Barnapían:
Þegar móðir mín var fjórða ári (ekki móðir MÍN heldur gaursins sem skrifar bókina (Einar Ingvi Magnússon)), bjuggu amma og afi ásamt fjórum dætrum sínum á Grettisgötu 13 í Reykjavík, á annari hæð í því húsi. Stendur það enn við Grettisgötu þegar þetta er ritað, 20. mars 1991.
Frænka mín tók eftir því, á meðan þau bjuggu þarna, að sú yngsta af systrunum, sem þá var tveggja ára, talaði oft um einhvern mann sem hún sá þarna á hæðinni. Benti gjarnan út í loftið og glennti upp augun, um leið og hún sagði með sinni barnslegu rödd: Manninn.
Einnig vakti það athygli frænku minnar og hins heimilisfólksins, að á vissum dögum, og þá sérstaklega á svonefndum þvottadögum, þegar enginn mátti vera að því að sinna móður minni eins og skyldi, sem annars var frekar órólegt barn, þá heyrðist ekkert í henni, og var hún mjög róleg. Undraðist heimilisfólkið þetta. En hún ókyrrðist strax og fólkið gat farið að sinna henni meira.
Svo flytja afi og amma niður á Laugaveg 53a, þar sem þau halda áfram búskap með dætrum sínum. Þegar þau eru að fara af Grettisgötunni segja húsráðendur þar að þau langi til þess að segja þeim frá svolitlu, þar sem þau væru að flytja.
Höfðu þau heyrt talað um manninn sem litlu stelpurnar töluðu svo oft um.
Hjónin sögðu þeim þá frá því, að fyrir mörgum árum hefði maður hengt sig í svefnherberginu, þar sem móðir mín dvaldi á þvottadögunum.
Kistulagningin:
Móðir frænku minnar, var ákaflega berdreymin. Hér er greint frá draumi, sem hana dreymdi skömmu áður en að móðir hennar, eða amma frænku minnar, dó. Frænka mín hefur komið sér vel fyrir við eldhúsborðið hennar ömmu í Hreiðargerði, þar sem ófá viskuorð um Jóga-heimspeki hafa fallið undanfarin ár.
Nú er rætt um dulræn fyrirbæri yfir kaffi, sem sá sem þetta skráir drekkur þó ekki nema í dropatali. Hvenær dreymdi hana þenan draum, hvaða ár? Ætli það hafi ekki verið 1936, svarar frænka, og heldur svo áfram: Amma mín lá á spítala á Landakoti, og þá er hringt heim og tilkynnt, að hún sé látin. Þannig stóð á, að pabbi minn var ekki heima þar sem hann var úti á landi í vinnu, og þar af leiðandi er látið hennar tilkynnt heim til mömmu. Hann átti eina systur í bænum, en þau voru bara tvö systkynin.
Þeim var falið að ganga frá því sem þurfti til kistulagningar. Móðir mín og mágkona fara á sjúkrahúsið og átti að fara að kistuleggja, en það hafði ekkert verið talað við þær áður. Nóttina áður en þær fara dreymir mömmu mína draum um það, að móður hennar kemur til hennar og segir höstug: Ég ætla að biðja þig um að sjá um svolítið fyrir mig. Hvað er það? segir mamma. Mér er svo kalt á fótunum, segir gamla konan þá, og ég fel þér bara að ganga almennilega frá þessu.
Já, já, sagði dóttirin og lofaði gömlu konunni þessu.
Vaknar hún svo upp. Fer hún að hugsa um drauminn, og skilur ekkert í því hvað þetta gæti verið.
Eru þær nú staddar á sjúkrahúsinu, móðir mín og föðursystir, sem fyrr getur.
Þegar þær koma á staðinn sjá þær að amma liggur í einhverri kistu og það var enginn fótagafl í kistunni.
Fæturnir stóðu út úr. Þá vissi mamma, að þarna var kominn draumurinn nóttina áður.
Þarna varð ekki um neina kistulagningu að ræða, heldur farið til Eyvindar Árnasonar, sem sá um kistulagningar og jarðarfarir og hann látinn ganga frá öllu tryggilega, svo gömlu konunni yrði ekki kalt á fótunum aftur.
Heimildir: Bókin “Dulrænn veruleiki”
Höf: Einar Ingvi Magnússon
Ég endurtek, þetta er allt bráðsatt og þetta eru frásagnir úr fjölskyldu Einars Inga Magnússonar.
Endilega látið vita ef þið viljið sjá fleiri svona greinar frá mér, takk fyrir mig:D
-MongóApi =)