir á eitthvað á það mjög gott.
Ég, fyrir mitt persónulega leiti, er trúleysingi. Það er ekki eitthvað sem ég ákvað til þess að gera eitthvað sem ég “ má ekki “ gera eða til uppreisnar. Mig langar að trúa á eitthvað. Kristni virtist auðveldasta leiðin vegna þess að Ísland er sona almennt kristið land. Kirkjur útum allt og engin trúardæmi fyrir aðra trúarhópa. Svo þekki ég heldur ekki önnur trúarbrögð því skólinn minn var aldrei með neina trúarbragðafræðslu! Sem ég er frekar ósátt við. Ég væri t.d. alveg til í að vita hvað það felur í sér að vera múslimi. Geta kannski sýnt einhvern skilning, byggðan á sjálfstæðu mati. Ekki einhverju sem fjölmiðlar mata mann á…
Any who. Þá hef ég verið að hugsa um það sem er æðra og heldur verndarhendi yfir manni. Í gegnum lífið hefur maður oftast einhvern æðri. Fyrst má nefna mömmu og pabba, svo leikskólakennarinn, kennarinn, yfirmaður og svoleiðis. Ef að það er eitthvað sem bjátar á getur maður beðist hjálpar eða ráðgjafar og þess háttar. En ef maður er munaðarlaus, heimilislaus, vinalaus og atvinnulaus þá hefur maður engan sem maður getur beðið um hjálp frá. Nema Guð. ( ég þekki ekki hvernig hitt virkar ) Maður biður um hjálp frá Guði. Hann er þarna alltaf fyrir þig sama hvað gerist. Hann heyrir í þér jafnvel þó þú hugsir bara til hans. Hann veit af þér, hann elskar þig og er verndari þinn. „ Þig mun ekkert bresta “. Í kirkju drekkurðu blóð sonar hans og borðar líkama hans. Hann er allstaðar. Í hjartanu, er samviska þín og kærleikur.
Rosalega fínt að hafa Guð sem gerir allt þetta. Er „hirðir” þinn. Passar þig. Boðorðin! Now beat that! Gildi um hvað er gott, rétt og æskilegt.
En svo þarf að sjálfsögðu að passa að trú fari ekki út í öfgar. Þá er hún ekkert betri en engin trú. Því þegar þú hættir að hugsa sjálfstætt og ferð algerlega eftir trúnni ertu illa staddur. T.d. í biblíunni getur fundið helling af setningum, ekki satt? Þú ræður alveg hvernig þú túlkar hverja setningu. Það eru þess vegna mótsagnir og þess háttar í biblíunni…
Það er mín skoðun… ;) en hvernig skildi þín vera ??