Það eru tvö þekkt dæmi um kynni við græn börn í Evrópu.
Fyrra skiptið er úr Suffolk í Englandi á 12. öld þegar bændur fundu strák og stelpu grátandi úti á akri. Þeir fór með börnin heim og komust þá að því að börnin töluðu ekki ensku og þau neituðu að borða mat.
Bæði börnin voru í skringilegum klæðnaði úr efni sem þeir könnuðust ekki við. Eftir nokkra daga án matar byrjuðu börnin loksins að borða, baunir.
Stuttu síðar voru börnin skírð. Strákurinn varð veikur stuttu seinna og lét lífið. Stelpan lifði af og lærði hægt og rólega að tala ensku og byrjaði að borða venjulegan mat. Húðlitur hennar varð rólega eðlilegur.
Þegar stelpan var spurð hvaðan hún kom þá lýsti hún staðnum þannig að það væri engin sól þar og allir voru grænir á hörund eins og hún og hinn strákurinn hefðu verið. Hún sagði að þegar þau hefðu farið að skoða sig um í stórum helli þá hefðu þau lennt í mikillri birtu sem blindaði þau og þannig viltust þau.
Skv annarri söguheimild hinsvegar átti stelpan að hafa sagt að hún kæmi frá stað sem kallaðist St. Martin's Land þar sem allir hefðu verið kristnir.
Einhverjir hafa haldið því fram að græni húðliturinn hafi verið sökum vannæringar.
Seinna dæmið kemur frá Spáni árið 1887. Strákur og stelpa fundust nærri helli, þau töluðu ekki spænsku og voru skringilega klædd. Augum þeirra var austurlensk í útliti.
Alveg eins og í fyrra dæminu þá neituðu þau að borða og strákurinn varð veikur og dó. Stelpan lærði spænsku og útskýrði að þau hefðu komið frá sólarlausu landi.
Munurinn á sögunum er sá að stelpan sagði að þau hefðu lent í hvirfilbili og rankað við sér í þessum helli. Stelpan dó árið 1892.
Í hvorugt skiptið þekkjast neinar sögur um fljúgandi furðuhluti eða annað slíkt en margir trúa því að börnin hafi verið geimverur eða verur úr annarri vídd. Líklegast er að börnin hafi verið vannærð og týnd. Það skrýtna er að þrátt fyrir langt tímabil þarna á milli þá voru bæði dæmin nokkuð lík. Hugsanlega er seinna dæmið bara endurgerð af sömu sögu.