Hún var gyðja frjósemi jarðvegsins, dýra og manna.
Hún átti aðeins eitt bar með bróður sínum, Seifi, kallaðist barn þetta Persefóne og þótti hún afskaplega fögur stúlka.
Þegar Persefóne var farin að nálgast fullorðinsaldur, fór hún, eins og að venju, að týna blóm. Þegar allt í einu reis upp Hades, Guð Undirheimanna og rændi henni.
Hades hafði séð fögru Persefóne týna blóm og ákvað að gera hana að eiginkonu sinni.
Enginn guðanna þorði að segja Demeter hvað orðið hafði að dóttur hennar, ekki einu sinni Seifur, þó hann vissi hvað gerst hafði.
Bróðir hans, Hades, var nógu reiður við hann fyrir lélega skiptingu heimsins og var aldeilis ekki sáttur við að sitja niðri í myrkraheimunum og ráða yfir þeim dauðu, á meðan Póseidon hafði fengið allt hafið til umráða og Seifur allan heiminn.
Demeter byrjaði því að leita dóttur sinnar um allan heim og hunsaði verkefni sín.
Uppskerur byrjuðu að eyðileggjast, dýr hættu að fjölga sér og ekkert mannsbarn fæddist meðan hún gekk yfir heiminn í leit að einkadóttur sinni.
Eftir þó nokkurn tíma sá Seifur að sorg Demeters var að tortíma heimi hans og fórnir mannanna til guðanna voru hættar vegna skorts á mat.
Ákvað hann þá að senda Hermes (Merkúr), sendiboða Guðanna, af stað til að segja Demeter frá örlögum dóttur hennar og að nú væri hún orðin Drottning Undirheimanna við hlið nýja eiginmanns síns, Hades.
Demeter brást illa við þessar fréttir en Hermes lofaði henni að Persefóne myndi snúa aftur til hennar ef hún hefði ekki borðað neitt síðan hún hefði komið til Undirheimanna.
Í ljós kom að Persefóne hafði aðeins borðað nokkur fræ af ávextinum Pomegranate (hef enga þýðingu fyrir þennan ávöxt).
Seifur samdi við bróður sinn, Hades, um að Persefóne myndi dvelja jafn marga mánuði og fræ sem hún borðaði í Undirheimunum á ári en annars mætti hún vera hjá móður sinni þar á milli.
Haldnar voru hátíðir til fagnaðar fundi Demeters og Persefóne í Eleusis, sunnan við Aþenu á hverju vori áður fyrr.
Einnig var hátíð kölluð Thesmophoria, til heiðurs Demeters, en það voru oftast konur sem héldu hátíð þessa til fagnaðar frjósemi sinnar og annarra.
Heimildir: Mythology: Myths, Legends and Fantasies
Rithöfundar: Greg Bailey, Dr. Philip Clarke, Dr. Elisabeth Dimock, Christine El Mahdy, Denise Imwold, Deanna Paniataaq Kingston, Dr.’Okusitino Mahina, Hugo MgCann, Dr. Alice Mills, Antone Minard, Dr. Peter Orton, Simon Roberts, Mark Anthony Rolo, Dr. Paul Rule, Rudolf Simek, Dr. Elisabeth Stuchbury, Rawiri Taonui, Geo Athena Trevarthen, Ramona Louise Wheeler
The Encyclopedia of world Mythology
Rithöfundar: Arthur Cotterell og Rachel Storm
Fornir tímar: Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur, 4.000.000 f. Kr. Til 1800 e.Kr.
Höfundar: Gunnar Karlsson, Brynja Dís Valsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Ólafur Rastrick, Sesselja G. Magnúsdóttir, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir og Sigurður Pétursson
“Land Of The Ice And Snow”