Við höfum augu, þau skynja ákveðna tíðni ljóss sem er nátengt útvarpsbylgjum og hákarlar geta skynjað rafboð frá öðrum fiskum og halda þess vegna oft að bátar séu fiskar. Fyrst að við gátum þróað líffæri sem að getur numið þessa ákveðnu tíðni þá er ekkert því til fyrirstöðu að líffæri myndi þróast sem gæti sent og tekið á móti útvarpsbylgjum, útvarp er meira að segja eitt einfaldasta raftæki sem til er.
Það er líka staðreynd að í þróuninni hefði getað hjálpað okkur rosalega mikið ef að við gætum tjáð tilfinningar með svona boðum, þá sérstaklega náskyldir ættingjar og enn meira hjá tvíburum.
Ástæðan fyrir því að þetta er svona dauft í staðinn fyrir það að við getum bara hreinlega talað saman með huganum gæti orsakast af því að við viljum ekki að óvinir okkar lesi hugsanir okkar, þetta gæti líka orsakað það að tvíburar og náskyldir ættingjar eigi auðveldara með að lesa hugsanir hvors annars vegna þess að ættingjar hafa svo mikið af sömu genunum að það borgar sig ekki fyrir þá að vera óvinir og þar af leiðandi borgar það sig líka að geta lesið hugsanir tvíbura sinns til dæmis.
Önnur ástæða fyrir því að þetta virðist vera sterkara meðal ættingja og þá aðallega tvíbura er vegna þess að þeir eru líkir og ef að þetta er eitthvað líkt því sem að við könnumst við þá mun þetta hafa bylgjulengdir og það eru auðvitað meiri líkur á því að ættingjar hafi svipaða bylgjulengd og það er öruggt að eineggja tvíburar hafi sömu bylgjulengd.
Þannig getur þetta einnig orsakað vinasambönd á þann hátt að fólk sem hefur svipaða bylgjulengd á eftir að geta tengst hvort öðru betur og því gæti vel verið að vinir og pör hafi mjög oft sömu bylgjulengd.
Allir kannast líka við það að maður getur skynjað mikið af tilfinningum þess sem þú ert að tala við í eigin persónu, ég hef alltaf talið það eingöngu vera vegna þess að maður les svipbrigði og tóna í röddum en kannski er það vegna þess að manneskjan er að senda frá sér eitthverskonar boð og því nær sem maður er manneskjunni því auðveldara á maður auðvitað með að nema það.
Það sem kemur síðan á móti þessu er það að ég held alveg örugglega að margar kannanir hafi verið gerðar með það að athuga hvort að eitthvers konar bylgjur komi frá manneskjum en auðvitað gæti verið að það sé bara ekkert búið að prufa það eða að það sé ekki hægt vegna þess að þetta er svo dauft að það fellur í bakgrunninn.
En ef að við getum numið eitthverskonar bylgjur frá fólki þá er skemmtilegt að hugsa útí það að þá getur umhverfið í kringum mann haft talsverð áhrif á hvernig skapi maður er í.
Í framtíðinni gæti verið að settir verði upp sendar í stórborgum sem að útsenda jákvæðum hugsunum, þannig að þörfin fyrir prozak muni hverfa.
Einnig gæti gerst að fólk fæðist þannig að það sé búið að genabreyta því svo að það geti lesið hugsanir, alveg eins og í bíó! =)
Það eru margar fleiri pælingar í sambandi við þetta í hausnum á mér akkúrat núna en mér finnst þetta skemmtileg tilhugsun og ég vill undirstrika það að ég trúi ekkert frekar á að þetta sé svona heldur en að þetta sé ekki svona.. ég er ekki búinn að ákveða mig, eins og reyndar í flestum svona málum.
<font face=“Verdana”></a href="http://www.isholf.is/Vesen">Drepum skipulögð trúarbrögð</a></font