Spíritískur sjúkdómur og rætur hans í nútíma samfélagi
Vantar þig nýtt starf? Nýjan bíl? Stöðuhækkun í vinnunni? Smá Athygli? Nýjan elskhuga?
Jæja stökktu af stað líkt og skyndilausnar-elskandi-nýaldar-sinni, það eru búðir seljandi fimmauratöfra til að eignast þetta allt og það eru til “töfra” bækur sem innihalda allar þær upplýsingar sem þú villt.
Tökum dæmi, “The Wicca Handbook” eftir Elieen Holland (ein af mörgum samsvörunar bókunum þarna úti). Hún hefur samsvaranir fyrir tíma, númer, höfuðöfl, plánetur og já…. jafnvel GUÐI sem þú getur notað til að fá allt það sem þú villt.
Vantar þig peninga? …Jæja stígðu fram og ákallaðu Hades, Pluto eða Sarasvati á meðan þú brennir græn kerti á Miðvikudegi.
Vantar þig elskhuga? …Ákallaðu Freyju eða Afródítu á meðan þú klæðist bleiku á Föstudegi.
Ég fullvissa þig um að þessir guðir og gyðjur hafa engann annan tilgang heldur en að sinna hverjum einasta duttlung og vælinu í þér, þú þarft ekki einu sinni að heiðra þá eða neitt, eða byggja upp samband við goðið. Komdu, komið öll, skiptið á Kristna guðinum ykkar fyrir sérhæfðari útgáfur. Ég meina, til hvers að spyrja “jack-of-all- trades” sem getur aðeins gert eitthvað hálfkák þegar þú getur fengið sérfræðinga?
Sérðu eitthvað vandamál við þetta? ….Það geri ég.
Í fyrsta lagi, hvað eigum við, sem dauðlegir menn með að skipa guðdómlegum öflum fyrir verkum, eða biðja þau um eitthvað þegar við höfum ekki lagt neitt af mörkum til að rækta samband við þau? Hvaðan kom sú hugmynd um að við eigum einhvern rétt á því? Ég held mig við kenninguna um að hún komi frá okkar skyndilausnar markaðshyggju menningu. Ef það er eitthvað sem einhver vill, þá heitir það MEIRA og ef hann einhvern tíman vill það þá er það NÚNA.
Af hvaða mögulegu ástæðu ætti einhver rökrétt mannvera að trúa því að guð bregðist við í samræmi slíkt klikkað hugsunarmynstur? Þeir eru ekki hér sem litlu töfraandarnir okkar og uppfylla hverja einustu ósk.
Höfum við skipt út töfralömpum fyrir bækur? Er Bridget og allt heila klabbið af öðrum “þreföldum-gyðjum” nýja formið? Þrjár hliðar, þrjár óskir?
Höldum við virkilega að með því að nudda kanil í klofið á okkur, dansa nakin um borðstofuna, og kveikja á óvistvænum kertum og krabbameinsvaldandi reykelsi þá muni gyðja Jarðarinnar veita okkur frjósemi?
HÖLDUM VIÐ ÞAÐ VIRKILEGA?
Því ef þú í raun heldur það þá áttu við stærra vandamál að stríða heldur en kanilinn brennandi á þér kynfærin.
Fyrst og fremst, þá ætla að ég að gefa til kynna hvaðan þetta hræðilega, heimska, ókurteisa og hreint út sagt óguðlega hugsunarmynstur hefur þróast og hvað við getum gert til að bæta ástandið, og jafnvel koma til leiðar smá af alvöru spíritisma, tilfinningu fyrir lotningu, virðingu og frændsemi við guðina aftur í Heiðnina
Líkt og flestir Kristnir móðgast þegar þeir heyra fólk segja “Góði guð á himnum, líf mitt er svo ófullnægjandi og þýðingarlaust án Villu á spáni og ungrar ljóshærðar kærustu..”
Þá ættuð þið sem heiðingjar ættu að taka til ykkar blygðunarlausa misnotkun á- og lítilsvirðingu fyrir guðunum. Auðvitað hefur mikið af fólki einlægar áhyggjur, eins og heilsuna, borga leiguna, hegðun barna þeirra og aðra slíka hversdags hluti. Það er Í LAGI að biðjast fyrir og vinna með “töfra” ef það hjálpar þér að fá útrás fyrir streitu og ef þú trúir í einlægni að það hjálpi eitthvað. Það sem er EKKI í lagi er að leggja álög notandi alla þessa gagnslausu krabbameinsvaldandi hluti og ákalla guði sem þú ert í engu sérstöku sambandi við og hefur engan sérstakan áhuga á.
Flestir Kristnir (þetta er bara dæmi, en þetta á við Gyðinga, Múslima og meðlimi annarra trúarbragða) hafa almennilega hugmynd um sinn guð og almennilegan skilning á hvenær ber að kalla á hans aðstoð. Ég get ekki sagt það sama um helling af nýtísku Wicca-fylgjendum og öðrum nýaldar-heiðingjum sem fletta bara upp á einhverju í bók, eins og álögum fyrir “Astral Projection” og ákalla bara einhvern guð eða gyðju sem þau vita ekkert um. Þetta er bara nafn fyrir þeim, bara eitt hráefnið í álögin og hefur ekkert meira gildi heldur en ódýr reykelsi og ilmkertin sem þau keyptu í Rúmfatalagernum. Ég hef út á þetta að setja, MIKIÐ AÐ SETJA !
Guðirnir eru ekki bara eitthvert yfirskyn af einhverjum einum óskilgreinilegum “anda” eða “uppsprettu” fyrir hinum raunverulega heiðingja. Guðirnir eru raunverulegir. Þeir eru forfeður okkar, förunautar og vinir. Það er Í LAGI að biðja ættingja sína, förunauta og vini um hjálp einstaka sinnum ef þig virkilega vantar eitthvað, en finnst þér ekki að þú ættir að minnsta kosti að kynnast þeim fyrst?
Hvernig myndi þér finnast ef einhver ókunnugur fletti bara upp á þér í símaskránni, hringdi í þig eða kæmi við heima hjá þér og bæði þig um að hjálpa sér að kaupa nýjan bíl? Myndirðu gera það? Ég myndi svo sannarlega ekki gera það.
Já, ég veit að þú getur hitað matinn þinn í örbylgjuofni, keyrt í gegnum veitingarstaði, sent vinum þínum tölvupóst eins og skot, og orðið þér út um marga aðra hluti mjög fljótlega og auðveldlega en raunverulegur spíritismi, töfrar og trú virkar ekki þannig.
Þú getur ekki bara lesið bók, farið út og keypt öll flottu áhöldin og *BÚMM* þú ert orðin Stórbrotinn Æðstiprestur með leyfi til að framkvæma löglegar giftingar í Mexíkó. Það virkar ekki þannig. Þú getur ekki bara labbað inn í einhverja hlægilega “Nornabúð” á Vesturgötunni og keypt “verndargaldur” úr búðarhyllu og *BÚMM* það baktalar þig enginn aftur.
Ég skil hversu freistandi það er að láta bara trúna okkar og spíritisma vera eins einfalda, fljótlega og auðvelda eins restina af okkar nútíma, kapítalista, gefðu-mér-allt-núna menningu og í raun þá eru fullt af bókum og “Nornabúðum” þarna úti sem segja þér að þetta sé nákvæmlega svo einfalt, en veistu hvað?
ÞAU eru að LJÚGA að þér til að hala inn peningum og það er allt sem það er.
Í hvert einasta skipti sem þú sérð einhverja bók sem segir þér það að eftir lestur hennar þá sértu komin með næga þekkingu til að verða Innvígður “Fyrstu Gráðu Wicca-fylgjandi”, hlauptu þá argandi í aðra átt.
Menningin okkar er dauð, líflaus og niðurfall á jörðinni. Slíkar búðir og bækur bjóða upp á spíritisma sem er dauður, líflaus og niðurfall á jörðinni.
Ef þú ert inni í markaðshyggju þessa þjóðfélags, ertu þá í raun heiðin? Já, þú verður að eiga við smá markaðshyggju, ég er ekki að segja að þú eigir að lifa eins og einbúi í litlum kofa í skóginum með engin þægindi, því augljóslega geri ég það ekki, annars væri ég ekki að skrifa þetta. En, það eru ýmsar leiðir til þess að minnka áhrifin sem þú hefur á jörðina og ég held að allir ættu að gera það, sérstaklega ef þú ert fylgjandi trú sem byggist á náttúrudýrkun.
“En, en …??,” heyri ég ykkur segja, “Ég veit ekki hvar ég á að byrja! Mér líkar vel við hádegis matinn minn á McDonalds og kaupa fullt af kertum og dóti í Tiger!” Róið ykkur niður, segi ég, það auðveldara en þú heldur að minnka skaðan sem við völdum plánetunni og heiðra guðina þína á sama tíma.
Fyrst vil ég gera einn hlut ljósan: ef þið viljið notast við að leggja einhver álög líkt og lækningarmeðferð, gjörið svo vel. Það er líklega ódýrara heldur en að fara til sálfræðings og örugglega jafn áhrifaríkt. En, gjörið svo vel að blanda ekki guðunum inn í það. Það er til hellingur af gamaldags töfraþulum þarna úti sem þið getið kyrjað eða eitthvað, og ef þið viljið notast við þær til að finna autt bílastæði,(*gjóa augunum til Vesturgötunar*) jæja þá, þið verðið að notast við það sem hentar ykkur, bara ekki láta sem þær séu eitthvað sem þær eru ekki.
Ég hef aldrei séð neinn skaða í því að segja í huganum ”Andskotinn, ég SKAL fá autt bílastæði” …bara ekki ákalla guði til fá þau, þar sem ég er viss um að guðdómlegir kraftar hafa betri hluti að gera heldur en hjálpa þér að finna gott stæði fyrir utan stórmarkaðinn á meðan á Jólainnkaupunum stendur.
Einnig, ef þú ætlar að taka upp á því að segja “Ég er Wiccan og ég elska jarðar móðurina” viltu þá vinsamlegast, vinsamlegast, VINSAMLEGAST, gera eitthvað í því. Vera samkvæm/ur sjálfri/um þér eins og maður segir.
Ef þú villt brenna reykelsi, reyndu þá að ganga úr skugga með það sé alveg náttúrlegt, og ekki brenna of mikið af þeim. Ef þú villt kveikja á fullt af kertum, notastu þá við kerti unnin úr býflugnavaxi ef þú hefur efni á því. Ef ekki, notaðu þau þá sparlega þar sem þau eru olíuunnin (óvistvæn). Hvað sem þú gerir, ekki fara út og grafa þau til að “skila orkunni aftur til jarðarinnar”, vegna þess að einhver “angelfire fluffy-wicca 101” vefsíða sagði þér að gera það. Með því ertu að sóða út og menga, og sú hugmynd er hvort sem er algjört rugl, þannig ekki gera þetta. Ekki fara út og hella hlutum einhverstaðar eins og salti í árnar og vatnsstrauma. Í stuttu sagt, hugsaðu um það sem þú ert að gera og ekki setja hluti einhverstaðar þar sem þeir eiga ekki heima.
Þú sem “ó-móðurnáttúru-gyðju-dýrkandi-nýaldar-heiðingi” ættir kannski einnig að notast við vistvænar og eiturlausar heimilisvörur í einkalífinu. Það eru bækur eins og “The Naturally Clean Home” eftir Karyn Siegel-Maier sem fjalla um hvernig þú ferð að því á sem ódýrastan hátt. Jafnvel að borða meira af grænmeti, eða reyna að kaupa kjöt af heimaslátruðum dýrum sem eru alin á lífrænan hátt á bóndabæjum. Meindýraeitrið sem er notað í nánast allan innfluttan mat eru spilliefni og orsaka svörfun á jarðvegi, mörgum dýrum er misþyrmt á Verksmiðjubúum. Ef þér er annt um verurnar í kringum okkur og ástand jarðar og hefur efni á því, auðvitað, reyndu að fara leiðir valda umhverfinu minni skaða.
Ég veit að fullt af heiðingjum eiga ekki mikið af peningum, en það eru fullt að hlutum sem þú getur gert sem sýna fram á spírtíksar hugsjónir í þínu daglega lífi. Þegar á botninn er hvolft, hversu marga Rýtinga og Sprota þarf ein manneskja eiginlega?
Hvað varðar guðina, okkar forfeður, förunautar og vinir, því ferðu ekki að vinna í því að ekki að byggja upp samband við þá? Ef það er sérstakt trúarkerfi sem þú hefur áhuga á, finndu guð eða gyðju sem höfða til þín og rannsakaðu þau. Finndu allt sem þú getur um þau og stúderaðu þau. Finndu út hvernig aðferðum var beitt til að dýrka þau fyrir þúsundum árum síðan og (fyrir utan að fórna fólki til þeirra) gerðu það sem þú getur til að heiðra þau. Byggðu gagnkvæmt samband við þau.
Það þarf ekki helling af rándýrum hlutum til að lækna eða forðast spíritískan sjúkleika. Þú þarft ekki Rýting, Pott, Pentagram, Sprota, Reykelsi eða tonn af silfur skartgripum vafða um þig til að heiðra og virða guðina almennilega. Guðirnir líkamnast í náttúrunni og Landinu í kringum þig, þannig að berðu virðingu fyrir Landinu og reyndu að kynnast guðunum þínum. Þetta er einfalt, í alvöru. Svo einfalt að það þarf ekki allan þennan helling af bókum frá Llewellynn.inc og ég er ekki að reyna að selja þér neitt né er ég að græða peninga á þessu. Þetta er bara svo augljóst, svo einfalt og svo djúpstætt að mér finnst að allir ættu að vita þetta og ef einhver veit þetta ekki nú þegar þá á hann réttin á því að fá að vita þetta.
Þetta kostar vinnu, tíma og fyrirhöfn, sem margt fólk í okkar samfélagi passar sig á því að sniðganga, en ég fullvissa þig um að launin eru VEL fyrirhafnarinnar virði.
——————————
Ég birti þessa grein upprunarlega á Hoddmímisholti, en eftir að ég heyrði vissa auglýsingu í útvarpinu um dagin, fannst mér ég bara verða að senda hana hingað inn líka
——————————