Æi, sko… ég skýrði greinina á ensku af því að ég kann ekki
íslenska orðið yfir þetta. En orðið skýrir sig sjálft á meðan þig
lesið ykkur í gegnum greinina. Allavegna, þá fannst mér kominn tími
til að einhver skrifaði grein hérna fyrst það er búið að vera
rólegt hérna svo lengi. Ég ætla samt að taka það fram að ég skrifa
þessa grein þannig að ég gef mér að allt þetta nýaldarkjaftæði sé
satt og ég bið bara alla trúleysingjana þarna úti forláts. Þeir
mega alveg sleppa því að skrifa komment við þessa grein, því hún er
hreint alls ekki skrifuð til þeirra eða á nokkurn hátt ætlað til að
til að efla trú þeirra á hinu yfirskilvitlega. Ég geri semsagt ráð
fyrir að lesendur hafi áhuga á dulspeki.


OK, ég er frekar næm manneskja. Ég er ekki skyggn samt, þó ég hafi
stundum séð árur og svoleiðis, en það getur nú komið fyrir alla.
Það sem ég á við er að ég er mjög næm á tilfinningar annarra og ég
veit yfirleitt alltaf hvernig fólki líður. Ég dett stundum inn í
það ástand að vera “opin” fyrir utanaðkomandi áhrifum. Svo virðist
sem áran mín sé ekki alltaf nógu sterk vörn og umgengni við aðra
“þurrkar mig upp”. Einn vinur minn kallaði mig tilfinningasvamp og
átti þá við að ég sogaði til mín tilfinningar annarra í umhverfinu.
Þetta er mjög furðuleg tilfinning. Það er eins og tilfinningar
annarra setjist að í líkama mínum og ég á stundum mjög erfitt með
að greina á milli hvort er hvað, mínar tilfinningar eða annarra.
Þetta hjálpar mér þegar ég spái fyrir fólki í Tarot og svona en það
er mjög óþægilegt þegar ég er ekki viðbúin.

Semsagt, eitt kvöldið þá var ég á fundi og var frekar opin. Nokkrum
sinnum á fundinum þá datt ég hreinlega út og var á mörkum þess að
vera með meðvitund og í eins konar hugleiðslu eða transi. Á meðan
settust tilfininngar hinna að í mér. Eftir fundinn fór ég, ásamt
fleirum, í heimsókn til eins fundarmeðlimsins. Mér leið hræðilega
þar. Það var mikið stress og áhyggjur þar (vegna ótímabærrar
þungunar) og svoleiðis að það var eiginlega svona “overwhelming” og
mig langaði hreinlega til að hlaupa út. Ég var virkilega
eirðarlaus, að því ert virtist af engri ástæðu, og gat hvorki
haldið athygli né setið kyrr.

Síðan fórum ég og félagi minn (sem einnig hefur mikinn
dulspekiáhuga) heim til mín. Mér leið hræðilega. Ég var gjörsamlega
aðframkomin af þreytu og gat varla staðið upp. Ég fann ekkann í
hálsinum og löngunina til að gráta en samt var ekkert að mér. Ég
hafði ekkert til að vera þreytt yfir og þaðan af síður til að vera
leið yfir og ég vissi að þetta var eitthvað óeðlilegt.

Stuttu síðar fór félagi minn á klóið og allt í einu var ég gripin
skelfingu. Ég varð allt í einu geðveikt hrædd og ég vissi ekki
hvers vegna. Ég fann bara fyrir einhverju slæmu. Ég fann allt í
einu einhverja ótúskýranlega þörf fyrir að fela mig. Svo ég fór inn
í herbergi bróður míns (það var sko enginn heima nema ég og þessi
félagi minn) og settist í rúmið hans og lokaði augunum og ætlaði að
reyna að átta mig á hvað var í gangi. Þá var eins og ég félli í
eins konar trans eða eitthvað. Ég gat ekki opnað augun og sá allt
kolsvart og fannst eins og ég hrapaði eða hyrfi “út úr mér”
einhvern veginn. Á sama tíma fannst mér eins og einhver væri að
reyna að ná völdum yfir mér eða eitthvað svoleiðis, sem mér fannst
reyndar dáldið kjánaleg hugsun, en gat ekki losnað frá henni.

Vinur minn var síðan búin á klóstinu og kallaði á mig því hann fann
mig ekki. En hversu mikið sem mig langaði að svara þá var eins og
ég kynni ekki lengur að opna munninn. Ég var við það að líða út af
en barðist gegn því. Síðan hrökk ég eitthvað til því það var næstum
búið að líða yfir mig og ég nær dottin úr rúminu. Og þá var eins og
eitthvað “klikkaði” og ég gat kallað á vin minn og þetta “thing”
missti völdin yfir mér. Hann kom og sá að það var ekki allt í lagi
og tók utan um mig og bað einhverja bæn. Þá sá ég einhverja veru í
svörtum kufli standa við dyrnar eitt augnablik. Svo róaðist allt
þegar hann var búin að fara með bænina.

Þá fór hann með mig inn í mitt herbergi og ætlaði að hjálpa mér að
róa mig niður. Þá var eins og ég heyrði rödd inni í hausnum á mér
sem var EKKI mín. Ég mér fannst eins og ég væri að verða geðveik
eða eitthvað. Þetta var ógeðsleg og andstyggileg rödd sem greip
fram í fyrir minni eigin hugsun og upp komu hugsanir eins og
“kyrkja” og eitthvað ógeðslegt! Ég trylltist af hræsðlu og reyndi
að nudda hausinn á mér, sem eins konar örvæntingarfulla tilraun til
að láta röddina fara. Vinur minn tók aftur utan um mig til að róa
mig niður en ég var ekki með sjálfri mér og barðist um og sparkaði
og grét af skelfingu.

Vinur min stóð síðan um og gerði ritúal til að hreinsa svæði (eins
konar exorcism). Þetta er mjög þekkt ritúal sem heitir the Lesser
Banishing Ritual of the Pentagram. Það er ekkert djöfullegt við það
heldur eru erkienglarnir fjórir ákallaðir og guð. En í hvert skipti
sem hann tónaði mismunandi “nöfn” guðs þá hristist ég öll og skalf
og meiddi mig sárlega í hausnum. Þar til í lokin þegar hann
ákallaði englana til að vernda svæðið þá var allt orðið rólegt
aftur og mér leið betur, þó ég væri grátbólgin, með maskarann
lekandi niður kinnarnar og hárið allt úti í loftið.

Þetta var virkilega furðuleg reynsla og hræddi mig eiginlega
dálítið frá þessar dulspekiiðkun minni, en ég held ég komist yfir
hræðsluna bráðum. En það sem ég er að pæla er það hvort þarna hafi
næstum því átt sér stað andsetn