Eftir að hafa lesið nokkrar greinar um upplifun annara á “draugum” eða verum eins og ég vil frekar kalla það langar mig svolítið að gera það sama. Það er búið að gera þetta orð “draugur” að einhverju skrípa orði og ekki skrítið að fólk trúi ekki á svona lagað þegar fólk hefur einungis séð allt það bull sem til er um þetta í sjónvarpi.
Ég lít að þessar verur sem dáið fólk sem fylgir ættingjum eða vinum sínum, oft til að vernda það. Og það hefur verið mikið um þetta í minni fjölskyldu hvar sem hún hefur búið. Ekki það að við séum að heyra undanlegan hlátur hér og þar eða mann labbandi í svartri skykkju með hníf heldur bara óútskýranlega hluti. Ekki bara hljóð sem koma út af því að það er vindur eða bara því við erum hrædd.
Amma hefur alltaf verið næm á svona hluti og hefur séð hluti frá því hún var ung. Stundum sá maður hana brosa út að eyrum þegar hún horfði út um gluggann og þegar maður spurði hvað hún væri að horfa á sagði hún: ekkert. Hún vildi bara ekki hræða mann. Mér finnst einmitt of mikið verið að einblýna á eitthvað slæmt eins og þetta sé eitthvað sem maður eigi að vera hræddur við.
Amma hefur líka oft sagt mér sögur af aðvörunum og ég hef einnig fundið fyrir þeim. Þegar eitthvað óútskýranlegt gerist eins og þegar bankað var á gluggann minn á annari hæð og um leið og ég heyrði það vissi ég að eitthvað hefði komið fyrir mömmu og vissi að ég ætti von á símtali, 2 mínútum seinna hringdi síminn og ég hafði rétt fyrir mér.
Þegar foreldrar mínir bjuggu á Kristnesi, bær rétt hjá Akureyri ef ég man rétt bjuggu þau í húsi heilsugæslunnar því mamma var hjúkrunarfræðingur þar. Þar gerðist ýmsilegt sem að eingin hefur getað skilið. Í þessu húsi var pabbi oft að skrifa og var því með hluti út um allt og átti það til að gleyma því hvar hlutirnir væru. Þá gat hann lagst niður á rólegum stað og lokað augunum og þá fékk hann mynd af stað í húsinu þar sem hluturinn sem hann leitaði að átti að vera. Og það kom ekki fyrir að þetta væri vitlaust. Hann hefur hvergi getað þetta nema þarna.
Einnig í þessu sama húsi bjó nokkurra mánaða systir mín og svaf hún í vöggu á næturnar. Eina nóttina vaknar mamma við það að hún fær systur mína svo ískalda í fangið að hún var næstum orðin blá. Er því haldið fram að einhver hafi viljað hjálpa og hafi því komið systur minni í hlýjuna hjá ömmu.
Annað í þessu húsi var það að stundum þegar pabbi fór í vinnuna tók hann eftir því þegar hann var að keyra í burtu að ljós sem átti að vera slökkt var kveikt. Fór hann alltaf inn og sá þá að eitthvað hafði gleymst, eldavélinn, kaffivélin, hann hefði gleymt að læsa og engin annar var í húsinu. Þegar foreldar mínir fluttu svo út og keyrðu í burtu horfðu þau á sama ljósið kvikna og slökkna strax aftur i þessu tóma húsi. Veit ekki hvort þau vinkuði á móti;)
Svo fluttu þau í húsið sem ég ólst upp í og er nýflutt úr, þar var soldið um þetta og fannst mér það á tímabili óþægilegt. Amma bjó þá með okkur og við báðar heyrðum oft fótatak á sama tíma á hverjum degi á annars þessari tómu hæð. Amma bjó á neðri hæðinni, við á efri. Ég man alltaf hvernig það var, karlmaður, þungstígur og það var eins og hann labbaði ekki gangin á enda. Við kipptum okkur ekkert upp við þetta, þetta var bara eitthvað sem gerðist alltaf.
Amma sá mikið í þessu húsi og það var ekki slæmt, eða allavega ekki allt, fór allt eftir því hvaða fólk var eða kom í húsið. Hún sá oft ljós koma úr út undarlegustu söðum, skápum, hurðum og alltaf var það missterkt. Og ég man svo eftir því þegar hún var að lesa fyrir litla frænda minn eitt kvöld þegar hann stoppar og spyr ömmu sína hvaða ljós væri eginlega að koma út úr bókaskápnum. Amma sá það ekki og hló bara, hún trúir því að svona ljós sem aðeins maður sjálfur sér, sé merki um það að einhver hugsi til manns og vilji manni vel. Svona reyndar hef ég aldrei séð.
Mörg atvik eru til um það í þessu húsi um að hlutir týnist og komi svo aftur á sama stað og þeir voru, jafnvel mánuðum eða árum síðar. Alltaf þegar eitthvað týndist þá pældum við ekkert í því, hugsuðum með okkur að við yrðum bara að passa okkar dót betur en það afsannaðist þegar hlutirnir birtust aftur. Eins og hinn umtalaði uppþvottabursti. Vorum með held ég rauðan uppþvottabursta sem fór ekki mikið frá vaskinum enda fer maður ekki mikið á flakk með uppþvottabursta. Hann allavega týndist og keyptum við bara nýjan en okkur fannst þetta voðalega skrítið. Hálfu ári seinna finnst burstinn á sama stað og hann hafði alltaf verið.
Eitt sem ég var líka búin að gleyma og það er gömul vekjaraklukka sem ekki hafði gengið í mörg ár, var alltaf þarna en gekk ekki enda batteríið búið. Við einhverja tiltektina er þessari klukku komið fyrir inni í herbergi sem er aldrei notað, eitt kvöldið soldið eftir þetta heyrir pabbi í klukkunni hringja. Hann fer inn og kallar á mig og spyr hvort ég hafi skipt um batterí og ég hafði auðvitað ekki gert það. Ég varð svolítið hrædd þegar ég horfði á batteríslausu klukkuna hringja og enn hræddari þegar hún hringdi aftur eftir að batteríið hafði verið fjarlægt úr henni.
Allt þetta hætti eftir að amma fór á elliheimili og ég trúi því að þetta hafi bara verið fólk sem fylgdi henni.
Ég get haldið endalaust áfram með þetta því þetta er ekki nærrum því allt en ég ætla ekki að gera lesendum það að skrifa meira enda margir sem hafa enga trú á þessu en ég bið ykkur um að taka svona ekki bara sem bulli, það er auðvitað erftitt að trúa þegar maður hefur aldrei upplifað en ekki lifa ykkur of mikið inn í hinn óraunverulega heim sjónvarpsins þar sem svona lagað er ýkt og á sér engar stoðir í veruleikanum.