Einusinni var sú minning mér kær sem ég taldi vera sönnun á að maður lifi mörgum lífum þ.e.a.s. endurholdgist. Ég man eftir að þegar ég var ca. 6 ára kom vinkona mömmu í heimsókn með krakkann sinn sem var bara smábarn. Þessi sonur hennar sem var ca. 2 ára gerði einhvað sniðugt sem þær vinkonurnar fóru að hlæja af og þetta varð til þess að ég fór að upphugsa einhvað sem gæti verið sniðugt að gera ef maður væri 2 ára og var svo lengi að velta fyrir mér hvernig ég ætti að tryggja að ég myndi eftir þessu þegar ég yrði tveggja ára næst, og s.s. gekk út frá því sem gefnu að ég myndi eiga eftir að upplifa það að vera 2 ára aftur.
Svo uppgötvaði ég mér til sárrar gremju að í myndinni Jón Oddur og Jón Bjarni, sem kom í bíóin aðeins áður, í atriðinu þar sem þeir bræður eru að ræða um líf eftir dauðann við foreldra sína er talað um endurholdgun. Bömmer, þar misti ég trúna á eilíft líf, hætti í KFUM og gekk Satan á hönd.
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.