Ég tel mig t.d. vita í hvaða landi ég bjó í fyrra lífi. Ég uppgötvaði það þegar ég kom þangað í fyrsta skipti og rataði um allt og kunni tungumálið strax.
Athygliverð spurning, ég hef sjálf velt þessu fyrir mér. Reyndar hef ég trúað þessu frá því að ég var smákrakki. Hvernig í ósköpunum stóð á því, veit ég ekki. Enda veit ég stundum ýmislegt sem ég á ekki að geta vitað.
ég hef einmitt oft verið að pæla í þessu, en sálin er einfaldlega of flókið fyrirbrigði til að þroskast nóg á einni mannsæfi, sem stundum er ekki nema 10 ár. Það getur eiginlega ekki verið að maður lifi bara einu sinni, því annars væri líka óendanlega mikið af sálum, allir sem einhvertíma hafa fæðst og dáið.
athyglisvert, mig hefur alltaf langað að fara til viss lands og ekki bara einhver ævintýraþrá heldur er eitthvað sem dregur mig þangað, kannski ég hafi lifað þar áður???
Ég er allveg full viss um að við lifum á jörðinni mörgum sinnum. Og í hvert skipti lærum við eitthvað nýtt. Svo þegar öll möguleg reynsla er fengin, getum við orðið ljósverur og þá verðum við sett í það hlutverk að hjálpa og vernda aðrar mannverur. Kveðja, Draco
Ég mundi ætla að þú hefðir komist á einhvern hátt inn í Akasa-annálana,og fengið samband við endurminningar einhvers sem hefur átt heima í þessu landi. Sambandið hefur verið svo sterkt að þér finnst að þú sjálf/ur hafir lifað þarna áður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..