Kæru lesendur,

Ég var að velta svolitlu fyrir mér sem mig langar að deila með ykkur.

Við flest spilum leiki, hvort sem það eru tölvuleikir eða bara gamli góði Ólsen Ólsen.
Takmark allra leikja er að reyna að spila sem best úr því sem maður hefur til að vinna og eins og við flest vitum þá skortir ekki kappið og viljan hjá þeim sem spila.

Það sem mér finnst merkilegast er hversu lítið af þessu kappi fylgir fólki í lífinu sjálfu!
Við tökum öll óþarfa áhættur, drekkum of mikið, neytum vímuefna, borðum óhollan mat þó að við vitum mætavel hverjar afleiðingarnar eru fyrir okkur.

Ef við ættum að spila tölvuleik þar sem lífið væri markmiðið þá held ég að við myndum sneiða hjá McDonalds og æða inn á Grænankost í staðin og háma í okkur gulrótarköku með sjávarþangssalati því það myndi auka lífslíkur okkar.

En málið er bara svo einfalt. Lífið ER leikur og okkur ber að spila sem best úr því sem við höfum því annars töpum við leiknum og ef við töpum þurfum við að spila aftur. Það er ekki fyrr en við höfum unnið leikinn að við spilum næsta leik.

En leikirnir eru margir og það eru ekki allir að spila sama leikinn, maður verður líka að hafa það í huga.

Ég vona að þetta hafi ekki verið of djúpt :-)

Kveðja,
Ingi
www.facebook.com/teikningi