Fimmhyrnda stjarnan ("the pentagram")
Hvað hugsar þú fyrst þegar þú sérð fimmhyrndu stjörnuna, eða “Pentagramið”, eins og það er oft kallað?
Mjög margir horfa á þetta tákn og hugsa um nornir, djöfladýrkun, Satan, galdra og annað. Þessi hugtök hafa af mörgum ástæðum fengið neikvæða ímynd á sig í nútímasamfélagi og tengja margir táknið saman við eitthvað vont eða neikvætt.
Fimmhyrnda stjarnan, sem er stundum kölluð Óendanlegi Hnúturinn, er næstum því jafn gamalt og mannkynið sjálft. Táknið hefur verið tengt við margar af frægustu þjóðum sögunnar svo sem Grikkina, Rómverjana, Kínverjana, Egyptana og fleiri. Fyrsta skráða notkun táknsins var fundin í skriftum sem voru dagsettar um það bil 3000 f.Kr., eða fyrir meira en 5000 árum síðan.
Það mun kannski koma mörgum nútíma kristnum mönnum á óvart, en á Miðöldum, áður en kirkjan tók krossinn í gildi sem tákn Jesú, gengu kristnir menn um með fimmhyrnda stjörnu um hálsinn til þess að tákna bæði skilningarvitin fimm, Betlehemsstjörnuna og stöðu Krists á krossinum. Á þeim tímum notuðu kristnir menn einnig stjörnuna til þess að verja sig gegn djöflum og nornum. Í dag er þetta tákn talið vera tákn djöfla og norna, sem gerir þetta vissulega skemmtilega tilviljun. Þar að auki var táknið einu sinni formlega merki borginnar Jerúsalem.
Á 8 ára fresti getur maður frá Jörðu séð plánetuna Venus búa til fullkomna fimmhyrnda stjörnu í kringum sólina. Þetta fyrirbæri varð að því að fólk fór að nota fimmhyrndu stjörnuna til þess að dýrka ekki aðeins rómversku ástargyðjuna Venus, heldur líka aðrar kvengyðjur svo sem Afródítu, Hygeiu, Frigg, Freyu, Inannu og margar aðrar. Þess vegna nota margir þetta tákn í dag til dýrkunar á hverskyns kvengyðjum.
Fyrir flestu nútíma heiðingja eða “nornir”, wiccan eða annað, táknar fimmhyrnda stjarnan náttúruöflin fimm; Jörð, Loft, Eldur, Vatn og Andi, en einnig táknar það höfuðáttirnar fjórar; austur, suður, vestur og norður. Þetta gildir auðvitað ekki í öllum tilfellum þar sem það er munur á milli hefða og skoðanna. Sumir bæta við fimmtu höfuðáttinni “innanvið”. Samt er eitt sem flest allar nýrri heiðnar hefðir eru greinilega sammála um, oft sér maður fimmhyrndu stjörnu þeirra inni í hring, sem á að tákna hring lífsins og vernd. Hugtakið “pentagram” á þó aðeins við fimmhyrnda stjörnu, en engan hring.
Gríski stærðfræðingurinn Pýþagóras, sem flest allir sem hafa lært stærðfræði ættu að þekkja sem manninn á bak við Pýþagórasarregluna, virðist hafa verið fyrsti maðurinn sem trúði því að hvert horn stjörnunnar tákna náttúruöflin fimm sem mynda náttúruna og allt sem í henni lifir - jörð, loft, eldur, vatn, og sál/andi. Pýþagóraistarnir (Fylgjendur Pýþagórasar) gengu um með fimmhyrnda stjörnu um hálsinn til þess að tákna þessa hugmynd sem Pýþagóras kenndi. Pýþagóraistarnir voru miklir heimspekingar og höfðu sínar kenningar um sálina, andann, trúna og dulspekina en voru fyrst og fremst stærðfræðingar og notuðust mikið við stærðfræði til þess að reyna að útskýra kenningar sínar.
Oft er fimmhyrndu stjörnunni snúið við og borið sem tákn Satanisma, sérstaklega eftir að Anton Szandor LaVey skrifaði “The Satanic Bible”, eða Satanísku Biblíuna og gerði táknið að vinsælu tákni Satanista. Engar heimildir finnast um það að fimmhyrnda stjarnan hafi nokkurntímann verið notuð í tilgangi djöfladýrkunar eða Satanisma.
Pýþagóraistarnir sem ég sagði frá áðan gengu með stjörnuna sína “öfuga” (þannig að hún snúi í suður) og hafði það ekkert að gera með djöfulinn.
Annað frægt tákn er öfugsnúin fimmhyrnd stjarna með geit eða einhversskonar hyrndu dýri inni í henni og halda menn oft að þetta sé tákn Satans, því hann hefur oft verið talaður um sem geit, eða maður með horn, þegar í raun er þetta oftast tákn Hyrnda Guðsins sem margir Wicca-fylgjendur trúa á, og er hann ekki tákn illsku. En eins og ég hef sagt áður þá gildir þetta ekki alltaf og sumir sem telja sig vera Satanista eða djöfladýrkendur nota stjörnuna eða önnur tákn tengd henni í þeim tilgangi, þó svo að “forfeður” djöfladýrkunnar hafi aldrei notast við fimmhyrndu stjörnuna, en það er efni í aðra grein!