Þetta byrjaði með því að ég heyrði lag sem varalltaf spilað á miðnætti á Frostrásinni á Akureyri, þegar maður að nafni Pétur Guðjónsson var með síðasta þátt kvöldsins hvern virkan dag, þannig hann var með þátt hvert kvöld sem unnið var fram yfir miðnætti. Síðan núna þegar ég heyri þetta lag þá upplifi ég það í flestum tilfellum að horfa á mig vinna við þá vél sem ég var mest við á þessum tíma og fara svo í skoðunarferð yfir salin sem ég var að vinna í.
En þegar ég er svona hálfnaður í skoðunarferðinni þá er eins og eitthvað togi í mig og ég verði að elta það, og yfirleitt er það síðasta sem ég kannast við sama hornið á húsinu. Og núna í kvöld fór ég niður eftir Eyrinni og niður að sjó og meðan ég flaug þarna niður eftir var einsog komið ég væri á ferðinni árið 1946, en þegar ég kom niður að sjá tókst ég á loft og flaug nokkra hringi yfir bænum og síðan stærri hringi og stefndi út fjörðinn þangað til ég var kominn að Moldhaugahálsinum sem þú þarft að fara yfir þegar þú keyrir frá Akureyri og ætlar í átt til Reykjavíkur, þá ferðu yfir hann áður en þú kemur að Þelamörk(fyrir sá sem ekki vita) en þar tek ég stefnuna beint í austur og yfir fjörðin og fannst mér sem þá væri árið 1930. Eftir þetta flaug ég svo aftur að Akureyri og lenti þar. Eftir lendinguna rankaði ég aftur við mér,
og fór að pæla aðeins í þessu, og ákvað að skella þessu hér inn
svo ég gæti heyrt álit ykkar á þessu.
Kv. Skemmi
Það er illt að heita strákur og vinna ekki til.