——————-
Athugið að þessi grein er skrifuð til þeirra *heiðnu* einstaklinga þarna úti, ekki trúleysingja eða kristinna.. ef þið kjósið að svara henni plís svarið í samræmi við það
———————




LÍFRÆNN SANNLEIKUR OG HINN NÝI HEIMUR


Er ég heiðinn Öfgasinni?
- fimm punkta stefnulýsing heiðninar í mínu hugarfóstri -


1. Vopn gerð úr stáli og Vopn gerð úr sannleika

Þið vitið það líklegast öll að það voru vopn úr stáli sem hökkuðu hinn heiðna heim forfeðra okkar niður í þá drauga sem við sjáum af honum í dag, en að mínu mati þá verða það vopn sannleikans sem endurvekja og endurheimta hina náttúrubyggðu sál forfeðra okkar.

Því það eru mikil mistök að halda það að draugar séu ósjálfbjarga eða skaðlausir.

Ég segi að þessi vopn sannleikans geti verið okkar orð, okkar bænir, okkar bækur, okkar helgirit, okkar áætlanir, okkar þrár og okkar GUÐIR.


2. Nafn fyrir Hjartað

Viðurkennum það bara: hluti trúarinnar er nokkurskonar “innri leikbúningur” okkar. Nafnið og búningurinn sem við gefum hjarta okkar: hinn innri heimur andlegra tjáninga sem við reynum að nota til að skilja betur hvað við erum í þessu augnabliki í tímans rás.

Svo já, við stundum festumst í smáatriðum, og stundum rífumst vegna þeirra; ég er sekur um það, og flestir aðrir. En það sem við megum ekki gleyma og það sem þarf að draga í ljósið, svona annað slagið, er það sem við deilum öll og viljum öll vera partur af -hin heiðna sál forfeðra okkar – Því við deilum öll tilfinningunni fyrir “réttvísinni”, “forneskjunni”, “friðinum” og “mættinum” sem umlykur sértakt fólk, sérstök stef, sérstakar athafnir, sérstök ljóð, sérstök tímabil í sögunni, og jafnvel sérstök tákn.

Ég tel hina heiðnu sál vera viðurkenningu okkar á því eilífa og tímalausa afli sem býr í náttúrunni og þar af, í okkur sjálfum. Ég hef margoft orðið vitni af því að þegar ég er tryggur þessu afli, þá er ég tryggur sjálfum mér. En þegar ég svík það, þá er ég að svíkja sjálfan mig og það endar ávalt með því að mér blæðir og ég þjáist.


3. Hin Heiðna Sál og fimm lögmál hennar

Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að sál heiðninar væri þannig háttað að með því að styðja hana var ég orðinn partur af heilli samfylkingu fólks - hvort sem það voru Ásatrúar, Keltneskir endurskapendur, Gardenerískir Wicca-fylgjendur, Romuvoi, Hellenistar, Hefðbundnir Seiðiðkendur ofrv - sem öll studdust við 5 undirstöðu lögmál, lögmál sem ég held að við getum öll fagnað og stutt:

En þau eru;

1. Verndun Jarðar og hins náttúrulega heims.
2. Vörn fyrir Kveneðlið, og viðurkenning á styrk og mikilvægi Kvenkynsins á öllum sviðum, frá andlegum til efnislegra.
3. Vörn og stuðningur við persónulega ráðvendni og sjálfræði hvers og eins einstaklings.
4. Upphefð á friði, félagslegu réttlæti og VÖRN fyrir þá kúguðu.
5. Leit að þekkingu, á öllum sviðum.


Sögulega séð, þegar sannleikurinn hefur þjáðst hvað mest hafa einmitt ávallt eitt eða fleiri (jafnvel öll fimm) þessara lögmála verið vanrækt eða misnotuð. Ég get komið með dæmi út frá kristninni:

1. Náttúran og Landið voru vanrækt sem Heilagir Veruleikar, og við sjáum afleiðingar þess núna.

2. Kvenkynið var dæmt til að vera “undirgefið” karlkyninu, öll andlit af kvenlegu kyneðli, fyrir utan ‘hlédræga meydóminn’ var fordæmd og svert, misnotkun og kúgun kvenna var stofnanagerð, Gyðjudýrkun og dulspeki byggð á kveneðli var kraminn og eyðilgöð. Við finnum ennþá afleiðingarnar af þessu í dag;

3. Persónuleg ráðvendni, persónulegt sjálfræði og frjáls vilji voru kramin og sektarkennd, ótti og undirgefni við einveldi kirkjunar og biskupa kom í staðinn;

4. Stríð án enda, Stríð vegna trúarlegra ástæðna (eitthvað sem gerðist aldrei í heiðinni fornöld) og félagslegt réttlæti þjáðist á allan hátt;

5. Þekking og leit eftir þekkingu var stöðvuð; bókasöfn full af þekkingu frá heiðinni fornöld voru brennd, aðeins bækur sem Páfin samþykkti voru leifðar til kennslu og fræðslu. Evrópu var varpað í myrkur fáfræði og fávísi. Í gegnum söguna hefur kristna kirkjan staðið fastlega í vegi fyrir vísindum; unnið gegn persónulegum þrifnaði (böðun og laugun þótti syndsamleg og undanlátssöm), hún hefur drepið og fangelsað eins mikið af fólki sem stuðlaði að framþróun mannkynsins á brautum sem leiddu frá biblíunni eins og hún mögulega gat. Í dag, ef bókstafstrúar og “sannkristnir” fengju sínu framgengt þá væru getnaðarvarnir ekki veruleiki; né væru genavísindi til, né flest lyfjavísindi, ásamt HUNDRAÐ öðrum hlutum sem við álítum mikilvæga fyrir lífskilyrði og heilsu okkar í dag.

Nútíma (sérstaklega Mótmælendur, en ekki eingöngu) kristnir eru meira að segja oft á móti félagslegri samheldni, fjölbreyttni, rannsóknum og rétti fólks til sjálfsákvörðunar á öllum sviðum.

4. Breyting Heimsins

Það er kominn tími til að draga línu í sandinn. Heimurinn er að breytast, við finnum það og heyrum í vindinum og trjánum: Tímabil er að líða undir lok. Tvö þúsund ár af kristninni, tímabil eingyðisvélarinnar er liðið undir lok; Örlögin spinna sinn vef og nýtt mynstur er að birtast okkur- mynstur sem er jafnóðum ævafornt.

Heimurinn vill þetta; Náttúran vill þetta; því við getum ekki haldið áfram eins og við erum; við verðum að snúa skilningnum á helgidóm AFTUR til náttúrunnar, breyta viðhorfi okkar til náttúrunnar, til kvenkynsins og til hvors annars. Heimurinn GETUR EKKI lifað af án þess, og þess vegna, er heimurinn sjálfur að hrinda á stað breytingum, snýr okkur, hægt og bítandi, baka til heilbrigðari uppbyggingu.

Við menn höfum mikið af meðfæddri sæmd og virðingu, hvert okkar; við höfum meiri mátt til að móta hlutskipti okkar heldur en við gerum okkur grein fyrir. Örlögin leyfa okkur slíkt: Pendúllinn getur sveiflast vítt í báðar áttir en hann hefur sveiflast vítt í aðeins eina átt.

Margir gera þau mistök að halda að náttúrlegt jafnvægi og heiðin lotning fyrir Landinu og guðunum tákni ”ofstæki í hina áttina” – en það er rangt, það gerir það alls ekki. Það myndi gera heiðnina lítið betri en kristnina.

Heiðni er ekki “algjörlega vinstri-sinnuð” á meðan kristni er ”algjörlega hægri-sinnuð” eins og svo margir halda fram.. algjörlega efnisbundin Atheismi (trúleysi) er í rauninni algjörlega vinstri-sinnaður.

Heiðnin er það sem fellur milli öfgana myndi ég segja. Heiðnin er jafnvægið, hin náttúrulega trú heimsins. Dýrin sjálf dýrka guðina með okkur; Dýrin og Tréin, eru heiðin. Þau hljóðlega lofa náttúruna innan í dimmum skógunum og á stjörnubjörtum heiðunum. Þau finna það sama og við. Þau eru bókstaflega ANDATRÚAR (*glott*). Þau eru ekki hrædd við sínar tilfinningar, og við verðum að hætta að óttast okkar.

… Smá af þessari ‘Fornu Trú’

Það er ekki vilji minn að sjá kristna meidda, kúgaða eða ofsótta, langt því frá. Það eina sem ég vill frá þeim er það sem ég vill frá öllum öðrum. Ég vill sjá þá standa á bakvið þessi 5 lögmál sem ég skrifaði um ofar.

Ef trú þeirra og kenningar leiða þá til að taka ákvarðanir sem ógna eða brjóta þessi 5 lögmál þá þarf trú þeirra og kenningar að breytast. Slíkt ferli gæti verið sársaukafullt fyrir marga kristna, en á endanum, held ég að þeir myndu þakka þeim sem hrinntu breytingunum af stað; trú þeirra myndi styrkjast og kirkjur þeirra ættu sér framtíð, framtíð sem þær EIGA SÉR EKKI núna í dag.

Breytingar eru óumflýjanlegar; slíkur er háttur náttúrunnar: friður og sannleikur eru gjafir hennar og í gegnum sál hennar myndast breytingarnar. Að berjast gegn þeirri staðreynd er að berjast til einskis. Sannleikurinn mun ennþá vera til staðar þegar eldar breytingana hafa brennt allt annað til ösku.

Ég veit það í hjarta mínu að Lífræn Trúarbrögð eru það sem nauðsynlega þarf til; slíkt er ekki valfrjálst. Ef það er “Kristnidómur” í framtíðinni þá verður hann að verða lífrænt bergmál af þeim sem við þekkjum í dag, bergmál sem má ekki líkjast þessum.

Í staðinn fyrir Krist sem mann gæti Kristur orðið náttúran; Líkami Krists gæti orðið himininn, jörðin og tréin sjálf í staðinn fyrir dauðann mann sem gengur lifandi út úr grafhvelfingu á páskunum, endurkoma gróskunar á vorin gæti táknað upprisuna.

Tákn Krists sem sem mannveru þótti kannski fínt á fornum tímum, en núna hafa “Mannveru-áhrifin” liðið sitt skeið og mannveran verður að vera tilbúinn til að víkka sjóndeildarhringin (aftur) til náttúrunnar sjálfrar, og á þann leynda stað þar sem heilagleiki án byrjunar eða enda býðst okkur linnulaust; Og förunautar okkar á þessum vegi, þeir sem gerðu okkur kleift að ganga hann í byrjun: Guðir og Gyðjur forfeðra okkar.


5. Synir og dætur Móður Jarðar.

Heiðnir forfeður okkar voru viljugir til að sætta sig við hinn kristna Jesú Krist sem einn guð á meðal margra: en þessir sömu forfeður voru EKKI viljugir, myndu EKKI hafa verið viljugir til að tapa menningu sinni, Guðum ættfeðra sinna og SANNLEIKA til þeirrar hrokkafullu og uppblásnu stofnunar sem óx í kringum hinn kristna Jesú Krist þökk sé pólítískrar spillingar og einveldisgræðgi Rómar.

Forfeður okkar voru innikrógaðir og knúnir niður, þeir horfðu á hvernig sannleikur þeirra varð toðinn undir. En, á meðan akrar hins göfuglynda, lífræna og heiðna heims var hakkaður spað, þá féllu fræ af honum djúpt ofan í myrka jörðina, fræ sem áttu eftir að spretta upp aftur, sterkari og meiri heldur en áður. Guðirnir eru ódauðlegir; þeir eru ennþá þarna, þeir fóru aldrei neitt.

Með þá sem förunauta okkar, verðum við að draga línuna í sandinn, og standa upp fyrir sannleikanum aftur. Það er enginn friður án sannleika; það er enginn sannleikur fundin utan Virðingarinnar við Heilagleika Náttúrunnar og það að sætta sig við það að fólk á öllum tímum og stöðum (já, jafnvel þeir sem eru eingyðistrúar) HAFA og HAFA ALLTAF átt í sönnu sambandi við heilagleika og guðdóm.

Við verðum að fylgja hjartanu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama- jafnvel þótt hjarta þitt leiði þig á brautir sem samfélagi okkar “þykja ekki vera viðeigandi”, svo lengi sem hjartað leiðir þig á brautir þar sem skaðar ekki aðra, eða skaðar reisn annara og rétt þeirra til sjálfsákvörðunar, það er RÉTTUR allra að vera þar sem þeir vilja. Fyrir okkur, sem heiðið fólk, þá fylgjum við hjartanu til gömlu Guðana, gömlu trúarinnar, vefjum örmum aftur um Heilagan og Lífrænan kraftinn sem þeim fylgir. Þetta er okkar formgjörð sannleikans. Göfugri fomgjörð hefur líklegast aldrei sést; allir sem finna fyrir hinni heiðnu sál vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.


Við verðum að standa upp fyrir rétti kvenkynsins og þeim kúguðu. Við verðum að standa upp og ekki sitja niðri bara vegna félagslegrar pressu eða félagslegu taumhaldi. Það var ekki stór hópur kristinna sem breytti ÖLLUM heiðna heiminum á 300 ára tímabili; það sem gerðist einu sinni getur og mun gerast aftur, því heimurinn þarf á því að halda.


Fólkið sem er nægilega hugrakkt til að halda að það geti breytt heiminum, er á endanum, það sem mun breyta honum.