Ein spurning, þótt hún sé kannski ekki beint andlegs eðlis heldur siðferðisleg, finnst mér að hún eigi smá rétt á sér. Ef ykkur byðist eilíft líf. Hvað yrði svar ykkar? Ég er ekki að tala um að verða einhvers konar vampíra heldur frekar eins og fólkið í Highlander. Ekkert gæti drepið ykkur. Að mínu mati yrði þetta án efa ein erfiðasta spurning sem nokkur gæti svarað, en annars þarf það ekki að vera svo. Ég sjálfur myndi eflaust taka þessu tilboði þar sem þar byðist mér líf til þess að fylgjast með öllu sem gerðist í mannlegu samfélagi. Maður fengi að sjá upprisu og fall heimsvalda. Fegurðin við lífið sjálft yrði loksins augljós, einnig hryllingurinn. Maður gæti lært allt og maður gæti gert eitthvað við líf sitt sem er annars svo stutt. Engar áhyggjur. Tími yrði engin fyrirstaða. Auðvitað yrði þetta mikil streita á andlegs eðli einstaklingsins þar sem hann sér alla sem hann þekkir í kringum sig deyja fyrr eða síðar.
<br>
<br>
Ein lokaspurning: Hvað ef maðurinn neitaði dauðanum? Hvað ef maður myndi trúa því svo heitt að maður þyrfti ekki að deyja og þess vegna myndi ekki deyja. (seinasta spurning er tekin úr graphic novel sem heitir “Sandman” og er eftir Neil Gaiman)
[------------------------------------]