Þetta er sönn saga:
Árið 1880, þann 23. sept þá hvarf maður að nafni David Lang hvarf afyfirborði jarðar, fyrir augum konu sinnar, tveggja barna sinna og tveggja manna.
Hann var að labba út á engi þegar hestvagn með prestinum, vini þeirra og tengdasyni hans keyrði upp að hlaði, hann vinkaði þeim og allt í einu hvarf hann, fyrir augum fjölskyldunnar og mannanna. Öll hlupu þau að staðnum sem hann hvarf á en það var engin hola eða neitt sem útskýrði hvarf hans. Nágrannarnir voru kallaðir til hjálpar en ekkert fannst sem benti til þess hvað varð að David. Konan hans varð aldrei söm og var rúmliggjandi lengi eftir.
7 mánuðum seinna voru börnin að leika sér þegar þau sjá að í kringum staðinn sem David hvarf var gulur hringur, þau stóðu bara þarna og kölluðu svo á pabba sinn og heyrðu hann svo kalla á hjálp, aftur aftur og aftur þangað til ópin döfnuðu. Þau sáu pabba sinn aldrei aftur.