Þegar ég var lítil þá var ég barnaskyggn (á tveggja til þriggja ára aldrinum) og ég finn ennþá fyrir því ef það er slæmur andi í húsum eða góður. Ég lokaði mig oft inni í herberginu mínu og var að leika mér og mamma heyrði í mér tala við sjálfa mig nema hvað að ég stoppaði alltaf inn á milli eins og ég væri að tala við einhvern sem mamma heyrði ekki í. Svo kom ég fram og fór að segja mömmu frá hvað einhver langamma mín hafði verið að segja mér nema hvað að hún hafði dáið fyrir nokkrum árum. Okkur heima hjá mér grunar að litla systir mín sem er 10 mánaða hafi séð árur þegar hún var lítil en hún var dauðhrædd við allar konur sem voru annaðhvort óléttar eða áttu lítil börn. Það skipti ekki máli hvort konan var með stóra bumbu eða alls enga eða hvort hún var með barnið sitt með eða ekki. Önnur systir mín sem er 3 ára hún var á tímabili alltaf að tala um svörtu kisu sem fylgdi henni um allt en við sáum ekki. Það var þá kisan okkar sem við höfðum látið lóa ári áður. En hún kisa okkar fylgdi okkur öllum og ég fann fyrir henni líka. Svo einn daginn þá fann ég Whiskas kattamat undir sófanum okkar en það var einmitt uppáhaldas kattarmatur kisunnar. Við áttum engann annan kött og það hafði aldrei búið köttur þaðan sem sófinn kom frá svo þetta var frekar spúkí.
Mér finnst líka oft eins og ég hafi fylgju með mér en ég hef samt ekki góða tilfinningu fyrir því og mér líður yfirleitt frekar illa þegar ég finn fyrir henni. Nákvæmlega núna er ég ein heima og er að drepast úr hræðslu því mér finnst eins og þessi andi sé að fylgjast með mér að skrifa þetta. ( Það er samt örugglega bara ýmindunaraflið í mér :Þ ) Ég hef alltaf verið á leiðinni til miðils að láta tékka á þessu og láta þá loka fyrir þetta því mér finnst þetta mjög óþægilegt. Ég get t.d. varla farið í sturtu þegar það er orðið dimmt úti eða farið á klóstið í friði. Ég er líka fárálenga myrkfælin :$
En ég er að reyna að komast að sem mestu um þetta til þess að yfirbuga hræðsluna við þetta.
( Mæli með því að horfa á the sixth sence )
Ég veit að fólk sem sér framliðna er alls ekki hrætt vi þetta. Ein vinkona fósturmömmu minnar var ksyggn og sá fólk út um allt en lét loka fyrir það því henni fannst þetta svo óþægilegt af þeim orsökum að hún fann sér aldrei sæti neinstaðar. Það sat annað hvort lifandi fólk eð aframliðið í öllum sætum og hún vildi náttúrulega ekki setjast ofaná andanna þótt þeir væru keki úr föstu efni. Svo veit ég líka um einn unglingsstrák sem er svona sextán, sautján ára en hann hefur fengið skyggnigáfuna með aldrinum og er alvega búin að venjast þessu en oft fer hann fram til mömmu sinnar og biður um að fá að sitja aðeins og horfa á sjánvarpið frammi af þeirri einföldu ástæðu að það sé svo mikið af fólki inni hjá honum að tala saman að hann geti ekki sofnað! Mamma hans er líka skyggn og í fyrsta skiptið sem hún hugleiddi þá birtist risastór úlfur fyrir aftan hana bara allt í einu en henni brá ekkert og varð ekkert hrædd. Núna birtist þessi úlfur alltaf þegar hún hugleiðir en þetta er líklega eitthvað sem fylgir henni úr fyrra lífi en indjánar t.d. höfðu úlfaanda sem fylgdu þeim og vernduðu þá.
En fyrir þá sem eru svona myrkfælnir eins og hræddir við þetta þá segji ég að þetta er bara óttinn við það sem við sjáum ekki og skiljum ekki. Og ég mæli alls ekki með því að reyna að hunsa þetta og pæla ekkert í þessu ef maður er hræddur því það gerir bara illt veraa. Maður verður að vita hvað maður er hræddur við að reyna að skilja það.
Það er allvega það sem virkar hjá mér. Svo eru örugglega einhverjir sem eru hræddir við að andarnir séu að reyna að drepa mann eða ietthvað svoleiðis en ég held að þótt þeir reyni það þá geti þeir það ekki :Þ
Ég vona bara að þið hafið haft gaman að þessu og þetta hafi komið að gagni fyrir einhverja :D
just sayin'