Ég hef séð myndir hér inn á Dulspeki þar sem myndum hefur verið breytt þannig að andlit sjást út úr reykjarmökkum. Ég hef ekki verið mikið að spá í þetta fyrr en ég fékk mynd á e-maili frá félaga mínum sem sýnir World Trade Center bygginguna þegar seinni flugvélin fer í gegnum hana… þar má greinilega sjá móta fyrir andliti í reykjarmekkinum.
Fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri gervi, að myndinni hefði verið breytt, svo að ég ákvað að kíkja á www.snopes.com, sem er síða sem að checkar og double-checkar allar svona “Internet Urban Legends”, þar varð mér litið á myndina og viti menn! Það var ekki minni fréttastofa en CNN sem að á einkaréttinn á myndinni og þeir eru tilbúnir að leggja orðstír sinn að veði að það sé ekki búið að eiga við myndina.
Á þessari sömu síðu rakst ég á aðra mynd af sama reykjarmekki þar sem andlitið er farið að afmyndast aðeins en sést vel samt sem áður. Þá mynd tók blaðaljósmyndari sem sver að það sé ekki búið að eiga við myndina.
Fyrir þá sem eru vantrúaðir þá bendi ég á staðreyndasíðuna snopes:
http://www.snopes2.com/rumors/wtcface.htm#add
P.S. Það er fólk sem vill meina að þetta sé djöfullinn. Ég tel þetta ekki trúarlegs eðlis, en þetta er alveg einstaklega dularfullt.
- Pixie