Jæja þetta er orðið eiginlega árlegur viðburður að ég haldi TAROT kvöld og því breyti ég því ekki núna.
Ég ætla að spá fyrir fólki sem vill og telur að það þurfi aðstoð. Ég mun ekki lengur hafa þetta á kaffihúsi eða “opið hús”, heldur mun ég bjóða fólkinu heim til mín og spá fyrir því eins lengi og báðir aðilar telji að þurfi.
Þeir sem eru eingöngu forvitnir um TAROt og annað dulspekilegt; hafið frekar samband við mig og við getum talað í gegnum netið.
Ég ætla ekki að bjóða mörgum þar sem heimili mitt er minn griðarstaður en ég hef síðustu mánuði boðið fólki heim og spáð fyrir því í rólegheitunum og fannst ég ætti að láta ykkur hugara vita af því ef þið hafið einhverjar spurningar til spámiðils eins og mín. Ég vil láta vita að ég tek frekar fólk heim sem eru opnir fyrir þeim möguleika að ekki allt sé þegar útskýrt með vísindum og að margt, eins og spádómar, séu ekki hrein vitleysa
Ég tek ekki gjald og ekki þóknanir. Þetta er minn tilgangur í lífinu og ég vil ekki hagnast veraldlega á honum þannig að ekki hafa áhyggjur af peningum eða þess háttar.
Fyrir ykkur sem kannast ekki við mig þá er ég spámiðill. Ég spái í TAROT, venjuleg spil, lófa, ræð drauma, les í árur og nota bæði kínverska og vestræna stjörnuspeki mér til aðstoðar.
Ef þið hafið spurningar endilega ekki hika við að spyrja mig. Ef þið viljið ekki send þær hérna sem svar, endilega sendið mér þær þá sem skilaboð.
Kveðja,
Abigel