Ég veit um fólk sem hefur komist í hann krappan á því að fikta með andaglas. Ekki líkamlega endilega, heldur andlega. T.d. hefur fólk lent í því að andinn lýsir því yfir að hann ætli að drepa það. Það eitt hefur tekið fólk á taugum. Fyrir nokkrum árum lennti vinur minn einmitt í þessu. Hann er enn þann dag í dag lifandi en á tímabili þá gat hann aldrei verið einn, hvort sem var kveikt eða slökt ljós. Hann þorði heldur varla að sofa. Það getur verið virkilega gaman í andaglasi en maður þarf ekki endilega að taka öllu bókstaflega sem andinn segir.
Það kemur ekki alltaf andi í glasið. Samt sem áður verður maður ekkert smá stressaður stundum eftirá. Ég hef blessunnarlega aldrei lennt í því að fá e-r vafasöm skilaboð frá öndum. Ef einhver veit hvernig tilfinning það er, þá má hann endilega reyna að lýsa því fyrir mér (ef hann/hún treystir sér til).
Vinkona mín missti nánast vitið um daginn þegar hún fór í blóðmaríu. Það gerðist þannig séð ekki neitt nema það kom andi í spegilinn. Hún átti alls ekki von á því (var bara að prófa) því að það kemur eiginlega aldrei andi. Mér hefur t.d. aldrei tekist að ná sambandi við anda.
1. Hefur einhverjum tekist að ná sambandi við anda í blóðmaríu?
2. Eru einhver tengsl á milli þess að í þessu fikti verða stundum dauðsföll og/eða fólk missir vitið og að andaglas og blóðmaría áttu bæði uppruna sinn úr djöfladýrkun?
3. Er e-r rétt eða röng leið til að fara í andaglas. T.d var einhver að segja að það ætti að vera hættulaust ef rétt væri farið að ???