Segir mér svo hugur að þú sért með snert af fortíðrarþrá. Þá á ég ekki við hundinn, heldur atburð eða eitthvað úr fortíðinni sem þér þykir vænt um en verður að sleppa höndinni af. Því að það er þegar farið og það er að halda aftur af þér á einhvern hátt. Gæti e.t.v. verið liðið ástarsamband eða í þá áttina. A.m.k. bendir birting hundsins til þess. Eða þá einhver tilfinningasár sem þú ert ekki viljug til að leyfa að gróa. Hmmm…ég veit ekki alveg, ég er bara að blaðra á innsæinu hérna. Annað er að hundurinn sem birting á leiðbeinanda er táknrænn fyrir lækningu tilfinningalegra sára hjá fólki, vináttu, tryggð og hlýju. Hefur einhver gamall kunningi eða ástvinur komið aftur inn í líf þitt nýlega? Kanski áttu von á honum og þarft að takast á við einhverja fylgifiska sem gætu sýnt sig í leiðinni. Annars veit ég ekki og er enginn sérfræðingur.
Ég tel að lykillinn að því að vita hvað draumarnir eru að segja þér er að komast að því hvað táknin og aðstæðurnar í drauminum þýða persónulega fyrir þig. Væri kanski sniðugt að skrifa niður hvaða atriði þér þykja mikilvægust og hugleiða það öðru hverju á hvaða hátt þetta getur átt við líf þitt í dag.
Já og þú ert ekki ein um að frjósa milli svefns og vöku. Þetta kemur fyrir mig líka og ég hef farið sálförum milli svefns og vöku og séð og heyrt ýmislegt í þessu ástandi. En eitt vil ég segja þér, ekki fara með ef þér finnst þú ekki tilbúin til þess. Bara ef þig langar til og ert alveg óhrædd.
Bestu kveðjur og gangi þér vel með þetta, Lynx.