sjálfur hef ég upplifað sumt sem hefur komið fram hér að ofan, ekki það sama en upplifunin er lík.
í eitt skiptið var það eiginlega bara tremmi en það var nógu ógnvekjandi samt.
ég lá uppi í rúmi eftir þjóðhátíð og vaknaði við það að það var verið að toga í löppina á mér. ég var hálf sofandi þegar ég reis upp og opnaði augun þá sá ég peyja sem ég hafði hitt á þjóðhátíðinni og hann hrökk við og hljóp út úr herberginu. svo ætlaði ég að fara að sofa aftur þá var hópur af frekar ófríðu fólki fyrir framan rúmið mitt sem greinilega var fjölskylda. þetta voru maður, kona og tvö börn, drengur og stúlka. maðurinn gekk að mér og yrti á mig með nafni og sagðis vera ættingi minn frá þykkvabænum og að þau hefðu frétt af því að ég væri í einhverju rugli og væru komin til að hjálpa mér. mér brá og var ennþá hálf sofandi og sagið ha!! þá gekk litli drengurinn að mér, hann hefur verið svona u.þ.b. 8 ára gamall og rétti mér einhvern bækling sem hann hélt að gæti hjálpað mér. eftir það þá galopnaði ég augin og glaðvaknaði, en þau voru ennþá þarna. ég skreið útí horn og dró sængina yfir höfuðið á mér í smá stund til að ná áttum en svo kíkti ég undan og þá voru þau ennþá þarna.
pretty creepy!!
en ég var búinn að vera á svaka fylliríi náttla þjóðhátíð í eyjum og ekkert annað hægt. en samt frekar óþægilegt og creepy.
en áður hafði ég lent í annari reynslu sem var ekki þægileg heldur. þegar þetta gerði þá var ég ekki á neinum efnum, hvorki áfengi né einhverju öðru!
mig dreymdi að ég væri sofandi inni í herberginu mínu og sá það nokkurnveginn svona úr lofti. svo vakna ég við það að það er eitthvað líkt og risastór kló að klóra í bakið á mér og það var einhvert urr eða eitthvað sem ég heyrði um leið. ég rís upp og þá vakna ég við það nákvæmlega sama. þetta var eins og svona loop, ég vaknaði svona 3 til 4 sinnum í draumnum síðan vaknaði ég í alvörunni við þetta sama og hljóp inn á bað til að gá í spegli hvort það væru einhver ummerki um klór, en sá ekkert. nokkrum dögum seinna tók ég eftir klórfari á bakinu á mér sem ég mundi ekkert eftir að hafa fengið.
veit ekki hvað er í gangi en bara fannst sniðugt að senda þetta inn til að fá viðbrögð og kannski heyra svipaðar reynslusögur.
“Ef öl er böl