Kæru lesendur, trúendur og vinir.
Árið er 2006 og við höfum nýtt uppsprettur jarðar til þeirrar markar að hún getur senn ekki haldið áfram að gefa. Við nálgumst að þeim punkti þar sem glundroði er rétt við hurðina. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr kemur alltaf morgundagur, aldrei samur og hálsbreidd er á milli góðs dags eða ills.
Rómur liggur í loftinu að innan tveggja áratuga munu helstu auðlyndir sem menn treysta svo sárlega á einfaldlega hverfa. Og til að bæta gráu ofan á svart erum við að kæfa jörðina, eitra höfin, hækka hitastig jarðar. Ísjakar bráðna sem merkir að fersksvatn úr þeim breytir saltstig sjós, Sjávardýr og gróður deyja undir þeim kringumstæðum sem eru alls ekki góð tíðindi.
Mannkynið erjar ennþá þótt ótrúlegt sé við áragömul stríð. Hatur og ofbeldi líður einskis.
Við nálgumst bara einfaldlega markar þar sem allt… ALLT er í hættu.
Þrátt fyrir tíðindin liggur alltaf von, hún er þar hjá fólki sem býr hana til og koma framförum í gang.
Þar sem ég setti þetta undir áhugamálið “Dulspeki” segir sitt sjálft.
Ég bið fólk að lesa á síðunni http://www.firethegrid.com/index.htm
Fólk sem er í sambandi við æðri heima koma saman, búa til von. Þetta skýrist betur eða leggur eitt púsl í spilið… sem er einfaldlega eitt svar við óteljandi spurningum.
Ég þakka kærlega fyrir þann tíma sem lesendur gáfu sér.
Með von um góðmild svör og hrífandi spurningar.