Ég ákvað að endurskrifa greinina mína á íslensku og bæta nokkru við hana enda fannst mér alltaf eitthvað vanta í hana. Ímyndum okkur að Jesús var krossfestur fyrir 400 árum síðan, samfélag okkar þá var miklu betur tæknilega þróað en það er í dag, jafnvel með alla þessa tækni, þá væri ekki möguleiki á að allt myndi verða skrifað rétt í bók um þennan mann. Og bíddu nú við, þessi bók var skrifuð af 4 mönnum með mismunandi álit á hvað gerðist, margar aðrar bækur voru skrifaðaur um hann en það var ákveðið að sleppa þeim einfaldlega út af því að nokkrum aðilum leist ekki nógu vel á þær. Í þessari bók er líka sagt frá því að jörðin er miðjan af alheiminum, en samt er búið að sanna annað. Það er líka sagt að guð skapaði allt á 7 dögum…ég hef eina þriggja orða spurningu um það: hvað um risaeðlurnar?
Biblían var skrifuð allt að 400 árum eftir dauða Jesú, ekki segja mér að fólk vissi nákvæmlega hvað gerðist 400 árum eftir atburðina. Innihald biblíunnar var að auki valið af litlum hópi fólks og þeir bjuggu til mjög fínt kerfi til þess að kúga heimsbyggðina. Kristni hefði geta orðið frábær trú hefðu fleiri komist að uppbyggingunni hennar. Kristni hefði geta orðið frábær trú hefðu menn stigið upp úr sandkassanum og hætt að berjast yfir hver gerði flottari sandkastala. Ef að biblían væri skrifuð með nákvæmu orðum guðs, þá myndi vera skítlétt að skilja hana, enda var það líklegast guð sem uppgötvaði tungumálið.
Það er búið að breyta og mistúlka Kristni svo mikið að það er grátlegt. Besta dæmi sem ég get komið með um það eru bandarísk evangelísk kristni. Sem er líklega hættulegasti sértrúarflokkur í 2000 ára sögu kristni. Langflestir þeirra trúa að heimsendir mun koma í þeirra lífstíð. Þess vegna er þeim skítsama hvað þeir gera við heiminn, enda muna þeir ekki vera hérna mikið lengur. Þannig þeir skíta á náttúruna eins og þeim sýnist, nota allar auðlindir sem þeir geta án þess að íhuga afleiðingarnar. Þeir reyna að túlka biblíuna eins bókstaflega og þeir geta sem er frekar áhugavert vegna þess að hluti þeirra eru í bandaríska hernum og þeir drepa fólk. Þeir eru greinilega búnir að gleyma því boðorði sem langflestir telja mikilvægast: ÞÚ SKALT EKKI MANN DREPA. Þeir hafa greinilega ekki íhugað þann möguleika að kannski snýst heimsendirinn eins og honum er líst í biblíunni ekki um enda heimsins, þannig að eldur mun rigna frá himninum og eiðileggja jörðina. Persónulega túlka ég heimsendi sem innri baráttu, það felur með í sér að maður á að hugsa vel um jörðina sem við búum á.
Ef ég ætti að lýsa þessu almennilega þá myndi ég segja að heimsendirinn minn hófst fyrir um 6 árum síðan. Þegar heimsendirinn minn byrjaði var ég ný búinn að frétta að ég myndi flytja frá landi í annað skiptið, en það er ótti sem heldur næstum því áfram að ásækja mig í dag, þrátt fyrir að ég er kominn yfir lögaldur og þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég hef lengi verið hræddur við breytingar og það er kannski aðalega það sem flutningur felur með í sér. En allavega þegar ég var fluttur byrjaði smám saman að hallast niður í alvarlega þunglyndi og það eina sem ég sá var slæmu hliðina af öllu. Auðvitað voru nokkrir bjartir kaflar inn á milli en þeir urðu fljótt svartir aftur vegna einhvers vandamáls eða ótta. Eftir að lifa í 4 ár í óvissu og hatri fyrir öllu sem ég gerði flutti ég aftur heim til Íslands í von um að ég myndi losna við vandamál mín. Í byrjun leit það út fyrir að allt var að ganga í rétta átt, en öll vandamálin sem höfðu byggst upp í gegnum líf mitt voru þegar byrjuð að lama mig, og á milli sumars og vors síðasta árs tortímdu þau mér á vissan hátt. Það var eins og að hluti af mér var allt í einu ekki til lengur og ég get horft á heiminn með allt öðrum augum. Ég gat því endurfæðst á vissan hátt af því að mér var tortímt. Það var einungis eftir tortímingu að ég gat endurbyggt mig. Í staðin fyrir að nota tónlist til þess að hverfa frá heimi sem ég hataði var hún allt í einu eitthvað sem var mun mikilvægara fyrir mig. Ég sá tilgang í lífinu sem ég var ekki með fyrr. Ég get horft á framtíðina með ákveðni bjartsýni í stað endalausrar örvæntingar.
Stærsta klisja sögunnar er reyndar sönn: Hver EINASTI dagur er nýtt tækifæri til breyta aðstæðum sínum, hvort það sé um hvernig manni líður eða um menntun, vinnu eða stöðu heimsins. Eftir að hafa gengið í gegn um heimsendi hef ég breyst frá því að vera óöruggur lítill krakkaormur sem fannst spegilmynd hans vera andstyggileg yfir í betri manneskju með djúpa virðingu fyrir lífi í kringum mig. Aðeins með því að dansa við dauðan á hverjum degi og að átta sig á því að dauði getur komið hvenær sem er getur maður virkilega byrjað að kunna að meta lífið sjálft. Og jafnvel þótt fáfræði og vanþekking er smám saman að eyðileggja allt sem mannkyninu þykir vænt um, þá get ég samt horft á framtíðina með von um að ég get haft smá áhrif á heiminn sem mun breyta honum fyrir því betra. Heimsendir þarf ekki að túlkast sem slæmur hlutur.
Ég hætti að telja sjálfan mig vera kristinn fyrir nokkru síðan því að Jesús Kristur er ekki guð minn. Jesús sagði aldrei að hann væri sonur guðs, Jesús sagði aldrei að hann einn væri sonur guðs, hann sagði að við værum öll börn guðs og þess vegna get ég ekki nefnt trú mína eftir þeim manni, sama hversu frábær hann var og hugsanlega líka fær um að gera kraftaverk, þá var hann MAÐUR. Biblían er svo troðfull af lygum og mótsögnum sem reyna að koma í veg fyrir að manneskjur geta verið manneskjur. Trú ætti að vera um ást, frið og virðingu en í staðin er það því miður fyrir mjög mikið að fólki fullt af rifrildum og slagsmálum um hver er meiri réttmætur og heilagur en hinn.
Og nú þegar ég er að ræða um þetta efni þá trúi ég ekki á djöfulinn sem einhverja illa yfirnáttúrulega vera. Guð skapaði djöfulinn: manninn. Aðeins eitthvað virkilega illt gæti mögulega staðið á bakvið þá hryllilegu verknaði af ofbeldi og græðgi sem menn hafa framið í gegnum söguna, og flestir þeirra í nafni trúar.
Kannski ætti ég bara að kalla trú mína guðisma, sem trúir á grundvallaratriði flestra trúarbragða, þar sem allir geta komið með sína eigin skoðun um hvað trú viðkomandi er. Synd er náttúrulega ennþá synd Sin því að enginn vill virkilega lifa syndugt líf. Og þegar ég segi synd, þá meina ég borðinn 10, því ef maður túlkar þau rétt þá er þetta býsna góður listi af reglum sem maður getur fylgt í gegnum lífið. En að ríða inn á milli áður en maður giftir sig er EKKI SYND. Kynlíf er gjöf frá guði sem allir sem vilja eiga að geta notfært sér í friði. Að vera samkynhneigð/ur er EKKI SYND. Kristni er einhverveginn búið að sannfæra sumt fólk um að fyrir utan boðorðinn 10, þá eru fleiri syndir sem maður getur framið.
Að mínu mati ætti að vera 11 boðorð. Það nýja myndi vera frábær leið til þess að breyta mannkyninu á jákvæðan hátt. Sú synd myndi vera: Að koma í veg fyrir persónulegt val sem einstaklingur tekur, hvort sem það er að borða epli eða að sprauta heróíni í æðarnar á sjálfum sér myndi vera synd, nema að þessi einstaklingur væri að koma í veg fyrir persónulegt val eða frelsi hjá öðrum einstaklingi. Ef maður er ekki að koma í veg fyrir val eða frelsi annarra ætti maður að hafa fullan rétt til þess að neita fíkniefna og eiturlyfja, maður ætti að hafa rétt til þess að tortíma sjálfum sér, stundum getur það verið það sem maður þarf til þess að endurfæðast og verða betri manneskja.