Ég sá eitthvað hvítt útundan mér og leit við og þá var það horfið. Ég hugsaði að ég hliti að vera að ýminda mér þetta,enda var það skrítin tilviljun að sjá draug á meðan maður er að lesa draugasögur,ég taldi mig vera of mikið að lifa mig inní sögurnar.
Ég hætti fljótlega að hugsa um drauga og fór að horfa á sjónvarpið í nokkrar mínótur. Þá sá ég þetta hvíta aftur útundan mér og aftur hvarf það um leið og ég leit við. En nú tók ég eftir því að páfagaukurinn starði á staðin sem þetta hafði verið í nokkrar sekúndur. Þetta gat ekki verið ýmindun fyrst páfagaukurinn sá það líka. Ég var (næstum) ekkert hrædd og páfagaukurinn virtist heldur ekki vera það, mér fannst ég ekki hafa neina ástæðu til að vera hrædd því þessi draugur virtist ekki mjög hræðilegur.
Ég fór upp stigan og þegar ég var rétt komin upp á efri hæðin gargaði páfagaukurinn eins og það væri köttur að fara að ráðast á hann. Ég fór niður stigan og tók páfagaukinn útúr búrinu og ég gat róað hann. Ég sleppti honum og þá flaug hann beint inní búrið eins og honum findist hann öruggari þar en fyrir utran það. Ég kveikti síðan öll ljósin í íbúðinni og ég sá drauginn ekki meira þetta kvöld.
Síðan komu foreldrar mínir heim og ég sagði þeim ekkert um þetta því ég vissi að þau myndu örugglega ekki trúa þessu.
En síðan þegar ég fór að sofa þá fannst mér ég ekki vera ein í herberginu. (Þó það sé barnalegt þá fannst mér eitthvað vera undir rúminu.) Ég setti sængina yfir höfuðið og kom ekki undan þó ég væri alveg að kafna. Allt í einu heyrði ég eittvað brak og svo brothljóð. Daginn eftir sá ég samt ekki neinn brotinn hlut.
Ég hef mjög sjaldan séð þennan draug síðan en mér finnst ég aldrei vera alein.
Maybe this world is another planet's hell.